28. júní 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Elín Lára Edvards ritari bæjarstjóra
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Wai Hai - request to establish a sister-city relationship with Mosfellsbær. - Ósk um að koma á vinabæjarsambandi við Mosfellsbæ.200706156
Til máls tóku: HSv, BÞÞ, HBA, KT. %0D%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela Birni áframhaldandi vinnu í samræmi við umræður á fundinum.
2. Erindi Fyrirtækjasmiðju Ungra Frumkvöðla varðandi styrks til verkefnis vegna Base200706023
Til máls tóku: HSv, RR.%0D%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að veita þennan styrk enda rúmast hann innan fjárhagsáætlunar sviðsins.
3. Erindi Samband ísl. sveitafélaga v. hópferð á Opna daga sveitarstjórnarvettvangs ESB í haust "07200706122
Til máls tóku: HSv, RR, HBA, KT.%0D%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð og bæjarstjóri taki þátt í Opnun dögum sveitarstjórnarvettvangs ESB.%0D%0DBókun frá fulltrúa S-lista: %0DFulltrúi S-lista hefði kosið að allir bæjarfulltrúar ættu kost á að fara og kynna sér þau mál sem þar eru efst á baugi.%0D
4. Hraðastaðavegur 15, umsókn um byggingarleyfi200704169
Til máls tóku: HSv, JBH, MM, RR.%0D%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að veita byggingaleyfið í ljósi minnisblaðs bæjarverkfræðings og að umsækjanda verði gerð grein fyrir þeim viðbótarkostnaði sem á hann kann að falla þar sem um er að ræða hús í dreifbýli.
Almenn erindi
5. Gatnagerð við Engjaveg200701332
Til máls tóku: HSv, HBA, RR, MM, KT, JBH.%0D%0DBæjarstjóri bendir á tengsl bæjarráðsmanns við umrætt erindi og spyr um hæfi eða vanhæfi til að taka þátt í umræðum og atkvæðagreiðslum.%0D%0DBókun S-lista: Fulltrúi S-lista óskar eftir að borið verði undir atkvæði um vanhæfi viðkomandi. %0D%0DSamþykkt með einu atkvæði HBA að hún sé ekki vanhæf. Fulltrúar D-lista og V-lista sátu hjá.%0D%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila útboð á gatnagerð við Engjaveg.%0D
6. Reykjavegur gatnamót við Krikahverfi2005111924
Til máls tóku: HSv, JBH, MM, HBA, KT, RR.%0D%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarverkfræðingi að ganga frá samningum við Vegagerðina um gerð hringtorgs á mótum Jónsteigs og Hafravatnsvegar. Jafnframt var bæjarverkfræðingi falið að kynna framkvæmdina fyrir íbúum í Teigahverfi.
7. Málefni Strætó bs200706160
Frestað
8. Erindi Flugkl. Mosfellsbæjar um útvíkkun á starfsemi klúbbsins200706183
Frestað
9. Erindi Umhverfisráðuneytisins varðandi umsögn vegna reglugerðar um hávaða200706196
Frestað
10. Erindi Reykjalundar varðandi Amsturdam200706204
Frestað
11. Erindi Guðrúnar K.Magnúsdóttur varðandi reglur um húsdýrahald200706206
Frestað
12. Leikvöllur Rauðumýri og Hverfistorg Tröllateig200706220
Til máls tóku: HSv, JBH.%0D%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarverkfræðingi að bjóða út framkvæmdir á leikvelli við Rauðumýri og hverfistorgi við Tröllateig samkvæmt framlögðu minnisblaði.
13. Skipulagsbreytingar á tækni- og umhverfissviði200705271
Til máls tóku: HSv, RR, JBH, HBA, MM.%0D %0DSamþykkt með þremur atkvæðum að samþykkja framlagða skipulagsbreytingar og áherslur í rekstri á tækni- og umhverfissviði.
14. Jarðvegstippur á landi Mosfellsbæjar á Leirvogstungumelum.200606235
Til máls tóku: HSv, JBH, RR, HBA, MM, KT.%0D%0DMinnisblað bæjarverkfræðings varðandi landmótunarsvæði á Leirvogstungumelum lagt fram.