Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

16. október 2007 kl. 07:00,
bæjarráðssalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi

    • 1. Mark­holt 2, ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi (8 íb.)200709060

      Gestur Ólafsson arkitekt f.h. lóðarhafa Markholts 2 leitar með bréfi dags. 4. september 2007 eftir heimild til að breyta skipulagi lóðarinnar í samræmi við meðfylgjandi drög að deiliskipulagi, sem gera ráð fyrir 8 íbúða húsi. Rætt á 210. fundi en afgreiðslu frestað svo að nefndarmenn gætu kynnt sér aðstæður á staðnum.

      Gest­ur Ólafs­son arki­tekt f.h. lóð­ar­hafa Mark­holts 2 leit­ar með bréfi dags. 4. sept­em­ber 2007 eft­ir heim­ild til að breyta skipu­lagi lóð­ar­inn­ar í sam­ræmi við með­fylgj­andi drög að deili­skipu­lagi, sem gera ráð fyr­ir 8 íbúða húsi. Rætt á 210. fundi en af­greiðslu frestað svo að nefnd­ar­menn gætu kynnt sér að­stæð­ur á staðn­um.%0DStarfs­mönn­um fal­ið að kynna hug­mynd­ir að upp­bygg­ingu á lóð­inni fyr­ir ná­grönn­um.

      • 2. Há­holt 16-24, frumtil­laga að bygg­ing­um á lóð­un­um200709087

        Hólmfríður Kristjánsdóttir hdl. f.h. Kaupfélags Kjalarnesþings leggur þann 7. september fram meðf. frumtillögu ARKþings ehf. að byggingum á lóðunum Háholt 16-24 og óskar eftir afstöðu nefndarinnar til tillagnanna eins fljótt og auðið er. Á 210. fundi var starfsmönnum falið að skoða málið á milli funda.

        Hólm­fríð­ur Kristjáns­dótt­ir hdl. f.h. Kaup­fé­lags Kjal­ar­nes­þings legg­ur þann 7. sept­em­ber fram meðf. frumtil­lögu ARK­þings ehf. að bygg­ing­um á lóð­un­um Há­holt 16-24 og ósk­ar eft­ir af­stöðu nefnd­ar­inn­ar til til­lagn­anna eins fljótt og auð­ið er. Á 210. fundi var starfs­mönn­um fal­ið að skoða mál­ið á milli funda.%0DEins og bréf­rit­ara er kunn­ugt hef­ur frá fyrri­hluta árs 2005 stað­ið yfir með hlé­um vinna að end­ur­skoð­un deili­skipu­lags mið­bæj­ar­ins og tek­ur sú end­ur­skoð­un m.a. til um­ræddra lóða við Há­holt. Bréf­rit­ara mun einn­ig kunn­ugt að í drög­um að skipu­lagstil­lögu frá janú­ar 2006 voru sett­ar fram hug­mynd­ir að ann­arri nýt­ingu á hluta svæð­is­ins en gild­andi skipu­lag ger­ir ráð fyr­ir, þ.e. und­ir kirkju, safn­að­ar­heim­ili og menn­ing­ar­hús í stað versl­un­ar og þjón­ustu. Í kjöl­far skoð­ana­könn­un­ar með­al bæj­ar­búa og rýni­hópa­vinnu hef­ur ver­ið unn­ið að end­ur­skoð­un á þeim til­lögu­drög­um, og er þess að vænta að inn­an skamms verði breytt­ar til­lög­ur kynnt­ar fyr­ir bæj­ar­bú­um og hags­muna­að­il­um.%0DÍ ljósi fram­an­greinds tel­ur skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd ekki unnt að svo stöddu að taka af­stöðu til fram­lagðra frumtil­lagna.

        • 3. Ála­foss­veg­ur 20, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi200702168

          Magnús H. Magnússon óskar þann 19. 09.2007 eftir því að fyrri umsókn hans um byggingarleyfi fyrir endurbyggingu bílskúrs o.fl. skv. fyrirliggjandi teikningum verði tekin upp aftur. Frestað á 210. fundi.

          Magnús H. Magnús­son ósk­ar þann 19. 09.2007 eft­ir því að fyrri um­sókn hans um bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir end­ur­bygg­ingu bíl­skúrs o.fl. skv. fyr­ir­liggj­andi teikn­ing­um verði tekin upp aft­ur. Frestað á 210. fundi.%0DNefnd­in legg­ur til að til­laga að breyt­ingu á gild­andi deili­skipu­lagi verði grennd­arkynnt skv. 2. mgr. 26. gr. s/b-laga.

          • 4. Þrast­ar­höfði 37, fyr­ir­spurn um frá­vik frá deili­skipu­lagi200707062

            Grenndarkynningu á tillögu að stækkun byggingarreits lauk 26. september. Athugasemd dags. 23. sept. barst frá eigendum Þrastarhöfða 35, Kristjáni Jónssyni og Huldu Rós Hilmarsdóttur. Frestað á 210. fundi.

            Grennd­arkynn­ingu á til­lögu að stækk­un bygg­ing­ar­reits lauk 26. sept­em­ber. At­huga­semd dags. 23. sept. barst frá eig­end­um Þrast­ar­höfða 35, Kristjáni Jóns­syni og Huldu Rós Hilm­ars­dótt­ur. Frestað á 210. fundi.%0DÍ ljósi fram­kom­inn­ar at­huga­semd­ar legg­ur nefnd­in til að stækk­un bygg­ing­ar­reits verði hafn­að.

            • 5. Óskots­land 125380, ósk um að byggja stærri bú­stað en leyfi­legt er200709119

              Erindi frá Ásgeiri M. Jónssyni og Maríu M. Sigurðardóttur dags. 17. september 2007, þar sem leitað er eftir umsögn um teikningar af stærra húsi en leyft er að byggja á lóðinni skv. deiliskipulagi. Frestað á 210. fundi.

              Er­indi frá Ás­geiri M. Jóns­syni og Maríu M. Sig­urð­ar­dótt­ur dags. 17. sept­em­ber 2007, þar sem leitað er eft­ir um­sögn um teikn­ing­ar af stærra húsi en leyft er að byggja á lóð­inni skv. deili­skipu­lagi. Frestað á 210. fundi.%0DBygg­ing­ar­full­trúa fal­ið að af­greiða mál­ið í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

              • 6. Litla­gerði-skipt­ing lóð­ar200709126

                Fyrirspurn dags. 18. september 2007 frá Huldu Jakobsdóttur um heimild til að skipta lóð Litlagerðis í tvær lóðir skv. meðf. tillögu. Frestað á 210. fundi.

                Fyr­ir­spurn dags. 18. sept­em­ber 2007 frá Huldu Jak­obs­dótt­ur um heim­ild til að skipta lóð Litla­gerð­is í tvær lóð­ir skv. meðf. til­lögu.%0DFrestað.%0D

                • 7. Helga­fells­hverfi, 3. áf., breyt­ing á deili­skipu­lagi200709203

                  Lögð fram tillaga Nexus arkitekta f.h. Helgafellsbygginga að breytingu á fyrirkomulagi bílastæða, lóða og byggingarreita við botnlanga útfrá Sölkugötu. Frestað á 210. fundi.

                  Lögð fram til­laga Nex­us arki­tekta f.h. Helga­fells­bygg­inga að breyt­ingu á fyr­ir­komu­lagi bíla­stæða, lóða og bygg­ing­ar­reita við botn­langa út­frá Sölku­götu. Frestað á 210. fundi.%0DNefnd­in legg­ur til að til­lag­an verði grennd­arkynnt skv. 2. mgr. 26. gr. s/b-laga.

                  • 8. Er­indi Erum Arki­tekta varð­andi lóð fyr­ir bíla­sölu200709124

                    Erindi Jóns Þórissonar arkitekts f.h. Bílasölu Íslands, dags. 17. sept. 2007, þar sem óskað er eftir því að fyrirtækinu verði úthlutað lóð í sveitarfélaginu. Vísað til nefndarinnar til umsagnar af bæjarráði 20. sept. 2007. Frestað á 210. fundi.

                    Er­indi Jóns Þór­is­son­ar arki­tekts f.h. Bíla­sölu Ís­lands, dags. 17. sept. 2007, þar sem óskað er eft­ir því að fyr­ir­tæk­inu verði út­hlutað lóð í sveit­ar­fé­lag­inu. Vísað til nefnd­ar­inn­ar til um­sagn­ar af bæj­ar­ráði 20. sept. 2007. Frestað á 210. fundi.%0DSam­kvæmt gild­andi skipu­lagi er eng­in hent­ug lóð fyr­ir bíla­sölu til ráð­stöf­un­ar.

                    • 9. Sel­holt, landnr. 12361 og 12360, fyr­ir­spurn um deili­skipu­lag200709140

                      Monique van Oosten spyrst þann 15. september fyrir um afstöðu nefndarinnar til þess að land hennar verði deiliskipulagt fyrir 3-4 íbúðarhúsalóðir.

                      Mon­ique van Oosten spyrst þann 15. sept­em­ber fyr­ir um af­stöðu nefnd­ar­inn­ar til þess að land henn­ar verði deili­skipu­lagt fyr­ir 3-4 íbúð­ar­húsa­lóð­ir.%0DEr­ind­inu er hafn­að þar sem um er að ræða land­bún­að­ar­svæði skv. að­al­skipu­lagi og ekki eru fyr­ir­hug­að­ar breyt­ing­ar á land­notk­un.

                      • 10. Mið­dals­land II við Sil­unga­tjörn ósk um deili­skipu­lag200706114

                        Margrét Guðjónsdóttir og Kjartan Óskarsson óska þann 7. júní eftir að fá að deiliskipuleggja land við Silungatjörn, sem þau eru kaupréttarhafar að, undir frístundahús. Landið er ekki skilgreint fyrir frístundabyggð í aðalskipulagi. Áður á dagskrá 203. og 204. fundar.

                        Mar­grét Guð­jóns­dótt­ir og Kjart­an Ósk­ars­son óska þann 7. júní 2007 eft­ir að fá að deili­skipu­leggja land við Sil­unga­tjörn, sem þau eru kauprétt­ar­haf­ar að, und­ir frí­stunda­hús. Land­ið er ekki skil­greint fyr­ir frí­stunda­byggð í að­al­skipu­lagi. Áður á dagskrá 203. og 204. fund­ar.%0DNefnd­in hafn­ar er­ind­inu þar sem það sam­ræm­ist ekki gild­andi að­al­skipu­lagi.

                        • 11. Jarð­streng­ir Nesja­vell­ir - Geit­háls, ósk um br. á að­al­skipu­lagi200703010

                          Tillaga að breytingum á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2002 - 2024, sem varðar lagningu jarðstrengs frá Nesjavöllum að Geithálsi og hitaveituæðar frá Hellisheiðarvirkjun að Reynisvatnsheiði hefur verið kynnt á heimasíðu Mosfellsbæjar og fyrir nágrannasveitarfélögum og umsagnaraðilum, sbr. 17. gr. s/b-laga. Borist hefur athugasemd frá Gunnari I. Birgissyni f.h. Kópavogsbæjar, dags. 5. október 2007

                          Til­laga að breyt­ing­um á að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2002 - 2024, sem varð­ar lagn­ingu jarð­strengs frá Nesja­völl­um að Geit­hálsi og hita­veituæð­ar frá Hell­is­heið­ar­virkj­un að Reyn­is­vatns­heiði hef­ur ver­ið kynnt á heima­síðu Mos­fells­bæj­ar og fyr­ir ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um og um­sagnar­að­il­um, sbr. 17. gr. s/b-laga. Borist hef­ur at­huga­semd frá Gunn­ari I. Birg­is­syni f.h. Kópa­vogs­bæj­ar, dags. 5. októ­ber 2007.%0DNefnd­in mót­mæl­ir því að um­rætt svæði sé inn­an lög­sögu Kópa­vogs­bæj­ar eins og fram kem­ur í at­huga­semd­inni. Lög­sögu­mörk eru þar hins­veg­ar óviss og í sam­ræmi við það hef­ur að­al­skipu­lagi svæð­is­ins ver­ið frestað í að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar og ann­arra sveit­ar­fé­laga, sem telja sig eiga til­kall til þess. Nefnd­in sam­þykk­ir að til­lögu­upp­drætti að breyt­ingu á að­al­skipu­lagi verði breytt og skipu­lagi frestað á um­ræddu svæði, og legg­ur til við bæj­ar­stjórn að til­lag­an þann­ig breytt verði sam­þykkt til aug­lýs­ing­ar skv. 17. og 18. gr. s/b-laga

                          • 12. Hita­veituæð Hell­is­heiði - Reyn­is­vatns­heiði, ósk um br. á að­al­skipu­lagi200704116

                            Sjá næsta mál á undan.

                            Sjá bók­un und­ir næsta máli á und­an.

                            • 13. Í landi Lax­ness, fyr­ir­spurn vegna end­ur­bygg­ing­ar200509150

                              Tillaga að deiliskipulagi Lækjarness var auglýst skv. 25. gr. s/b-laga 31. ágúst 2007 með athugasemdafresti til 12. október 2007. Athugasemd barst frá Þórarni Jónassyni, dags. 4. september 2007.

                              Til­laga að deili­skipu­lagi Lækj­ar­ness var aug­lýst skv. 25. gr. s/b-laga 31. ág­úst 2007 með at­huga­semda­fresti til 12. októ­ber 2007. At­huga­semd barst frá Þór­arni Jónas­syni, dags. 4. sept­em­ber 2007.%0DStarfs­mönn­um fal­ið að semja drög að svör­um við at­huga­semd­inni.

                              • 14. Há­eyri, ósk um breyt­ingu á að­al­skipu­lagi og deili­skipu­lag200708031

                                Sigurður I B Guðmundsson óskaði með bréfi dags. 7. ágúst 2007 eftir því að heimilað yrði að deiliskipuleggja lóðina Háeyri og byggja á henni 2 íbúðarhús. Greint verður frá viðræðum við umsækjanda.

                                Sig­urð­ur I B Guð­munds­son ósk­aði með bréfi dags. 7. ág­úst 2007 eft­ir því að heim­ilað yrði að deili­skipu­leggja lóð­ina Há­eyri og byggja á henni 2 íbúð­ar­hús. Greint var frá við­ræð­um skipu­lags- og bygg­ing­ar­full­trúa við um­sækj­anda.%0DStarfs­mönn­um fal­ið að vinna áfram að mál­inu í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

                                • 15. Fyr­ir­spurn um hækk­un húsa við Vefara­stræti og Gerplustræti200710024

                                  Bjarki Gunnlaugsson f.h. Framtíðar ehf. spyrst þann 28. september 2007 fyrir um leyfi til að hækka húsin nr. 15-19 við Vefarastræti og nr. 16-22 við Gerplustræti úr þremur hæðum í fjórar.

                                  Bjarki Gunn­laugs­son f.h. Fram­tíð­ar ehf. spyrst þann 28. sept­em­ber 2007 fyr­ir um leyfi til að hækka hús­in nr. 15-19 við Vefara­stræti og nr. 16-22 við Gerplustræti úr þrem­ur hæð­um í fjór­ar.%0DFrestað.

                                  • 16. Stórikriki 23, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi200609001

                                    Tómas H. Unnsteinsson spyrst þann 12. október 2007 fyrir um heimild fyrir 60 m2 aukaíbúð skv. meðfylgjandi nýjum teikningum. Fyrri teikningum var hafnað á 210. fundi.

                                    Tóm­as H. Unn­steins­son spyrst þann 12. októ­ber 2007 fyr­ir um heim­ild fyr­ir 60 m2 auka­í­búð skv. með­fylgj­andi nýj­um teikn­ing­um. Fyrri teikn­ing­um var hafn­að á 210. fundi.%0DFrestað.

                                    • 17. Þver­holt 5, fyr­ir­spurn um breytta notk­un á 1. hæð200709220

                                      Ingunn H. Hafstað f.h. Ragnars Aðalsteinssonar spyrst þann 28. september fyrirspurn um það hvort leyfi yrði gefið til að breyta 28,9 m2 verslunarrými í íbúðarhúsnæði.

                                      Ing­unn H. Hafstað f.h. Ragn­ars Að­al­steins­son­ar spyrst þann 28. sept­em­ber fyr­ir­spurn um það hvort leyfi yrði gef­ið til að breyta 28,9 m2 versl­un­ar­rými í íbúð­ar­hús­næði.%0DFrestað.

                                      • 18. Lyng­hóls­land, um­sókn H.Ó. um nafn­breyt­ingu á frí­stunda­húsi200708087

                                        Í framhaldi af bókun nefndarinnar á 207. fundi þar sem skráningu heitis frístundahúss var hafnað, óskar Haukur Óskarsson eftir því að heiti Lynghólsvegar verði staðfest og að frístundahús geti fengið skráð númer við veginn.

                                        Í fram­haldi af bók­un nefnd­ar­inn­ar á 207. fundi þar sem skrán­ingu heit­is frí­stunda­húss var hafn­að, ósk­ar Hauk­ur Ósk­ars­son eft­ir því að heiti Lyng­hóls­veg­ar verði stað­fest og að frí­stunda­hús geti feng­ið skráð núm­er við veg­inn.%0DFrestað.

                                        • 19. Kópa­vog­ur, Vatns­enda­hvarf - 2. breyt­ing á svæð­is­skipu­lagi200710023

                                          Bæjarstjóri Kópavogsbæjar óskar með bréfi dags. 30. september 2007 eftir athugasemdum og ábendingum Mosfellsbæjar vegna áforma um að breyta svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Kópavogs á þann veg að 6 ha opið svæði við Vatnsendahvarf breytist í svæði fyrir verslun og þjónustu og athafnasvæði með um 13.000 m2 húsnæðis. Fram kemur að Kópavogsbær telur að um óverulega breytingu á svæðisskipulagi sé að ræða.

                                          Bæj­ar­stjóri Kópa­vogs­bæj­ar ósk­ar með bréfi dags. 30. sept­em­ber 2007 eft­ir at­huga­semd­um og ábend­ing­um Mos­fells­bæj­ar vegna áforma um að breyta svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og að­al­skipu­lagi Kópa­vogs á þann veg að 6 ha opið svæði við Vatns­enda­hvarf breyt­ist í svæði fyr­ir verslun og þjón­ustu og at­hafna­svæði með um 13.000 m2 hús­næð­is. Fram kem­ur að Kópa­vogs­bær tel­ur að um óveru­lega breyt­ingu á svæð­is­skipu­lagi sé að ræða.%0DFrestað.

                                          • 20. Kópa­vog­ur, Vatns­enda­hlíð - breyt­ing á svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins200710041

                                            Bæjarstjóri Kópavogsbæjar óskar með bréfi dags. 3. október 2007 eftir athugasemdum og ábendingum Mosfellsbæjar vegna áforma um að breyta svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Kópavogs á þann veg að óbyggðu svæði verði breytt í athafna- og íbúðarsvæði. Íbúðarsvæði verði um 49 ha með 700 íbúðum en athafnasvæði um 3,5 ha með 15.000 m2 húsnæðis. Fram kemur að Kópavogsbær telur að um óverulega breytingu á svæðisskipulagi sé að ræða.

                                            Bæj­ar­stjóri Kópa­vogs­bæj­ar ósk­ar með bréfi dags. 3. októ­ber 2007 eft­ir at­huga­semd­um og ábend­ing­um Mos­fells­bæj­ar vegna áforma um að breyta svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og að­al­skipu­lagi Kópa­vogs á þann veg að óbyggðu svæði verði breytt í at­hafna- og íbúð­ar­svæði. Íbúð­ar­svæði verði um 49 ha með 700 íbúð­um en at­hafna­svæði um 3,5 ha með 15.000 m2 hús­næð­is. Fram kem­ur að Kópa­vogs­bær tel­ur að um óveru­lega breyt­ingu á svæð­is­skipu­lagi sé að ræða.%0DFrestað.

                                            Fundargerðir til kynningar

                                            • 21. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 142200710001F

                                              Lagt fram til kynn­ing­ar.

                                              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:10