16. október 2007 kl. 07:00,
bæjarráðssalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Markholt 2, ósk um breytingu á deiliskipulagi (8 íb.)200709060
Gestur Ólafsson arkitekt f.h. lóðarhafa Markholts 2 leitar með bréfi dags. 4. september 2007 eftir heimild til að breyta skipulagi lóðarinnar í samræmi við meðfylgjandi drög að deiliskipulagi, sem gera ráð fyrir 8 íbúða húsi. Rætt á 210. fundi en afgreiðslu frestað svo að nefndarmenn gætu kynnt sér aðstæður á staðnum.
Gestur Ólafsson arkitekt f.h. lóðarhafa Markholts 2 leitar með bréfi dags. 4. september 2007 eftir heimild til að breyta skipulagi lóðarinnar í samræmi við meðfylgjandi drög að deiliskipulagi, sem gera ráð fyrir 8 íbúða húsi. Rætt á 210. fundi en afgreiðslu frestað svo að nefndarmenn gætu kynnt sér aðstæður á staðnum.%0DStarfsmönnum falið að kynna hugmyndir að uppbyggingu á lóðinni fyrir nágrönnum.
2. Háholt 16-24, frumtillaga að byggingum á lóðunum200709087
Hólmfríður Kristjánsdóttir hdl. f.h. Kaupfélags Kjalarnesþings leggur þann 7. september fram meðf. frumtillögu ARKþings ehf. að byggingum á lóðunum Háholt 16-24 og óskar eftir afstöðu nefndarinnar til tillagnanna eins fljótt og auðið er. Á 210. fundi var starfsmönnum falið að skoða málið á milli funda.
Hólmfríður Kristjánsdóttir hdl. f.h. Kaupfélags Kjalarnesþings leggur þann 7. september fram meðf. frumtillögu ARKþings ehf. að byggingum á lóðunum Háholt 16-24 og óskar eftir afstöðu nefndarinnar til tillagnanna eins fljótt og auðið er. Á 210. fundi var starfsmönnum falið að skoða málið á milli funda.%0DEins og bréfritara er kunnugt hefur frá fyrrihluta árs 2005 staðið yfir með hléum vinna að endurskoðun deiliskipulags miðbæjarins og tekur sú endurskoðun m.a. til umræddra lóða við Háholt. Bréfritara mun einnig kunnugt að í drögum að skipulagstillögu frá janúar 2006 voru settar fram hugmyndir að annarri nýtingu á hluta svæðisins en gildandi skipulag gerir ráð fyrir, þ.e. undir kirkju, safnaðarheimili og menningarhús í stað verslunar og þjónustu. Í kjölfar skoðanakönnunar meðal bæjarbúa og rýnihópavinnu hefur verið unnið að endurskoðun á þeim tillögudrögum, og er þess að vænta að innan skamms verði breyttar tillögur kynntar fyrir bæjarbúum og hagsmunaaðilum.%0DÍ ljósi framangreinds telur skipulags- og byggingarnefnd ekki unnt að svo stöddu að taka afstöðu til framlagðra frumtillagna.
3. Álafossvegur 20, umsókn um byggingarleyfi200702168
Magnús H. Magnússon óskar þann 19. 09.2007 eftir því að fyrri umsókn hans um byggingarleyfi fyrir endurbyggingu bílskúrs o.fl. skv. fyrirliggjandi teikningum verði tekin upp aftur. Frestað á 210. fundi.
Magnús H. Magnússon óskar þann 19. 09.2007 eftir því að fyrri umsókn hans um byggingarleyfi fyrir endurbyggingu bílskúrs o.fl. skv. fyrirliggjandi teikningum verði tekin upp aftur. Frestað á 210. fundi.%0DNefndin leggur til að tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr. s/b-laga.
4. Þrastarhöfði 37, fyrirspurn um frávik frá deiliskipulagi200707062
Grenndarkynningu á tillögu að stækkun byggingarreits lauk 26. september. Athugasemd dags. 23. sept. barst frá eigendum Þrastarhöfða 35, Kristjáni Jónssyni og Huldu Rós Hilmarsdóttur. Frestað á 210. fundi.
Grenndarkynningu á tillögu að stækkun byggingarreits lauk 26. september. Athugasemd dags. 23. sept. barst frá eigendum Þrastarhöfða 35, Kristjáni Jónssyni og Huldu Rós Hilmarsdóttur. Frestað á 210. fundi.%0DÍ ljósi framkominnar athugasemdar leggur nefndin til að stækkun byggingarreits verði hafnað.
5. Óskotsland 125380, ósk um að byggja stærri bústað en leyfilegt er200709119
Erindi frá Ásgeiri M. Jónssyni og Maríu M. Sigurðardóttur dags. 17. september 2007, þar sem leitað er eftir umsögn um teikningar af stærra húsi en leyft er að byggja á lóðinni skv. deiliskipulagi. Frestað á 210. fundi.
Erindi frá Ásgeiri M. Jónssyni og Maríu M. Sigurðardóttur dags. 17. september 2007, þar sem leitað er eftir umsögn um teikningar af stærra húsi en leyft er að byggja á lóðinni skv. deiliskipulagi. Frestað á 210. fundi.%0DByggingarfulltrúa falið að afgreiða málið í samræmi við umræður á fundinum.
6. Litlagerði-skipting lóðar200709126
Fyrirspurn dags. 18. september 2007 frá Huldu Jakobsdóttur um heimild til að skipta lóð Litlagerðis í tvær lóðir skv. meðf. tillögu. Frestað á 210. fundi.
Fyrirspurn dags. 18. september 2007 frá Huldu Jakobsdóttur um heimild til að skipta lóð Litlagerðis í tvær lóðir skv. meðf. tillögu.%0DFrestað.%0D
7. Helgafellshverfi, 3. áf., breyting á deiliskipulagi200709203
Lögð fram tillaga Nexus arkitekta f.h. Helgafellsbygginga að breytingu á fyrirkomulagi bílastæða, lóða og byggingarreita við botnlanga útfrá Sölkugötu. Frestað á 210. fundi.
Lögð fram tillaga Nexus arkitekta f.h. Helgafellsbygginga að breytingu á fyrirkomulagi bílastæða, lóða og byggingarreita við botnlanga útfrá Sölkugötu. Frestað á 210. fundi.%0DNefndin leggur til að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr. s/b-laga.
8. Erindi Erum Arkitekta varðandi lóð fyrir bílasölu200709124
Erindi Jóns Þórissonar arkitekts f.h. Bílasölu Íslands, dags. 17. sept. 2007, þar sem óskað er eftir því að fyrirtækinu verði úthlutað lóð í sveitarfélaginu. Vísað til nefndarinnar til umsagnar af bæjarráði 20. sept. 2007. Frestað á 210. fundi.
Erindi Jóns Þórissonar arkitekts f.h. Bílasölu Íslands, dags. 17. sept. 2007, þar sem óskað er eftir því að fyrirtækinu verði úthlutað lóð í sveitarfélaginu. Vísað til nefndarinnar til umsagnar af bæjarráði 20. sept. 2007. Frestað á 210. fundi.%0DSamkvæmt gildandi skipulagi er engin hentug lóð fyrir bílasölu til ráðstöfunar.
9. Selholt, landnr. 12361 og 12360, fyrirspurn um deiliskipulag200709140
Monique van Oosten spyrst þann 15. september fyrir um afstöðu nefndarinnar til þess að land hennar verði deiliskipulagt fyrir 3-4 íbúðarhúsalóðir.
Monique van Oosten spyrst þann 15. september fyrir um afstöðu nefndarinnar til þess að land hennar verði deiliskipulagt fyrir 3-4 íbúðarhúsalóðir.%0DErindinu er hafnað þar sem um er að ræða landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi og ekki eru fyrirhugaðar breytingar á landnotkun.
10. Miðdalsland II við Silungatjörn ósk um deiliskipulag200706114
Margrét Guðjónsdóttir og Kjartan Óskarsson óska þann 7. júní eftir að fá að deiliskipuleggja land við Silungatjörn, sem þau eru kaupréttarhafar að, undir frístundahús. Landið er ekki skilgreint fyrir frístundabyggð í aðalskipulagi. Áður á dagskrá 203. og 204. fundar.
Margrét Guðjónsdóttir og Kjartan Óskarsson óska þann 7. júní 2007 eftir að fá að deiliskipuleggja land við Silungatjörn, sem þau eru kaupréttarhafar að, undir frístundahús. Landið er ekki skilgreint fyrir frístundabyggð í aðalskipulagi. Áður á dagskrá 203. og 204. fundar.%0DNefndin hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki gildandi aðalskipulagi.
11. Jarðstrengir Nesjavellir - Geitháls, ósk um br. á aðalskipulagi200703010
Tillaga að breytingum á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2002 - 2024, sem varðar lagningu jarðstrengs frá Nesjavöllum að Geithálsi og hitaveituæðar frá Hellisheiðarvirkjun að Reynisvatnsheiði hefur verið kynnt á heimasíðu Mosfellsbæjar og fyrir nágrannasveitarfélögum og umsagnaraðilum, sbr. 17. gr. s/b-laga. Borist hefur athugasemd frá Gunnari I. Birgissyni f.h. Kópavogsbæjar, dags. 5. október 2007
Tillaga að breytingum á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2002 - 2024, sem varðar lagningu jarðstrengs frá Nesjavöllum að Geithálsi og hitaveituæðar frá Hellisheiðarvirkjun að Reynisvatnsheiði hefur verið kynnt á heimasíðu Mosfellsbæjar og fyrir nágrannasveitarfélögum og umsagnaraðilum, sbr. 17. gr. s/b-laga. Borist hefur athugasemd frá Gunnari I. Birgissyni f.h. Kópavogsbæjar, dags. 5. október 2007.%0DNefndin mótmælir því að umrætt svæði sé innan lögsögu Kópavogsbæjar eins og fram kemur í athugasemdinni. Lögsögumörk eru þar hinsvegar óviss og í samræmi við það hefur aðalskipulagi svæðisins verið frestað í aðalskipulagi Mosfellsbæjar og annarra sveitarfélaga, sem telja sig eiga tilkall til þess. Nefndin samþykkir að tillöguuppdrætti að breytingu á aðalskipulagi verði breytt og skipulagi frestað á umræddu svæði, og leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt til auglýsingar skv. 17. og 18. gr. s/b-laga
12. Hitaveituæð Hellisheiði - Reynisvatnsheiði, ósk um br. á aðalskipulagi200704116
Sjá næsta mál á undan.
Sjá bókun undir næsta máli á undan.
13. Í landi Laxness, fyrirspurn vegna endurbyggingar200509150
Tillaga að deiliskipulagi Lækjarness var auglýst skv. 25. gr. s/b-laga 31. ágúst 2007 með athugasemdafresti til 12. október 2007. Athugasemd barst frá Þórarni Jónassyni, dags. 4. september 2007.
Tillaga að deiliskipulagi Lækjarness var auglýst skv. 25. gr. s/b-laga 31. ágúst 2007 með athugasemdafresti til 12. október 2007. Athugasemd barst frá Þórarni Jónassyni, dags. 4. september 2007.%0DStarfsmönnum falið að semja drög að svörum við athugasemdinni.
14. Háeyri, ósk um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulag200708031
Sigurður I B Guðmundsson óskaði með bréfi dags. 7. ágúst 2007 eftir því að heimilað yrði að deiliskipuleggja lóðina Háeyri og byggja á henni 2 íbúðarhús. Greint verður frá viðræðum við umsækjanda.
Sigurður I B Guðmundsson óskaði með bréfi dags. 7. ágúst 2007 eftir því að heimilað yrði að deiliskipuleggja lóðina Háeyri og byggja á henni 2 íbúðarhús. Greint var frá viðræðum skipulags- og byggingarfulltrúa við umsækjanda.%0DStarfsmönnum falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
15. Fyrirspurn um hækkun húsa við Vefarastræti og Gerplustræti200710024
Bjarki Gunnlaugsson f.h. Framtíðar ehf. spyrst þann 28. september 2007 fyrir um leyfi til að hækka húsin nr. 15-19 við Vefarastræti og nr. 16-22 við Gerplustræti úr þremur hæðum í fjórar.
Bjarki Gunnlaugsson f.h. Framtíðar ehf. spyrst þann 28. september 2007 fyrir um leyfi til að hækka húsin nr. 15-19 við Vefarastræti og nr. 16-22 við Gerplustræti úr þremur hæðum í fjórar.%0DFrestað.
16. Stórikriki 23, umsókn um byggingarleyfi200609001
Tómas H. Unnsteinsson spyrst þann 12. október 2007 fyrir um heimild fyrir 60 m2 aukaíbúð skv. meðfylgjandi nýjum teikningum. Fyrri teikningum var hafnað á 210. fundi.
Tómas H. Unnsteinsson spyrst þann 12. október 2007 fyrir um heimild fyrir 60 m2 aukaíbúð skv. meðfylgjandi nýjum teikningum. Fyrri teikningum var hafnað á 210. fundi.%0DFrestað.
17. Þverholt 5, fyrirspurn um breytta notkun á 1. hæð200709220
Ingunn H. Hafstað f.h. Ragnars Aðalsteinssonar spyrst þann 28. september fyrirspurn um það hvort leyfi yrði gefið til að breyta 28,9 m2 verslunarrými í íbúðarhúsnæði.
Ingunn H. Hafstað f.h. Ragnars Aðalsteinssonar spyrst þann 28. september fyrirspurn um það hvort leyfi yrði gefið til að breyta 28,9 m2 verslunarrými í íbúðarhúsnæði.%0DFrestað.
18. Lynghólsland, umsókn H.Ó. um nafnbreytingu á frístundahúsi200708087
Í framhaldi af bókun nefndarinnar á 207. fundi þar sem skráningu heitis frístundahúss var hafnað, óskar Haukur Óskarsson eftir því að heiti Lynghólsvegar verði staðfest og að frístundahús geti fengið skráð númer við veginn.
Í framhaldi af bókun nefndarinnar á 207. fundi þar sem skráningu heitis frístundahúss var hafnað, óskar Haukur Óskarsson eftir því að heiti Lynghólsvegar verði staðfest og að frístundahús geti fengið skráð númer við veginn.%0DFrestað.
19. Kópavogur, Vatnsendahvarf - 2. breyting á svæðisskipulagi200710023
Bæjarstjóri Kópavogsbæjar óskar með bréfi dags. 30. september 2007 eftir athugasemdum og ábendingum Mosfellsbæjar vegna áforma um að breyta svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Kópavogs á þann veg að 6 ha opið svæði við Vatnsendahvarf breytist í svæði fyrir verslun og þjónustu og athafnasvæði með um 13.000 m2 húsnæðis. Fram kemur að Kópavogsbær telur að um óverulega breytingu á svæðisskipulagi sé að ræða.
Bæjarstjóri Kópavogsbæjar óskar með bréfi dags. 30. september 2007 eftir athugasemdum og ábendingum Mosfellsbæjar vegna áforma um að breyta svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Kópavogs á þann veg að 6 ha opið svæði við Vatnsendahvarf breytist í svæði fyrir verslun og þjónustu og athafnasvæði með um 13.000 m2 húsnæðis. Fram kemur að Kópavogsbær telur að um óverulega breytingu á svæðisskipulagi sé að ræða.%0DFrestað.
20. Kópavogur, Vatnsendahlíð - breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins200710041
Bæjarstjóri Kópavogsbæjar óskar með bréfi dags. 3. október 2007 eftir athugasemdum og ábendingum Mosfellsbæjar vegna áforma um að breyta svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Kópavogs á þann veg að óbyggðu svæði verði breytt í athafna- og íbúðarsvæði. Íbúðarsvæði verði um 49 ha með 700 íbúðum en athafnasvæði um 3,5 ha með 15.000 m2 húsnæðis. Fram kemur að Kópavogsbær telur að um óverulega breytingu á svæðisskipulagi sé að ræða.
Bæjarstjóri Kópavogsbæjar óskar með bréfi dags. 3. október 2007 eftir athugasemdum og ábendingum Mosfellsbæjar vegna áforma um að breyta svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Kópavogs á þann veg að óbyggðu svæði verði breytt í athafna- og íbúðarsvæði. Íbúðarsvæði verði um 49 ha með 700 íbúðum en athafnasvæði um 3,5 ha með 15.000 m2 húsnæðis. Fram kemur að Kópavogsbær telur að um óverulega breytingu á svæðisskipulagi sé að ræða.%0DFrestað.
Fundargerðir til kynningar
21. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 142200710001F
Lagt fram til kynningar.