30. október 2007 kl. 07:00,
bæjarráðssalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kópavogur, Vatnsendahvarf - 2. breyting á svæðisskipulagi200710023
Bæjarstjóri Kópavogsbæjar óskar með bréfi dags. 30. september 2007 eftir athugasemdum og ábendingum Mosfellsbæjar vegna áforma um að breyta svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Kópavogs á þann veg að 6 ha opið svæði við Vatnsendahvarf breytist í svæði fyrir verslun og þjónustu og athafnasvæði með um 13.000 m2 húsnæðis. Fram kemur að Kópavogsbær telur að um óverulega breytingu á svæðisskipulagi sé að ræða. Frestað á 211. og 212. fundi.
Bæjarstjóri Kópavogsbæjar óskar með bréfi dags. 30. september 2007 eftir athugasemdum og ábendingum Mosfellsbæjar vegna áforma um að breyta svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Kópavogs á þann veg að 6 ha opið svæði við Vatnsendahvarf breytist í svæði fyrir verslun og þjónustu og athafnasvæði með um 13.000 m2 húsnæðis. Fram kemur að Kópavogsbær telur að um óverulega breytingu á svæðisskipulagi sé að ræða. Frestað á 211. og 212. fundi.%0DNefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
2. Kópavogur, Vatnsendahlíð - breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins200710041
Bæjarstjóri Kópavogsbæjar óskar með bréfi dags. 3. október 2007 eftir athugasemdum og ábendingum Mosfellsbæjar vegna áforma um að breyta svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Kópavogs á þann veg að óbyggðu svæði verði breytt í athafna- og íbúðarsvæði. Íbúðarsvæði verði um 49 ha með 700 íbúðum en athafnasvæði um 3,5 ha með 15.000 m2 húsnæðis. Fram kemur að Kópavogsbær telur að um óverulega breytingu á svæðisskipulagi sé að ræða. Frestað á 211. og 212. fundi.
Bæjarstjóri Kópavogsbæjar óskar með bréfi dags. 3. október 2007 eftir athugasemdum og ábendingum Mosfellsbæjar vegna áforma um að breyta svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Kópavogs á þann veg að óbyggðu svæði verði breytt í athafna- og íbúðarsvæði. Íbúðarsvæði verði um 49 ha með 700 íbúðum en athafnasvæði um 3,5 ha með 15.000 m2 húsnæðis. Fram kemur að Kópavogsbær telur að um óverulega breytingu á svæðisskipulagi sé að ræða. Frestað á 211. og 212. fundi.%0DNefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
3. Í landi Laxness, fyrirspurn vegna endurbyggingar200509150
Tillaga að deiliskipulagi Lækjarness var auglýst skv. 25. gr. s/b-laga 31. ágúst 2007 með athugasemdafresti til 12. október 2007. Athugasemd barst frá Þórarni Jónassyni, dags. 4. september 2007.Lögð verða fram drög að svari.
Tillaga að deiliskipulagi Lækjarness var auglýst skv. 25. gr. s/b-laga 31. ágúst 2007 með athugasemdafresti til 12. október 2007. Athugasemd barst frá Þórarni Jónassyni, dags. 4. september 2007.Lögð fram drög að svari.%0DNefndin samþykkir framlögð drög að svari og leggur til að tillagan verði samþykkt skv. 25. gr. s/b-laga, með fyrirvara um útfærslu götu og reiðleiðar um lóðina.
4. Helgafellsbyggð, 2. skipulagsáfangi, breyting á deiliskipulagi200708056
Grenndarkynningu á tilögu að nýrri lóð fyrir smáspennistöð OR lauk 25. september. Tvær athugasemdir bárust, frá 11 íbúm við Helgaland og Brekkuland dags. 20. september og frá Sigrúnu Hafsteinsdóttur og Úlfari Finnbjörnssyni, dags. 24. september. Gerð verður grein fyrir viðræðum starfsmanna við þátttakendur í grenndarkynningu.
Grenndarkynningu á tilögu að nýrri lóð fyrir smáspennistöð OR lauk 25. september. Tvær athugasemdir bárust, frá 11 íbúm við Helgaland og Brekkuland dags. 20. september og frá Sigrúnu Hafsteinsdóttur og Úlfari Finnbjörnssyni, dags. 24. september. Gerð var grein fyrir fundi starfsmanna með þátttakendum í grenndarkynningu.%0DVegna athugasemda sem bárust leggur nefndin til að spennistöðin verði sett við horn lóðar nr. 10 við Efstaland, og deiliskipulagstillagan þannig breytt samþykkt skv. 2. mgr. 26. gr. s/b-laga.%0D
5. Krókabyggð 4, umsókn um byggingarleyfi fyrir sólskála200707098
Grenndarkynningu á tillögu að viðbyggingu lauk þann 23. október 2007, engin athugasemd barst.
Grenndarkynningu á tillögu að viðbyggingu lauk þann 23. október 2007, engin athugasemd barst.%0DNefndin samþykkir tillögu að viðbyggingu og felur byggingarfulltrúa frekari afgreiðslu.
6. Brattahlíð 12, ósk um breytingu á deiliskipulagi200608156
Grenndarkynningu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lauk þann 23. október 2007. Athugasemdir bárust frá Húseigendafélaginu f.h. Þursaborgar ehf. vegna Skálahlíðar 38, dags. 22. október 2007, og frá Eddu Flygenring, Bröttuhlíð 10, dags. 24. október 2007.
Grenndarkynningu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lauk þann 23. október 2007. Athugasemdir bárust frá Húseigendafélaginu f.h. Þursaborgar ehf. vegna Skálahlíðar 38, dags. 22. október 2007, og frá Eddu Flygenring, Bröttuhlíð 10, dags. 24. október 2007.%0DStarfsmönnum falið að semja drög að svörum við athugasemdum.
7. Engjavegur, breyting á deiliskipulagi við suðurenda200708055
Grenndarkynningu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lýkur þann 29. október 2007. Ein athugasemd hefur borist, frá Hönnu Bjartmars Arnardóttur og Kristinn Magnússon , dags. 24. október 2007.
Grenndarkynningu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lýkur þann 29. október 2007. Athugasemdir bárust frá Hönnu Bjartmars Arnardóttur og Kristni Magnússyni, dags. 24. október 2007, og frá Hjördísi Bjartmars Arnardóttur og Gunnlaugi Ó. Johnson f.h. dánarbús Kirstenar Bjartmars, dags. 29. október 2007.%0DVegna óska um breytingar á byggingarreit að Reykjaseli bendir nefndin bréfriturum á að sækja sérstaklega um þá breytingu, en hún er utan þess svæðis sem fyrirliggjandi breytingartillaga tekur til. Nefndin óskar eftir því að lóðarmörk, sem athugasemdir eru gerðar við, verði færð til þess horfs sem er á gildandi deiliskipulagi og leggur til að tillagan þannig breytt verði samþykkt skv. 2. mgr. 26. gr. s/b-laga.
8. Skálahlíð 38 - Umsókn um byggingarleyfi200606027
Magnús Þór Magnússon f.h. Þursaborgar ehf. sækir þann 8. október um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi.
Magnús Þór Magnússon f.h. Þursaborgar ehf. sækir þann 8. október um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi.%0DSamþykkt. Byggingarfulltrúa falin frekari afgreiðsla.%0D%0DJónas Sigurðsson vék af fundi kl. 8:30.%0D
9. Bjartahlíð 13, umsókn um leyfi fyrir farsímaloftneti m.m.200710127
Nova ehf. k.t. 531205 0810 sækir þann 19. október um leyfi fyrir loftnetsmastri á þakbrún og tæknibúnaði í risi hússins. Meðfylgjandi er samþykki húseigenda.
Nova ehf. k.t. 531205 0810 sækir þann 19. október um leyfi fyrir loftnetsmastri á þakbrún og tæknibúnaði í risi hússins. Meðfylgjandi er samþykki húseigenda.%0DSamþykkt.
10. Háholt 13-15, ósk um uppsetningu farsíma loftnets200710128
Magnús Hlíðdal f.h. Nova ehf. k.t. 531205 0810 sækir þann 19. október um leyfi fyrir loftnetsmastri á þaki og tæknibúnaði innan húss. Meðfylgjandi er samþykki húseigenda.
Magnús Hlíðdal f.h. Nova ehf. k.t. 531205 0810 sækir þann 19. október um leyfi fyrir loftnetsmastri á þaki og tæknibúnaði innan húss. Meðfylgjandi er samþykki húseigenda.%0DSamþykkt.
11. Lækjartún 13a, umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr og breytingu á gluggum200705058
Hörður Hafsteinsson sækir þann 25. október um leyfi til að byggja bílskúr og breyta gluggum skv. meðf. teikningum. Staðsetningu bílskúrs hefur verið breytt frá fyrri umsókn, sbr. bókun á 200. fundi.
Hörður Hafsteinsson sækir þann 25. október um leyfi til að byggja bílskúr og breyta gluggum skv. meðf. teikningum. Staðsetningu bílskúrs hefur verið breytt frá fyrri umsókn, sbr. bókun á 200. fundi.%0DNefndin samþykkir að grenndarkynna erindið.
12. Grenibyggð 38, ósk um breytingu á byggingarreit200710166
Aðalsteinn V. Júlíusson f.h. lóðarhafa spyrst þann 23. október fyrir um það hvort nefndin geti samþykkt að byggingarreit á lóðinni verði breytt skv. meðf. teikningu.
Aðalsteinn V. Júlíusson f.h. lóðarhafa spyrst þann 23. október fyrir um það hvort nefndin geti samþykkt að byggingarreit á lóðinni verði breytt skv. meðf. teikningu.%0DNefndin samþykkir að grenndarkynna erindið.
13. Lágahlíð, fyrirspurn um deiliskipulag200710168
Gestur Ólafsson f.h. Helga Rúnars Rafnssonar spyrst fyrir um hugsanlega framtíðarnýtingu hússins Láguhlíðar og tilheyrandi lóðar. Einnig um möguleika á fjölgun lóða á svæðinu.
Gestur Ólafsson f.h. Helga Rúnars Rafnssonar spyrst fyrir um hugsanlega framtíðarnýtingu hússins Láguhlíðar og tilheyrandi lóðar. Einnig um möguleika á fjölgun lóða á svæðinu.%0DUmræður. Starfsmönnum falið að skoða málið á milli funda.
14. Lerkibyggð, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi200710180
Eggert Guðmundsson f.h. RG húsa ehf. leggur þann 25. október fram fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi, sem felst í því að fjölga parhúsalóðum við Lerkibyggð um tvær, og breyta tveimur einbýlislóðum í parhúsalóðir.
Eggert Guðmundsson f.h. RG húsa ehf. leggur þann 25. október fram fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi, sem felst í því að fjölga parhúsalóðum við Lerkibyggð um tvær, og breyta tveimur einbýlislóðum í parhúsalóðir.%0DFrestað.
15. Bæjarás 1, ósk um breytingu á aðkeyrslu200710183
Guðmundur B. Kristinsson og Kristín G. Jónsdóttir óska þann 15. október 2007 eftir því að samþykkt verði breyting á innkeyrslu á lóðina, þannig að hún verði frá Áslandi.
Guðmundur B. Kristinsson og Kristín G. Jónsdóttir óska þann 15. október 2007 eftir því að samþykkt verði breyting á innkeyrslu á lóðina, þannig að hún verði frá Áslandi.%0DFrestað.