24. október 2006 kl. 08:00,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir félagsmálastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ferðaþjónusta fatlaðra200610048
Tillaga vegna ferðaþjónustu fatlaðra Mosfellsbæ.%0D%0DFulltrúi B-lista leggur til eftirfarandi breytingar á viðmiðunarreglum Mosfellsbæjar fyrir ferðaþjónustu fatlaðra og þjónustu bæjarfélagsins á ferlimálum við íbúa þess sem skilgreindir eru fatlaðir. Markmið tillagna þessara er að bæta þjónustuna og bjóða íbúum Mosfellsbæjar upp á sambærilega eða betri þjónustu og íbúum nærliggjandi sveitarfélaga býðst.%0D%0D1) Þjónustukönnun á ferðaþjónustu fatlaðra verði unnin af félagsþjónustu Mosfellsbæjar annað hvert ár til að stuðla að sem mestum gæðum þjónustunnar og leggja grunn að breytingum komi fram óánægja hjá notendum.%0D2) Ferðum til einkaerinda verði fjölgað úr 12 í 20 ferðir á mánuði. Heimilt verði að veita þeim er nota þjónustuna daglega vegna vinnu eða skóla kost á fleiri ferðum.%0D3) Gjaldskrá og aðrar viðmiðunarreglur verði skýrar og aðgengilegar og miði við hálft strætógjald. Farþegum verði heimilt að hafa með sér annan farþega enda greiði hann sama gjald. Þurfi farþegi aðstoðarmann ferðast aðstoðarmaður frítt með farþega.%0D4) Tekið verði við pöntunum frá 8-17 í stað 9-16 og einnig verði hægt að panta ferðir frá 9-13 á laugardögum. Kvöldferðir verði hægt að panta samdægurs til klukkan 16 á virkum dögum.%0D5) Í janúar 2007 verði mögulegt að panta ferðir samdægurs með að minnsta kosti 3. klst. fyrirvara.%0D%0DUpphafleg tillaga var lögð fram fyrir 69. fund fjölskyldunefndar 10.10. 2006 og umræðum og afgreiðslu um hana frestað til næsta fundar. Ofangreind tillaga er lögð fram á 70. fundi fjölskyldunefndar 24.10. 2006 til umræðu og afgreiðslu.%0D%0DFjölskyldunefnd felur starfsmönnum að framkvæma þjónustukönnun meðal þeirra sem nota ferðaþjónustu fatlaðra á vegum bæjarfélagsins. Ákveðið að önnur atriði sem fram komu í umfjöllun um tillögurnar verði komið á framfæri við samstarfsnefnd fulltrúa sveitarfélaganna þar sem rætt er um fyrirkomulag ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Öðrum atriðum tillögunnar er vísað til árlegrar endurskoðunar á reglum Mosfellsbæjar um ferðaþjónustu fatlaðra.%0D
2. Rekstur þjónustumiðstöðvar aldraðra í Mosfellsbæ.200610051
Lagt fram.
3. Dagvist aldraðra, rekstrarupplýsingar200610123
Lagt fram.
4. Erindi frá Alþjóðahúsi varðandi þjónustusamning200610093
Félagsmálastjóra er falið að kanna málið í samráði við formann fjölskyldunefndar.
5. Erindi frá Nesvöllum, varðar búsetuúrræði og nýjan lífsstíl fyrir eldri íbúa.200610050
Félagsmálastjóra er falið að kanna málið í samráði við formann fjölskyldunefndar.
6. Vímulaus æska - umsókn um styrk200610020
Því miður er ekki hægt að verða við beiðninni þar sem styrkveitingu vegna ársins 2006 er lokið. Bent er á að þegar hefur verið auglýst eftir styrkjum fyrir árið 2007. Umsóknir skulu berast þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, 1. hæð á þar til gerðum eyðublöðum í síðasta lagi 30. nóvember 2006. Eyðublöðin má nálgast í þjónustuverinu og á heimasíðu bæjarfélagsins www.mos.is.
Fundargerðir til staðfestingar
8. Trúnaðarmálafundur - 431200610010F
Samþykkt.
9. Trúnaðarmálafundur - 432200610024F
Samþykkt.