31. janúar 2008 kl. 17:15,
bæjarráðssal
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Aðstaða fyrir MOTOMOS200605117
Umsögn afgreidd og send bæjarráði.
2. Samningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög200801336
Samningarnir lagðir fram.%0D%0DUm er að ræða annars vegar afreks- og styrktarsamninga og hins vegar samstarfssamninga við íþrótta- og tómstundafélög um barna- og unglingastarfsemi félaganna.%0D%0DÍþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að ganga frá ofangreindum samningi á grundvelli framlagðra draga.
3. Aðstaða fyrir bretta og hjólafólk200801340
Erindi hefur borist frá bæjarstjóra þar sem hann vill upplýsa íþrótta- og tómstundanefnd um samtöl sem hann hefur átt við nemendur 8. bekkjar varðandi inniaðstöðu fyrir bretta- og hjólafólk. %0D%0DÞá er bent á að hugað sé að þessum málum og því velt upp hvort ástæða sé til að skoða þessi mál til framtíðar, t.d. í tengslum við ævintýra- og útivistargarð í Hvömmunum.%0D%0DÍþrótta- og tómstundanefnd mun taka málið til skoðunar í tengslum við framannefnt eða ef önnur tilefni gefast til að bregðast við erindinu.