6. maí 2008 kl. 17:15,
fundarherbergi bæjarstjórnar
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ráðning skólastjóra Krikaskóla200803005
Gögn send fræðslunefndarmönnum.
Afgreiðslu frestað.
2. Heilsdagskóli - frístund 2008-9200804188
Lagt er til við bæjarstjórn að veturinn 2008-9 verði stjórnun heilsdagsskóla / frístundaselja í höndum grunnskólanna.%0D%0DFyrirkomulag starfsins verður með þeim hætti að frístundastarf fer fram að skóladegi loknum, með það að markmiði að mynda heildstæða umgjörð um skóladag barnanna.%0D%0DSkólaárið 2008-9 verður lögð sérstök áhersla á að vinna með 1. og 2. bekk í samstarfi við ÍTÓM, íþrótta- og tómstundafélög og stofnanir að frístundaverkefnum að lokinni hefðbundinni kennslu.%0D%0DFræðslunefnd leggur einnig á það áherslu að grunnskólar Mosfellsbæjar og ÍTÓM vinni áfram að þróun heilsdagsskóla við grunnskólana, þar sem stefnt er að samþættingu íþrótta- og tómstundastarfs við hefðbundið grunnskólastarf hjá yngstu árgöngum grunnskólans.
3. Undirbúningur að stofnun framhaldsskóla í Mosfellsbæ200801320
Í fundargerð frá fundi í menntamálaráðuneyti um stofnun framhaldsskóla frá 25. apríl kom fram að eftir að byggingarnefnd fyrir framhaldsskóla í Mosfellsbæ tekur til starfa er gert ráð fyrir að nefndin fundi með fræðslunefndinni þann 28. maí nk.%0D%0DÞá er lagt til við bæjarstjórn að fræðslunefnd verði falið það hlutverk að gera hnitmiðaðri þær hugmyndir sem nú þegar hafa komið fram að hálfu Mosfellsbæjar um skólagerð og skólastefnu framhaldsskóla. Jafnframt verði nefndinni falið að nýta þær hugmyndir sem grundvöll að þarfagreiningu fyrir framhaldsskólann og jafnframt að vinna að henni með fulltrúum menntamálaráðuneytisins.
4. Endurmenntunarsjóður Grunnskóla200804311
Fram kom að Skólaskrifstofa hafi sótt um styrki úr endurmenntunarsjóði grunnskóla fyrir hönd grunnskóla Mosfellsbæjar.%0D%0DAlls fengust styrkir að upphæð 1.827.000,-%0D%0DÁ fundinum var upplýst að grunnskólar Mosfellsbæjar hafi fengið styrki að upphæð 2,3 milljónir vegna fjögurra þróunarverkefna.%0D%0DFræðslunefnd fagnar þessu.
5. Dagsetningar samræmda könnunarprófa í 10. bekk vorið 2009.200804305
Lagt fram.
6. Pisa - niðurstöður 2006200803063
Kynntar voru niðurstöður úr PISA könnun 2006 og aðgerðaráætlanir grunnskólanna sem samdar voru í kjölfarið.