19. mars 2021 kl. 10:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Þór Sigurþórsson
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Arnartangi 54 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202103040
Kolbrún Kristinsdóttir Arnartanga 54 sækir um leyfi fyrir stækkun raðhúss á lóðinni Arnartangi nr. 54, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 28,7 m², 72,4 m³.
Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem ekki er í gildi deiliskipulag af svæðinu.
2. Arnartangi 56 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202103264
Skúli Jónsson Arnartanga 56 sækir um leyfi fyrir stækkun raðhúss á lóðinni Arnartangi nr. 56, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 3,2 m², 9,6 m³.
Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem ekki er í gildi deiliskipulag af svæðinu.
3. Engjavegur 18. Í Reykjalandi Heiði, Umsókn um byggingarleyfi202008824
Steindór Hálfdánarson Engjavegi 18 sækir um leyfi til breyttrar útfærslu bílgeymsluhurða á lóðinni Engjavegur nr. 18, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt.
5. Hjallahlíð 23 - Breytingar á húsnæði202003416
Sveinn Fjalar Ágústsson sækir um leyfi fyrir breytingum útlits og innra skipulags áður samþykktrar vinnustofu á lóðinni Hjallahlíð nr. 23. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
4. Háholt 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202011047
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til breytinga innra skipulags samkomuhúss á lóðinni Háholt nr. 2 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt