Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

24. október 2006 kl. 08:00,
bæjarstjórnarsalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Unnur V. Ingólfsdóttir félagsmálastjóri


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi

    • 1. Ferða­þjón­usta fatl­aðra200610048

      Til­laga vegna ferða­þjón­ustu fatl­aðra Mos­fells­bæ.%0D%0DFull­trúi B-lista legg­ur til eft­ir­far­andi breyt­ing­ar á við­mið­un­ar­regl­um Mos­fells­bæj­ar fyr­ir ferða­þjón­ustu fatl­aðra og þjón­ustu bæj­ar­fé­lags­ins á ferl­imál­um við íbúa þess sem skil­greind­ir eru fatl­að­ir. Markmið til­lagna þess­ara er að bæta þjón­ust­una og bjóða íbú­um Mos­fells­bæj­ar upp á sam­bæri­lega eða betri þjón­ustu og íbú­um nær­liggj­andi sveit­ar­fé­laga býðst.%0D%0D1) Þjón­ustu­könn­un á ferða­þjón­ustu fatl­aðra verði unn­in af fé­lags­þjón­ustu Mos­fells­bæj­ar ann­að hvert ár til að stuðla að sem mest­um gæð­um þjón­ust­unn­ar og leggja grunn að breyt­ing­um komi fram óánægja hjá not­end­um.%0D2) Ferð­um til einka­er­inda verði fjölgað úr 12 í 20 ferð­ir á mán­uði. Heim­ilt verði að veita þeim er nota þjón­ust­una dag­lega vegna vinnu eða skóla kost á fleiri ferð­um.%0D3) Gjaldskrá og að­r­ar við­mið­un­ar­regl­ur verði skýr­ar og að­gengi­leg­ar og miði við hálft strætógjald. Far­þeg­um verði heim­ilt að hafa með sér ann­an far­þega enda greiði hann sama gjald. Þurfi far­þegi að­stoð­ar­mann ferð­ast að­stoð­ar­mað­ur frítt með far­þega.%0D4) Tek­ið verði við pönt­un­um frá 8-17 í stað 9-16 og einn­ig verði hægt að panta ferð­ir frá 9-13 á laug­ar­dög­um. Kvöld­ferð­ir verði hægt að panta sam­dæg­urs til klukk­an 16 á virk­um dög­um.%0D5) Í janú­ar 2007 verði mögu­legt að panta ferð­ir sam­dæg­urs með að minnsta kosti 3. klst. fyr­ir­vara.%0D%0DUpp­haf­leg til­laga var lögð fram fyr­ir 69. fund fjöl­skyldu­nefnd­ar 10.10. 2006 og um­ræð­um og af­greiðslu um hana frestað til næsta fund­ar. Of­an­greind til­laga er lögð fram á 70. fundi fjöl­skyldu­nefnd­ar 24.10. 2006 til um­ræðu og af­greiðslu.%0D%0DFjöl­skyldu­nefnd fel­ur starfs­mönn­um að fram­kvæma þjón­ustu­könn­un með­al þeirra sem nota ferða­þjón­ustu fatl­aðra á veg­um bæj­ar­fé­lags­ins. Ákveð­ið að önn­ur at­riði sem fram komu í um­fjöllun um til­lög­urn­ar verði kom­ið á fram­færi við sam­starfs­nefnd full­trúa sveit­ar­fé­lag­anna þar sem rætt er um fyr­ir­komulag ferða­þjón­ustu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Öðr­um at­rið­um til­lög­unn­ar er vísað til ár­legr­ar end­ur­skoð­un­ar á regl­um Mos­fells­bæj­ar um ferða­þjón­ustu fatl­aðra.%0D

      • 2. Rekst­ur þjón­ustumið­stöðv­ar aldr­aðra í Mos­fells­bæ.200610051

        Lagt fram.

        • 3. Dag­vist aldr­aðra, rekstr­ar­upp­lýs­ing­ar200610123

          Lagt fram.

          • 4. Er­indi frá Al­þjóða­húsi varð­andi þjón­ustu­samn­ing200610093

            Fé­lags­mála­stjóra er fal­ið að kanna mál­ið í sam­ráði við formann fjöl­skyldu­nefnd­ar.

            • 5. Er­indi frá Nesvöll­um, varð­ar bú­setu­úr­ræði og nýj­an lífs­stíl fyr­ir eldri íbúa.200610050

              Fé­lags­mála­stjóra er fal­ið að kanna mál­ið í sam­ráði við formann fjöl­skyldu­nefnd­ar.

              • 6. Vímu­laus æska - um­sókn um styrk200610020

                Því mið­ur er ekki hægt að verða við beiðn­inni þar sem styrk­veit­ingu vegna árs­ins 2006 er lok­ið. Bent er á að þeg­ar hef­ur ver­ið aug­lýst eft­ir styrkj­um fyr­ir árið 2007. Um­sókn­ir skulu berast þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar Þver­holti 2, 1. hæð á þar til gerð­um eyðu­blöð­um í síð­asta lagi 30. nóv­em­ber 2006. Eyðu­blöðin má nálg­ast í þjón­ustu­ver­inu og á heima­síðu bæj­ar­fé­lags­ins www.mos.is.

                Fundargerðir til staðfestingar

                • 7. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 19200610015F

                  Sam­þykkt

                  • 8. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 431200610010F

                    Sam­þykkt.

                    • 9. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 432200610024F

                      Sam­þykkt.

                      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30.