11. október 2007 kl. 17:15,
bæjarráðssalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Breytingar á reglum um frístundaávísun200710054
Samfylking leggur til við Íþrótta- og tómstundanefnd eftirfarandi breytingar á reglum um frístundaávísanir:%0D%0D1.Að upphæð frístundaávísana, hækki úr 15.000 kr. í 30.000 kr. á ári.%0D2.Að frístundaávísun verði greidd út tvisvar á ári, þ.e. í september og janúar ár hvert. Tvískipting frístundaávísunarinnar, yrði fyrst og fremst til að auka hagræði og möguleika barna á fjölbreyttu frístundastarfi.%0D3.Skilyrði yrði fyrir a.m.k. 2 mánaða ástundun á önn, í viðkomandi grein til að fá frístundaávísun.%0D4.Breytingin taki gildi frá og með september 2008.%0D%0DSamþykkt að vísa tillögunni til fjárhagsáætlunargerðar 2008.
2. Fundur með íþrótta og tómstundafélögum Mosfellsbæjar200710036
Á fundinn mæta fulltrúar frá eftirfarandi félögum:%0DKl. 18:00 Skíðadeild KR%0DKl. 18:30 Björgunarsveitin Kyndill%0DKl. 19:00 Skátafélagið Mosverjar%0DKl. 19:30 Ungmennafélagið Afturelding
Á fundinn mættu fulltrúar frá Skíðadeild KR, Björgunarsveitinni Kyndli, Skátafélaginu Mosverjum og Ungmennafélaginu Aftureldingu.