Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

8. nóvember 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi - umsagnir og vísanir

    • 1. Er­indi Stróks ehf. varð­andi efnis­töku í Hrossa­dal í landi Mið­dals og ósk um breyt­ingu á að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar200707092

      Áður á dagskrá 849. fundar bæjarráðs, þar sem skipulagsfulltrúa var falið að svara bréfritara. Drög að svarbréfinu verður sent bæjarráðsmönnum í pósti á morgun og óskað er eftir því að bæjarráð taki svarbréfið til afgreiðslu.

      Til máls tóku: HSv, MM, KT, HS og JS.%0DFyr­ir fund­in­um láu drög að svari við er­indi Stróks ehf varð­andi ósk um breyt­ingu á að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar.%0DBæj­ar­ráð sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að svara er­indi Stróks ehf í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi drög.

      Almenn erindi

      • 2. Rekstr­ar­yf­ir­lit janú­ar - sept­em­ber 2007200709148

        Til máls tóku: HSv, HS, MM, KT og JS.%0DFyr­ir fund­in­um lá rekstr­ar­upp­gjör Mos­fells­bæj­ar janú­ar til sept­em­ber 2007. %0DBæj­ar­stjóri fór yfir upp­gjör­ið sem í meg­in­at­rið­um kem­ur vel út og er í sam­ræmi við upp­haf­lega áætlun árs­ins.%0DUpp­gjör­ið lagt fram.

        • 3. Er­indi Strætó bs. varð­andi fram­lag að­ild­ar­sveit­ar­fé­laga fyr­ir árið 2008200710154

          Til máls tóku: MM, HSv, HS og JS.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi fjár­hags­áætlun Strætó bs. fyr­ir árið 2008, en hlut­ur Mos­fels­bæj­ar er 4,27% eða 91,4 millj­ón­ir króna.

          • 4. Er­indi Kyndils varð­andi um­sókn um stað­setn­ingu sölu­skúrs200710213

            Til máls tóku: HS og HSv.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð hef­ur fyr­ir sitt leyti ekki at­huga­semd­ir við áformaða stað­setn­ingu sölu­skúrs, en bend­ir Björg­un­ar­sveit­inni Kyndli á að leita eft­ir heim­ild land­eig­anda.

            • 5. Árss­reikn­ing­ur Vor­boða, kórs eldri borg­ara í Mos­fells­bæ, starfs­ár­ið 2006-2007200710216

              Árs­reikn­ing­ur­inn lagð­ur fram.

              • 6. Er­indi Kvenna­ráð­gjaf­ar­inn­ar varð­andi beiðni um styrk200710222

                Til máls tók: HS.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fjöl­skyldu­nefnd­ar til um­sagn­ar og af­greiðslu.

                • 7. Úr­skurð­ar­nefnd, kæra vegna Engja­veg­ar200710231

                  Til upplýsinga fyrir bæjarráð. Afgreiðsla bæjarráðs á erindi Ingibjargar B. Jóhannesdóttur hefur nú verið kærð til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála og fylgir kæran hér með ásamt bréfi til bæjarráðs af þessu tilefni.

                  Lögð fram kæra til Úr­skurð­ar­nefnd­ar um skipu­lags- og bygg­ing­ar­mál vegna Engja­veg­ar.

                  • 8. Drög að inn­kauparegl­um fyr­ir sveit­ar­fé­lög200711010

                    Meðfylgjandi eru drög að innkaupareglum, en sveitarfélögum er skylt að hafa sett sér innkaupareglur fyrir 1. janúar nk.

                    Til máls tóku: HSv, HS og SÓJ.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa drög­un­um til bæj­ar­rit­ara og hon­um fal­ið að fara yfir drög­in og leggja aft­ur fyr­ir bæj­ar­ráð.

                    • 9. Er­indi Alls­herj­ar­nefnd­ar Al­þing­is varð­andi um­sögn á til­lögu til þings­álykt­un­ar200711025

                      Er­indi Alls­herj­ar­nefnd­ar lagt fram.

                      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:20