20. mars 2007 kl. 07:00,
bæjarráðssalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Leirvogstunga 12, ósk um rif á bílskúr200703073
Guðmundur Magnússon og Selma Bjarnadóttir óska þann 6. mars 2007 eftir leyfi til að rífa bílskúr að Leirvogstungu 12 og byggja annan minni í staðinn. Jafnframt óska þau eftir að mismunur á gatnagerðargjaldi komi til frádráttar við álagningu á aðrar lóðir þeirra á svæðinu.
Guðmundur Magnússon og Selma Bjarnadóttir óska þann 6. mars 2007 eftir leyfi til að rífa bílskúr að Leirvogstungu 12 og byggja annan minni í staðinn. Jafnframt óska þau eftir að mismunur á gatnagerðargjaldi komi til frádráttar við álagningu á aðrar lóðir þeirra á svæðinu.%0DNiðurrif samþykkt, byggingarfulltrúa falið að afgreiða byggingarleyfisumsókn. Erindi varðandi gatnagerðargjald vísað til bæjarráðs.
2. Umsókn um leyfi fyrir moldartipp norðan undir Helgafelli200701185
Tekið fyrir að nýju, sbr. umræður á 194. fundi. Gerð verður grein fyrir viðræðum við eigendur Helgafellsnáma.
Tekið fyrir að nýju, sbr. umræður á 194. fundi. Gerð verður grein fyrir viðræðum við eigendur Helgafellsnáma.%0DNefndin lýsir ánægju með áform um losun efnis og frágang í Helgafellsnámum. Starfsmönnum falið að afla nýrra upplýsinga um fyrirhugaða losun norðan undir Helgafelli.
3. Umsókn um starfsmannabúðir á Tungumelum200701289
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 194. fundi. Gerð verður grein fyrir viðræðum við Vinnueftirlit.
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 194. fundi. Gerð var grein fyrir viðræðum við Vinnumálastofnun og Vinnueftirlit.%0DNefndin felur Umhverfisdeild að semja tillögu að nánari skilmálum fyrir hugsanlegar vinnubúðir á Tungumelum svo og staðsetningu þeirra.
4. Ístak, umsókn um deiliskipulag á Tungumelum200703032
Teitur Gústafsson f.h. Ístaks óskar þann 2. mars eftir því að nefndin samþykki að unnið verði að deiliskipulagi á Tungumelum skv. meðf. uppdrætti frá Arkitektastofunni OG, dags. 01.03.2007.
Teitur Gústafsson f.h. Ístaks óskar þann 2. mars eftir því að nefndin samþykki að unnið verði að deiliskipulagi á Tungumelum skv. meðf. uppdrætti frá Arkitektastofunni OG, dags. 01.03.2007.%0DLagt fram til kynningar.
5. Helgafellsland, deiliskipulag 3. áfanga200608200
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókanir á 191. og 193. fundi. Lagður verður fram endurskoðaður tillöguuppdráttur og endurskoðuð drög að svörum við athugasemdum.
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókanir á 191. og 193. fundi. Lagður fram endurskoðaður tillöguuppdráttur og endurskoðuð drög að svörum við athugasemdum.%0DStarfsmönnum falið að koma á framfæri við skipulagshöfund óskum um breytingar í samræmi við umræður á fundinum.
6. Leirvogstunga, breytingar á deiliskipulagi des. 06200612145
Tekið fyrir að nýju, var vísað aftur til nefndarinnar til nánari skoðunar af Bæjarstjórn. Lögð verður fram tillaga um að hámarksnýtingarhlutfall tveggja hæða einbýlishúsa á svæðum 1, 2 og 3 hækki úr 0,4 í 0,5.
Tekið fyrir að nýju, var vísað aftur til nefndarinnar til nánari skoðunar af Bæjarstjórn.%0DNefndin leggur til að til viðbótar við auglýstar breytingar verði nýtingarhlutfall á lóðum fyrir tveggja hæða einbýlishús á svæðum 1, 2 og 3 hækkað úr 0,4 í 0,5. Skipulagsfulltrúa verði falið að annast gildistökuferli breytinganna.
7. Leirvogstunga 2-10, fyrirspurn um hækkun mænishæðar200703102
Gunnar Helgason spyrst þann 15. mars 2007 fyrir um það hvort leyft yrði að byggja á lóðunum hús skv. meðf. tillöguteikningum með einhalla þaki og mestu þakhæð 5,65 m í stað 5,5 m eins og skilmálar leyfa. Einnig hvort leyft yrði að gera millipall yfir hluta húss.
Gunnar Helgason spyrst þann 15. mars 2007 fyrir um það hvort leyft yrði að byggja á lóðunum hús skv. meðf. tillöguteikningum með einhalla þaki og mestu þakhæð 5,65 m í stað 5,5 m eins og skilmálar leyfa. Einnig hvort leyft yrði að gera millipall yfir hluta húss.%0DNefndin er jákvæð fyrir erindinu og felur byggingarfulltrúa frekari afgreiðslu.
8. Hamrabrekka Miðdalslandi - ósk um breytingu á deiliskipulagi200701250
Tekið fyrir að nýju sbr. bókanir á 192. og 193. fundi. Gerð verður grein fyrir áliti lögmanns Mosfellsbæjar.
Tekið fyrir að nýju sbr. bókanir á 192. og 193. fundi. Lagt fram álit lögmanns Mosfellsbæjar.%0DNefndin samþykkir að breyta fyrri ákvörðun sinni og leggur til að umrædd skipulagsbreyting verði auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.
9. Háholt 7, umsókn um lóðarstækkun.200603130
Lögð fram tillaga frá ArkForm teiknistofu dags. 9.02.2007, sem gerir ráð fyrir lóðarstækkun og hækkun nýtingarhlutfalls, að núverandi byggingar hækki um eina hæð og að hótel geti stækkað til austurs með byggingum af sömu hæð. Málinu var upphaflega vísað til nefndarinnar til umsagnar af bæjarráði 07.09.2007.
Lögð fram tillaga frá ArkForm teiknistofu dags. 9.02.2007, sem gerir ráð fyrir lóðarstækkun og hækkun nýtingarhlutfalls, að núverandi byggingar hækki um eina hæð og að hótel geti stækkað til austurs með byggingum af sömu hæð. Málinu var upphaflega vísað til nefndarinnar til umsagnar af bæjarráði 07.09.2007.%0DFrestað.
10. Urðarholt 2-4, umsókn um breytingu á innra fyrirkomulagi og afmörkun eigna á 3.hæð í húsi nr. 4200701168
Trausti S. Harðarson arkitekt f.h. Aurelio Ferro óskar þann 12. febrúar eftir að nefndin taki til endurskoðunar ákvörðun sína á 189. fundi um að hafna breytingu skrifstofuhúsnæðis í íbúðir.
Trausti S. Harðarson arkitekt f.h. Aurelio Ferro óskar þann 12. febrúar eftir að nefndin taki til endurskoðunar ákvörðun sína á 189. fundi um að hafna breytingu skrifstofuhúsnæðis í íbúðir.%0DFrestað.
11. Ósk Landsnets um að jarðstrengur og ljósleiðari verði færður inn á aðalskipulag Mosfellsbæjar200703010
Árni Jón Elíasson óskar þann 22. febrúar 2007 f.h. Landsnets eftir því að aðalskipulagi Mosfellsbæjar verði breytt og inn á það færður fyrirhugaður jarðstrengur frá Nesjavallavirkjun að Geithálsi.
Árni Jón Elíasson óskar þann 22. febrúar 2007 f.h. Landsnets eftir því að aðalskipulagi Mosfellsbæjar verði breytt og inn á það færður fyrirhugaður jarðstrengur frá Nesjavallavirkjun að Geithálsi.%0DFrestað.
12. Laxnes II - ósk um breytingu á svæðis- og aðalskipulagi200703107
Haraldur L. Haraldsson óskar þann 28. febrúar 2007 f.h. Laxnessbúsins eftir breytingum á aðal- og svæðisskipulagi, þannig að vatnsverndarsvæði um Guddulaug verði fellt niður og landnotkun í landi Laxness II verði breytt í blandaða landnotkun eða íbúðarbyggð.
Haraldur L. Haraldsson óskar þann 28. febrúar 2007 f.h. Laxnessbúsins eftir breytingum á aðal- og svæðisskipulagi, þannig að vatnsverndarsvæði um Guddulaug verði fellt niður og landnotkun í landi Laxness II verði breytt í blandaða landnotkun eða íbúðarbyggð.%0DFrestað.
Fundargerðir til staðfestingar
13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 131200703004F
Lagt fram.