9. janúar 2007 kl. 08:00,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir félagsmálastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
2. Samstarf um uppbyggingu og rekstur á búsetuúrræðum og þjónustu fyrir eldri borgara200611173
Lagt fram minnisblað formanns fjölskyldunefndar og félagsmálastjóra dags. 20.12.2006. Fjölskyldunefnd tekur undir þau orð sem fram koma í minnisblaðinu að þar sem Mosfellsbær hefur þegar hafið samstarf við Eir um uppbyggingu öldrunarseturs í Mosfellsbæ er ekki grundvöllur fyrir samstarfi við Nýsi þróunarfélag ehf eins og málum er háttað í dag.
3. Erindi Kjósarhrepps varðandi uppbyggingu hjúkrunar- og dvalarrýmis eldri borgara200611149
a. Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra dags. 5. janúar 2007 vegna beiðni um samstarf vegna félagsþjónustu við íbúa Kjósarhrepps. Fjölskyldunefnd tekur undir tillögur sem fram koma í minnisblaðinu og leggur til að gengið verði til samninga við hreppinn í samræmi við það. %0D%0Db. Beiðni Kjósarhrepps um samstarf vegna uppbyggingar á hjúkrunar- og dvalarrými. %0DFrestað.%0D
4. Námskeið um erfðamál200612109
Yfirmaður fjölskyldudeildar gerir grein fyrir námskeiðinu.
5. Jafnréttismál, fræðslufundur Jafnréttisstofu með forstöðumönnum Mosfellsbæjar200611214
Lagt fram.
6. Skipun í starfshóp um byggingu 20 hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ200612133
Kynnt ákvörðun heilbrigðisráðherra um skipun bæjarstjóra og félagsmálastjóra Mosfellsbæjar sem fulltrúa í starfshópinn.
Fundargerðir til staðfestingar
8. Trúnaðarmálafundur - 440200612011F
Samþykkt.
9. Trúnaðarmálafundur - 441200701002F
Samþykkt.