11. maí 2023 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Erla Edvardsdóttir (EE) formaður
- Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) varaformaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Atlas Hendrik Ósk Dagbjartsson (AHÓD) aðalmaður
- Katarzyna Krystyna Krolikowska (KKr) áheyrnarfulltrúi
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Gerður Pálsdóttir (GP) vara áheyrnarfulltrúi
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir tómstunda og forvarnarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bólið - innivist202302137
Kynning á niðurstöðum rakaskimunar og fyrirhuguðum framkvæmdum í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Ból að Varmá.
Íþrótta-og tómstundarnefnd þakkar fyrir kynningu á niðurstöðum rakaskimunar Eflu og fyrirhuguðum framkvæmdum í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Bólið að Varmá. Nefndin leggur áherslu á góða upplýsingagjöf og samstarf allra sem að verkefninu koma.
2. Samtökin 78 drög að samning.202303053
Drög að samning kynnt.
Íþrótta-og tómstundarnefnd fagnar þessum áfanga sem samningur við Samtökin ´78 felur í sér enda mikilvægt að börn og ungmenni, starfsfólk leik- og grunnskóla, frístundaheimila, félagsmiðstöðva, Listaskóla og íþróttamiðstöðva eigi greiðan aðgang að vönduðu fræðsluefni um málefni hinsegin fólks.
3. Upplýsingar frá íþrótta- og tómstundafélögum201305172
Upplýsingar frá íþrótta og tómstundafélögum vegna 2022
Upplýsingar frá íþrótta og tómstundafélögum vegna ársins 2022.
Lagðar fram skýrslur frá þeim félögum sem að skilað hafa inn umbeðnum gögnum. Þau félög sem að skilað hafa inn gögnum geta nú sent inn reikning fyrir seinni hluta greiðslu samkvæmt samningum.