14. mars 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024202403245
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á áskorun til sveitarfélaga í tengslum yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024.
Bæjarráð Mosfellsbæjar lýsir því yfir að sveitarfélagið muni greiða fyrir gerð kjarasamninga til fjögurra ára sem miða að því að ná niður verðbólgu og vaxtastigi. Bæjarráð telur nauðsynlegt að allir hagaðilar á vinnumarkaði leggi sitt af mörkum til að greiða fyrir gerð slíkra kjarasamninga. Ljóst er að lækkun verðbólgu og vaxtastigs mun fela í sér miklar kjarabætur fyrir alla íbúa.
Þann 10. janúar 2024 samþykkti bæjarstjórn Mosfellsbæjar eftirfarandi yfirlýsingu: „Eitt brýnasta hagsmunamál íslensks samfélags er að komið verði böndum á verðbólguna. Ljóst er að með samvinnu allra aðila á vinnumarkaði mun bestur árangur nást í þeirri baráttu. Eins og fram kom í umræðum um fjárhagsáætlun ársins 2024 mun Mosfellsbær ekki láta sitt eftir liggja í þeirri baráttu. Mikilvægt er að halda því til haga að Mosfellsbær er með lægstu leikskólagjöld og ódýrustu skólamáltíðir í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hvetur alla hagaðila til að taka þátt í þjóðarsátt. Enn fremur vill bæjarstjórn Mosfellsbæjar nú taka af allan vafa um að ef næst þjóðarsátt milli aðila vinnumarkaðarins, bæði á einka- og opinberum markaði, ríkis og sveitarfélaga, sem felur í sér tillögu um lækkun gjaldskráa sveitarfélaga þá mun Mosfellsbær ekki skorast undan þátttöku í þeim aðgerðum.“
Í samræmi við bókun bæjarstjórnar frá 10. janúar síðastliðnum er Mosfellsbær því tilbúinn til að leggja sitt af mörkum til að ná þeim markmiðum sem koma fram í yfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga.
2. Upplýsingar varðandi innheimtu byggingarréttargjalda202401380
Tillaga að svari til innviðaráðuneytis vegna fyrirspurnar um innviðagjöld lagt fram.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hlutast til um að erindinu verði svarað í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
3. Framkvæmdir við íþróttahús Helgafellsskóla - tillaga B, C og S lista202403259
Tillaga B, C og S lista um að skoðað verði hvort unnt sé að flýta framkvæmdum við íþróttahús Helgafellsskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela umhverfissviði að leggja mat á hvort flýta megi framkvæmdum við íþróttahús Helgafellsskóla í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
4. Rammasamningur um tímavinnu iðnaðarmanna202403023
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til að framkvæma útboð á rammasamningi vegna tímavinnu iðnaðarmanna.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila útboð á rammasamningi um tímavinnu iðnaðarmanna í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
5. Dagdvöl að Eirhömrum - tillaga að breytingum202403172
Lagt er til að dagdvöl að Eirhömrum verði styrkt í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að styrkja dagdvöl á Eirhömrum í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
6. Styrkir til greiðslu fasteignaskatts 2024202402393
Tillaga um veitingu styrkja til félaga og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts árið 2024 á grundvelli reglna Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita styrki skv. reglum til greiðslu fasteignaskatts til þriggja félaga og félagasamtaka í samræmi við gildandi reglur og tillögu tómstundafulltrúa. Þau félög sem hljóta styrk á árinu 2024 eru Flugklúbbur Mosfellsbæjar, Rauði krossinn í Mosfellsbæ og Skátafélagið Skjöldungur. Heildarfjárhæð styrkja er kr. 1.693.850.
7. Gæði og viðhald mannvirkja - eignasjóður202402526
Kynning á viðhaldi fasteigna í eigu sveitarfélagsins.
Frestað til næsta fundar vegna tímaskorts.