Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

28. júlí 2023 kl. 12:30,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Hjarð­ar­land 1 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2,202307062

    Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Kristjáni Bjarnasyni, f.h. Höskuldar Þráinssonar, dags. 05.07.2023, fyrir viðbyggingu, útlitsbreytingu og stækkun húss að Hjarðarlandi 1. Einnig er um að ræða lóðafrágang með stöllun lóðar við suðaustur gafl hússins auk útlitsbreytingar vegna nýrra glugga. Nýr gluggi bætist einnig við á geymslu neðri hæðar/kjallara bílskúrs og það rými skráð brúttó 43,1 m². Stækkun skála neðri hæðar íbúðarhúss til suðvesturs, viðbygging sólskála undir svölum, er brúttó 13,4 m², í samræmi við gögn unnin af teiknistofunni Austurvelli dags. 20.06.2023. Heildarstærð húss verður 367,2 m², nýtingarhlutfall lóðar 0,4. Erindinu var vísað til skipulagsfulltrúa á 501. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið.

    Þar sem að ekki er í gildi deili­skipu­lag sem upp­fyll­ir ákvæði skipu­lagslaga nr. 123/2010 og skipu­lags­reglu­gerð­ar nr. 90/2013 sam­þykk­ir skipu­lags­full­trúi, í sam­ræmi við af­greiðslu­heim­ild­ir skipu­lags­full­trúa í sam­þykkt­um um stjórn Mos­fells­bæj­ar, að bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn­in skuli grennd­arkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga. Fyrirliggjandi gögn skulu send aðliggjandi hagaðilum og þinglýstum eigendum húsa Hjarðarlands 1, 3, Hagalands 4, 6 og Brekkulands 4A til kynningar og athugasemda. Auk þess verða gögn aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 12:45