26. september 2006 kl. 17:15,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Brunamál í grunnskólum200609152
Á fundinum voru einnig Herdís Rós Kjartansdóttir,áheyrnarfulltrúi fyrir starfsmenn leikskóla og Anna Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna.%0D%0DMálið er tekið á dagsskrá vegna bruna í Vármárskóla. Rýming skólans tókst með ágætum. Engar meiriháttar skemmdir urðu á skólanum.%0D%0DTil máls tóku: HS,VAG,EHÓ,BÞÞ,HJ,ASG,HR,GH,GA.%0D%0DFræðslunefnd vill lýsa yfir ánægju sinni með þau skjótu viðbrögð sem viðhöfð voru við rýmingu Varmárskóla er upp kom bruni í skólanum. Ljóst er að árlegar brunaæfingar skólans skiluðu sér þegar á reyndi. Jafnframt felur nefndin forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs í samvinnu við Eignasjóð og tæknisvið að taka saman minnisblað um hvernig staðið er að brunavörnum, neyðaráætlunum og æfingamálum í grunn- og leikskólum bæjarins.%0D%0DFulltrúar B og S lista hvetja bæjarstjórn til að uppfylla kröfur eldvarnareftirlitsins varðandi brunavarnir í Varmárskóla sem settar voru fram árið 2003.%0D%0DVegna bókunar fulltrúa B og S vilja fulltrúar D og V lista taka fram að eldvarnarkerfi Varmárskóla virkaði fullkomlega í umræddu tilviki.%0D
2. Skýrslur um mat á Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar - rannsóknarskýrsla og matsskýrsla200609151
Hjálagt fylgja 2 skýrslur frá Kennaraháskólanum. Höfundur skýrslunnar mætir á fundinn.
Skýrslan lögð fram. Allyson McDonald höfundur rannsóknar- og matsskýrslanna forfallaðist og mun koma síðar á fund nefndarinnar til að kynna niðurstöður skýrslunnar.%0D%0DTil máls tóku: HS,ASG,BÞÞ,EHÓ,HJ,SAP.
3. Skólaskrifstofa - kynning á starfsemi haustið 2006200609153
Starfsmenn Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar kynna helstu verkefni haustið 2006.
Starfsmenn Skólaskrifstofu mættu á fundinn undir þessum lið, Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur, Guðríður Haraldsdóttir, sálfræðingur og Ragnheiður Jóhannsdóttir, kennsluráðgjafi.%0D%0DKynnt voru helstu verkefni Skólaskrifstofunnar á haustinu 2006.%0D%0D