11. janúar 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Erindi varðandi leiguíbúð "Trúnaðarmál"200608173
Áður á dagskrá 804. fundar bæjarráðs, þar sem bæjarstjóra og félagsmálastjóra var falið að undirbúa svar til bréfritara. Kynnt verða á fundinum drög að svari.%0D
Til máls tóku: RR, JS, HSv og KT.%0DBæjarstjóri fór yfir og kynnti stöðu erindisins. %0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að svara erindinu í samræmi við framlögð drög og umræður á fundinum.
2. Reykjamelur 19, umsókn um byggingarleyfi fyrir garðáhaldahús200609178
Erindið hefur verið til meðferðar í skipulags- og byggingarnefnd. Hér er lagt fram bréf þar sem gerð er athugasemd við afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.%0D
Til máls tóku: RR, JS og HSv.%0DAfgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar á erindinu sem hér um ræðir var staðfest í bæjarstjórn á 457. fundi þann 20. desember 2007.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela tækni- og umhverfissviði að gefa umsögn um erindið.
3. Erindi Pálmatrés og Verklands v. gatnagerð íbúðahverfis að Grænumýri, Rauðumýri og Hamratúni200612168
Áður á dagskrá 806. fundar bæjarráðs. Hér lagt fram umbeðin umsögn bæjarverkfræðings.%0D
Til máls tóku: HSv, RR og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að svara bréfritara í samræmi við umsögn bæjarverkfræðings.
Almenn erindi
4. Bréf yfirkjörstjórnar v. beiðni um greiðslu vegna starfa við bæjarstjórnarkosningar200701009
Erindi Yfirkjörstjórnar Mosfellsbæjar varðandi störf að yfirkjörstjórnarmálum og þóknanir í því sambandi.
Til máls tóku: HSv og RR.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarritara til umsagnar.
5. Erindi Hjartar Leonard Jónssonar f.h. Vélíþróttaklúbbsins varðandi æfingar- og keppnisaðstöðu vélhjólamanna við Jósepsdal200701019
Vélíþróttaklúbburinn óskar eftir styrk til rekstrar klúbbsins.
Til máls tóku: RR og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að hafna styrkbeiðninni
6. Ósk um leyfi bæjarráðs til að byggja einbýlishús að Helgadalsvegi 7200701022
Óskað er leyfis til húsbyggingar að Helgadalsvegi 7 í Mosfellsbæ.
Til máls tóku: HSv, RR, JS og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar bæjarverkfræðings.
7. Erindi Lagastoðar v. mótmæli gjaldtöku byggingaréttar f.h. Trébúkka200701053
Lagastoð f.h. Trébúkka ehf gerir athugasemdir og setur fyrirvara varðandi innheimtu á byggingarrétti í landi Láguhlíðar.
Til máls tóku: SÓJ, RR og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarritara að svara bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.
8. Minnisblað bæjarverkfræðings varðandi stöðu ýmissa verklegra framkvæmda í bæjarfélaginu200701095
Á fundinn mætti undir þessum dagskrárlið Jóhanna B. Hansen bæjarverkfræðingur og fór hún yfir og útskýrði stöðu ýmissa verklegara framkvæmda í bæjarfélaginu.%0D%0DTil máls tóku: JBH, HSv, RR, JS, MM og KT.