28. febrúar 2008 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Aðstaða fyrir MOTOMOS200605117
Áður á dagskrá 865. fundar bæjarráðs, þar sem óskað var umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar og umhverfisnefndar. Umsagnir nefndanna fylgja með.
Til máls tóku: HSv, JS og HS.%0DFyrir fundinum liggja umsagnir íþrótta- og tómstundanefndar, umhverfisnefndar og Veiðifélags Leirvogsár.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að ganga frá samningi við MotoMos um aðstöðu á Tungumelum.
2. Samningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög200801336
Erindinu vísar til bæjarráðs til afgreiðslu á 484. fundi bæjarstjórnar.
Til máls tóku: HSv, JS, MM og HS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samstarfs- og styrktarsamninga við íþrótta- og tómstundafélögin í Mosfellsbæ.
3. Erindi Sambands ísl. sveitarfélaga varðandi stefnumótun í málefnum innflytjenda200802087
Áður á dagskrá 868. fundar bæjarráðs, þar sem óskað var umsagnar forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs og félagsmálastjóra. Umsögn þeirra fylgir.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda Sambandi ísl. sveitarfélaga umsagnir forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs og félagsmálastjóra sbr. erindi sambandsins.
Almenn erindi
4. Erindi nemanda í Verslunarskóla Íslands varðandi styrk200802154
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
5. Erindi Bleiksstaða varðandi umsókn um heimild til skiptingar á Blikastaðalandi200802200
Til máls tóku: SÓJ, JS, HSv og HS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð geri ekki athugasemdir við áformaða uppskiptingu Blikastaðalands, en tekur fram að í þessari afstöðu felst engin afstaða til uppbyggingaráforma á landinu.