27. maí 2008 kl. 07:00,
fundarherbergi bæjarráðs
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Jarðvegslosun og uppgræðsla í Sogum200803062
Erindið tekið fyrir að nýju samanber bókun á 228. fundi og jafnframt lögð fram umsögn umhverfisnefndar.%0DSkipulagsnefnd felur umhverfisdeild að undirbúa uppgræðslu í Sogum.%0D
2. Athugasemd vegna tengibrautar við Leirvogstungu200804232
Athugasemdir Konráðs Adolfssonar vegna tengi brautar við Leirvogstungu.%0DErindið lagt fram og vísað til áframhaldandi úrvinnslu málsins í heild.
3. Lágahlíð, fyrirspurn um deiliskipulag200710168
Lögð fram deiliskipulagstillaga frá Gesti Ólafssyni arkitekt og Frjálsa Fjárfestingabankanum vegna skipulagsins.%0DNefndin er jákvæð fyrir framlagðri deiliskipulagstillögu og heimilar áframhaldandi vinnu við frágang hennar.
4. Markalækur við Helgadalsveg, fyrirspurn um byggingu einbýlishúss200803066
Tekið fyrir erindi Kolbrúnar Björnsdóttur um leyfi, til að endurbyggja sumarbústað að Markalæk.%0DNefndin óskar eftir greinargerð varðandi málið.
5. Snæfríðargata, umsókn um breytingu á deiliskipulagi200803169
Grenndarkynningu vegna deiliskipulagsbreytingar við Snæfríðargötu er lokið en engar athugasemdir bárust.%0DSkipulagsnefnd leggur til að skipulagstillagan veerði samþykkt skv. 2. mgr. 26 gr skipulags- og byggingalaga og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið
6. Elliðakot lnr. 123632, umsókn um byggingarleyfi, vinnubúðir200805156
Erindi Klæðningar ehf lagt fram þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir í landi Elliðakots.%0DNefndin felur embættismönnum að afla frekari gagna frá umsækjendum.
7. Hlíðarás 5 umsókn um byggingarleyfi v/geymslu og sólskýli200804157
Grenndarkynning vegna viðbyggingar hefur farið fram og nú liggur fyrir skriflegt samþykki aumsagnaraðila.%0DNefndin er jákvæð fyrir erindinu og felur byggingafulltrúa afgreiðslu málsins þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
8. Skálahlíð 42, umsókn um byggingarleyfi200803083
Grenndarkynning vegna óverulegrar deiliskipulagsbreytingar í Skálahlíð.%0DHS vék af fundi undir þessum lið.%0DFrestað.
9. Deiliskipulag Álafosskvosar200703116
Deiliskipulag Álafosskvosar.%0DÁ fundinn mætti Áslaug Traustadóttir frá Landmótun og lagði fram tillögu að breyttu deiliskipulagi.%0DNefndin samþykkir að unnið verði áfram að tillögunni í samræmi við umræður á fundinum.
10. Stöðuleyfi fyrir aðstöðu í sérinnréttuðum gámum vegna við íþróttamiðstöð200805158
Lagt fram erindi íþróttafulltrúa þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir sérinnréttaða gáma fyrir íþróttamiðstöð%0DSamþykkt
11. Stofnanalóð við Auga, Helgafellshverfi200805052
Lögð fram breytt tillaga að nýtingu stofnanarlóðar við "augað".%0DNefndin felur embættismönnum að ræða við umsækjendur og afla frekari gagna
12. Brekkuland 1 og 3, umsókn um breytingu á deiliskipulagi200803168
Lögð fram breytt tillaga að nýtingu lóðanna.%0DNefndin felur embættismönnum að ræða við umsækjendur og afla frekari gagna
13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 153200805012F
Afgreiðslufundur byggingafulltrúa lagður fram