Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

20. mars 2007 kl. 07:00,
bæjarráðssalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi

    • 1. Leir­vogstunga 12, ósk um rif á bíl­skúr200703073

      Guðmundur Magnússon og Selma Bjarnadóttir óska þann 6. mars 2007 eftir leyfi til að rífa bílskúr að Leirvogstungu 12 og byggja annan minni í staðinn. Jafnframt óska þau eftir að mismunur á gatnagerðargjaldi komi til frádráttar við álagningu á aðrar lóðir þeirra á svæðinu.

      Guð­mund­ur Magnús­son og Selma Bjarna­dótt­ir óska þann 6. mars 2007 eft­ir leyfi til að rífa bíl­skúr að Leir­vogstungu 12 og byggja ann­an minni í stað­inn. Jafn­framt óska þau eft­ir að mis­mun­ur á gatna­gerð­ar­gjaldi komi til frá­drátt­ar við álagn­ingu á að­r­ar lóð­ir þeirra á svæð­inu.%0DNið­urrif sam­þykkt, bygg­ing­ar­full­trúa fal­ið að af­greiða bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn. Er­indi varð­andi gatna­gerð­ar­gjald vísað til bæj­ar­ráðs.

      • 2. Um­sókn um leyfi fyr­ir mold­artipp norð­an und­ir Helga­felli200701185

        Tekið fyrir að nýju, sbr. umræður á 194. fundi. Gerð verður grein fyrir viðræðum við eigendur Helgafellsnáma.

        Tek­ið fyr­ir að nýju, sbr. um­ræð­ur á 194. fundi. Gerð verð­ur grein fyr­ir við­ræð­um við eig­end­ur Helga­fells­náma.%0DNefnd­in lýs­ir ánægju með áform um los­un efn­is og frá­g­ang í Helga­fells­nám­um. Starfs­mönn­um fal­ið að afla nýrra upp­lýs­inga um fyr­ir­hug­aða los­un norð­an und­ir Helga­felli.

        • 3. Um­sókn um starfs­manna­búð­ir á Tungu­mel­um200701289

          Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 194. fundi. Gerð verður grein fyrir viðræðum við Vinnueftirlit.

          Tek­ið fyr­ir að nýju, sbr. bók­un á 194. fundi. Gerð var grein fyr­ir við­ræð­um við Vinnu­mála­stofn­un og Vinnu­eft­ir­lit.%0DNefnd­in fel­ur Um­hverf­is­deild að semja til­lögu að nán­ari skil­mál­um fyr­ir hugs­an­leg­ar vinnu­búð­ir á Tungu­mel­um svo og stað­setn­ingu þeirra.

          • 4. Ístak, um­sókn um deili­skipu­lag á Tungu­mel­um200703032

            Teitur Gústafsson f.h. Ístaks óskar þann 2. mars eftir því að nefndin samþykki að unnið verði að deiliskipulagi á Tungumelum skv. meðf. uppdrætti frá Arkitektastofunni OG, dags. 01.03.2007.

            Teit­ur Gúst­afs­son f.h. Ístaks ósk­ar þann 2. mars eft­ir því að nefnd­in sam­þykki að unn­ið verði að deili­skipu­lagi á Tungu­mel­um skv. meðf. upp­drætti frá Arki­tekta­stof­unni OG, dags. 01.03.2007.%0DLagt fram til kynn­ing­ar.

            • 5. Helga­fells­land, deili­skipu­lag 3. áfanga200608200

              Tekið fyrir að nýju, sbr. bókanir á 191. og 193. fundi. Lagður verður fram endurskoðaður tillöguuppdráttur og endurskoðuð drög að svörum við athugasemdum.

              Tek­ið fyr­ir að nýju, sbr. bók­an­ir á 191. og 193. fundi. Lagð­ur fram end­ur­skoð­að­ur til­lögu­upp­drátt­ur og end­ur­skoð­uð drög að svör­um við at­huga­semd­um.%0DStarfs­mönn­um fal­ið að koma á fram­færi við skipu­lags­höf­und ósk­um um breyt­ing­ar í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

              • 6. Leir­vogstunga, breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi des. 06200612145

                Tekið fyrir að nýju, var vísað aftur til nefndarinnar til nánari skoðunar af Bæjarstjórn. Lögð verður fram tillaga um að hámarksnýtingarhlutfall tveggja hæða einbýlishúsa á svæðum 1, 2 og 3 hækki úr 0,4 í 0,5.

                Tek­ið fyr­ir að nýju, var vísað aft­ur til nefnd­ar­inn­ar til nán­ari skoð­un­ar af Bæj­ar­stjórn.%0DNefnd­in legg­ur til að til við­bót­ar við aug­lýst­ar breyt­ing­ar verði nýt­ing­ar­hlut­fall á lóð­um fyr­ir tveggja hæða ein­býl­is­hús á svæð­um 1, 2 og 3 hækkað úr 0,4 í 0,5. Skipu­lags­full­trúa verði fal­ið að ann­ast gildis­töku­ferli breyt­ing­anna.

                • 7. Leir­vogstunga 2-10, fyr­ir­spurn um hækk­un mæn­is­hæð­ar200703102

                  Gunnar Helgason spyrst þann 15. mars 2007 fyrir um það hvort leyft yrði að byggja á lóðunum hús skv. meðf. tillöguteikningum með einhalla þaki og mestu þakhæð 5,65 m í stað 5,5 m eins og skilmálar leyfa. Einnig hvort leyft yrði að gera millipall yfir hluta húss.

                  Gunn­ar Helga­son spyrst þann 15. mars 2007 fyr­ir um það hvort leyft yrði að byggja á lóð­un­um hús skv. meðf. til­lögu­teikn­ing­um með ein­halla þaki og mestu þak­hæð 5,65 m í stað 5,5 m eins og skil­mál­ar leyfa. Einn­ig hvort leyft yrði að gera millipall yfir hluta húss.%0DNefnd­in er já­kvæð fyr­ir er­ind­inu og fel­ur bygg­ing­ar­full­trúa frek­ari af­greiðslu.

                  • 8. Hamra­brekka Mið­dalslandi - ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi200701250

                    Tekið fyrir að nýju sbr. bókanir á 192. og 193. fundi. Gerð verður grein fyrir áliti lögmanns Mosfellsbæjar.

                    Tek­ið fyr­ir að nýju sbr. bók­an­ir á 192. og 193. fundi. Lagt fram álit lög­manns Mos­fells­bæj­ar.%0DNefnd­in sam­þykk­ir að breyta fyrri ákvörð­un sinni og legg­ur til að um­rædd skipu­lags­breyt­ing verði aug­lýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipu­lags- og bygg­ing­ar­laga.

                    • 9. Há­holt 7, um­sókn um lóð­ars­tækk­un.200603130

                      Lögð fram tillaga frá ArkForm teiknistofu dags. 9.02.2007, sem gerir ráð fyrir lóðarstækkun og hækkun nýtingarhlutfalls, að núverandi byggingar hækki um eina hæð og að hótel geti stækkað til austurs með byggingum af sömu hæð. Málinu var upphaflega vísað til nefndarinnar til umsagnar af bæjarráði 07.09.2007.

                      Lögð fram til­laga frá Ark­Form teikni­stofu dags. 9.02.2007, sem ger­ir ráð fyr­ir lóð­ars­tækk­un og hækk­un nýt­ing­ar­hlut­falls, að nú­ver­andi bygg­ing­ar hækki um eina hæð og að hót­el geti stækkað til aust­urs með bygg­ing­um af sömu hæð. Mál­inu var upp­haf­lega vísað til nefnd­ar­inn­ar til um­sagn­ar af bæj­ar­ráði 07.09.2007.%0DFrestað.

                      • 10. Urð­ar­holt 2-4, um­sókn um breyt­ingu á innra fyr­ir­komu­lagi og af­mörk­un eigna á 3.hæð í húsi nr. 4200701168

                        Trausti S. Harðarson arkitekt f.h. Aurelio Ferro óskar þann 12. febrúar eftir að nefndin taki til endurskoðunar ákvörðun sína á 189. fundi um að hafna breytingu skrifstofuhúsnæðis í íbúðir.

                        Trausti S. Harð­ar­son arki­tekt f.h. Aurel­io Ferro ósk­ar þann 12. fe­brú­ar eft­ir að nefnd­in taki til end­ur­skoð­un­ar ákvörð­un sína á 189. fundi um að hafna breyt­ingu skrif­stofu­hús­næð­is í íbúð­ir.%0DFrestað.

                        • 11. Ósk Landsnets um að jarð­streng­ur og ljós­leið­ari verði færð­ur inn á að­al­skipu­lag Mos­fells­bæj­ar200703010

                          Árni Jón Elíasson óskar þann 22. febrúar 2007 f.h. Landsnets eftir því að aðalskipulagi Mosfellsbæjar verði breytt og inn á það færður fyrirhugaður jarðstrengur frá Nesjavallavirkjun að Geithálsi.

                          Árni Jón Elíasson ósk­ar þann 22. fe­brú­ar 2007 f.h. Landsnets eft­ir því að að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar verði breytt og inn á það færð­ur fyr­ir­hug­að­ur jarð­streng­ur frá Nesja­valla­virkj­un að Geit­hálsi.%0DFrestað.

                          • 12. Lax­nes II - ósk um breyt­ingu á svæð­is- og að­al­skipu­lagi200703107

                            Haraldur L. Haraldsson óskar þann 28. febrúar 2007 f.h. Laxnessbúsins eftir breytingum á aðal- og svæðisskipulagi, þannig að vatnsverndarsvæði um Guddulaug verði fellt niður og landnotkun í landi Laxness II verði breytt í blandaða landnotkun eða íbúðarbyggð.

                            Har­ald­ur L. Har­alds­son ósk­ar þann 28. fe­brú­ar 2007 f.h. Lax­ness­bús­ins eft­ir breyt­ing­um á aðal- og svæð­is­skipu­lagi, þann­ig að vatns­vernd­ar­svæði um Guddu­laug verði fellt nið­ur og land­notk­un í landi Lax­ness II verði breytt í bland­aða land­notk­un eða íbúð­ar­byggð.%0DFrestað.

                            Fundargerðir til staðfestingar

                            • 13. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 131200703004F

                              Lagt fram.

                              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:05