8. nóvember 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Erindi Stróks ehf. varðandi efnistöku í Hrossadal í landi Miðdals og ósk um breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar200707092
Áður á dagskrá 849. fundar bæjarráðs, þar sem skipulagsfulltrúa var falið að svara bréfritara. Drög að svarbréfinu verður sent bæjarráðsmönnum í pósti á morgun og óskað er eftir því að bæjarráð taki svarbréfið til afgreiðslu.
Til máls tóku: HSv, MM, KT, HS og JS.%0DFyrir fundinum láu drög að svari við erindi Stróks ehf varðandi ósk um breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar.%0DBæjarráð samþykkt með þremur atkvæðum að svara erindi Stróks ehf í samræmi við fyrirliggjandi drög.
Almenn erindi
2. Rekstraryfirlit janúar - september 2007200709148
Til máls tóku: HSv, HS, MM, KT og JS.%0DFyrir fundinum lá rekstraruppgjör Mosfellsbæjar janúar til september 2007. %0DBæjarstjóri fór yfir uppgjörið sem í meginatriðum kemur vel út og er í samræmi við upphaflega áætlun ársins.%0DUppgjörið lagt fram.
3. Erindi Strætó bs. varðandi framlag aðildarsveitarfélaga fyrir árið 2008200710154
Til máls tóku: MM, HSv, HS og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Strætó bs. fyrir árið 2008, en hlutur Mosfelsbæjar er 4,27% eða 91,4 milljónir króna.
4. Erindi Kyndils varðandi umsókn um staðsetningu söluskúrs200710213
Til máls tóku: HS og HSv.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð hefur fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við áformaða staðsetningu söluskúrs, en bendir Björgunarsveitinni Kyndli á að leita eftir heimild landeiganda.
5. Árssreikningur Vorboða, kórs eldri borgara í Mosfellsbæ, starfsárið 2006-2007200710216
Ársreikningurinn lagður fram.
6. Erindi Kvennaráðgjafarinnar varðandi beiðni um styrk200710222
Til máls tók: HS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
7. Úrskurðarnefnd, kæra vegna Engjavegar200710231
Til upplýsinga fyrir bæjarráð. Afgreiðsla bæjarráðs á erindi Ingibjargar B. Jóhannesdóttur hefur nú verið kærð til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála og fylgir kæran hér með ásamt bréfi til bæjarráðs af þessu tilefni.
Lögð fram kæra til Úrskurðarnefndar um skipulags- og byggingarmál vegna Engjavegar.
8. Drög að innkaupareglum fyrir sveitarfélög200711010
Meðfylgjandi eru drög að innkaupareglum, en sveitarfélögum er skylt að hafa sett sér innkaupareglur fyrir 1. janúar nk.
Til máls tóku: HSv, HS og SÓJ.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa drögunum til bæjarritara og honum falið að fara yfir drögin og leggja aftur fyrir bæjarráð.
9. Erindi Allsherjarnefndar Alþingis varðandi umsögn á tillögu til þingsályktunar200711025
Erindi Allsherjarnefndar lagt fram.