23. apríl 2008 kl. 18:10,
fundarherbergi bæjarstjórnar
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Húsnæðismál bæjarskrifstofa200712026
Áður á dagskrá 875. fundar bæjarráðs, kynntar verða teikningar af annari hæðinni.
Til máls tóku: HSv, SÓJ og MM.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarritara að ganga frá samkomulagi við leigusala um innréttingu húsnæðisins í samræmi við umræður á fundinum.
Almenn erindi
2. Erindi Erlu Guðbjörnsdóttur varðandi lausagöngu katta í Mosfellsbæ200804233
Til máls tóku: HSv, HS og HBA.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra tæknisviðs til umsagnar.3. Erindi starfsmanna Varmár- og Lágafellsskóla varðandi álagsgreiðslur200804240
Verið er að taka saman yfirlit yfir stöðu viðbótar og aukagreiðslna sem ætlunin er að kynna á fundinum.
Til máls tóku: HSv, SÓJ, HS, HBA og MM.
Erindið lagt fram og bæjarstjóra jafnframt falið að ræða við fulltrúa starfsmannanna.4. Erindi Kristjáns E. Karlssonar varðandi framkvæmdir við lóðarmörk að Hamratúni 6200804255
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra tæknisviðs til umsagnar.
5. Erindi Skipulagsstofnunar varðandi umsagnarbeiðni að matsæátlun mislægra gatnamóta hringvegar við Leirvogstungu200804063
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda umsögn Mosfellsbæjar vegna matsáætlunar til Skipulagsstofnunar.
6. Trúnaðarmál200803184
Til máls tóku:
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarritara að undirrita og ganga frá kaupum Mosfelsbæjar á 4 ha. landspildu úr landi Sólvalla nr. 174024 og nær umboðið til allra nauðsynlegra ráðstafana kaupunum samfara.