5. nóvember 2019 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Björk Ingadóttir formaður
- Sólveig Franklínsdóttir (SFr) varaformaður
- Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
- Guðrún Þórarinsdóttir (GÞ) aðalmaður
- Herdís Kristín Sigurðardóttir (HKS) áheyrnarfulltrúi
- Olga Jóhanna Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Auður Halldórsdóttir ritari
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Menningarviðburðir á aðventu og þrettándinn201911034
Menningarviðburðir á aðventu. Lagt fram til upplýsinga.
Fjallað um viðburði á aðventu, um áramót og þrettánda. Auður Halldórsdóttir forstöðumaður bókasafns og menningarmála kynnti þá viðburði sem eru framundan.
2. Hlégarður - samstarf um rekstur Hlégarðs201905359
Lagt fram minnisblað forstöðumanns bókasafns og menningarmála um útfærslu á samstarfi um rekstur Hlégarðs.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að gengið verði til viðræðna við núverandi rekstraraðila Hlégarðs um samning sem hafi lengri gildistíma en eitt ár. Einnig er samþykkt að starf viðburðastjóra verði í tilraunaskyni unnið í verktöku í náinni samvinnu við forstöðumann bókasafns og menningarmála frá janúar til júní 2020. Að auki verði forstöðumanni bókasafns og menningarmála falið að hefja viðræður við Leikfélag Mosfellsbæjar um það hvort og þá hvernig væri unnt að búa Leikfélagi Mosfellsbæjar framtíðarheimili í Hlégarði. Niðurstöður úr þeim viðræðum liggi fyrir miðjan desember 2019.