Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

26. september 2006 kl. 17:15,
bæjarstjórnarsalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Björn Þráinn Þórðarson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi

    • 1. Bruna­mál í grunn­skól­um200609152

      Á fund­in­um voru einn­ig Herdís Rós Kjart­ans­dótt­ir,áheyrn­ar­full­trúi fyr­ir starfs­menn leik­skóla og Anna Sig­urð­ar­dótt­ir, full­trúi for­eldra leik­skóla­barna.%0D%0DMál­ið er tek­ið á dags­skrá vegna bruna í Vármár­skóla. Rým­ing skól­ans tókst með ágæt­um. Eng­ar meiri­hátt­ar skemmd­ir urðu á skól­an­um.%0D%0DTil máls tóku: HS,VAG,EHÓ,BÞÞ,HJ,ASG,HR,GH,GA.%0D%0DFræðslu­nefnd vill lýsa yfir ánægju sinni með þau skjótu við­brögð sem við­höfð voru við rým­ingu Varmár­skóla er upp kom bruni í skól­an­um. Ljóst er að ár­leg­ar brunaæf­ing­ar skól­ans skil­uðu sér þeg­ar á reyndi. Jafn­framt fel­ur nefnd­in for­stöðu­manni fræðslu- og menn­ing­ar­sviðs í sam­vinnu við Eigna­sjóð og tækni­s­við að taka sam­an minn­is­blað um hvern­ig stað­ið er að bruna­vörn­um, neyðaráætl­un­um og æf­inga­mál­um í grunn- og leik­skól­um bæj­ar­ins.%0D%0DFull­trú­ar B og S lista hvetja bæj­ar­stjórn til að upp­fylla kröf­ur eld­varn­ar­eft­ir­lits­ins varð­andi bruna­varn­ir í Varmár­skóla sem sett­ar voru fram árið 2003.%0D%0DVegna bókun­ar full­trúa B og S vilja full­trú­ar D og V lista taka fram að eld­varn­ar­kerfi Varmár­skóla virk­aði full­kom­lega í um­ræddu til­viki.%0D

      • 2. Skýrsl­ur um mat á Skóla­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar - rann­sókn­ar­skýrsla og mats­skýrsla200609151

        Hjálagt fylgja 2 skýrslur frá Kennaraháskólanum. Höfundur skýrslunnar mætir á fundinn.

        Skýrsl­an lögð fram. Allyson McDonald höf­und­ur rann­sókn­ar- og mats­skýrsl­anna for­fall­að­ist og mun koma síð­ar á fund nefnd­ar­inn­ar til að kynna nið­ur­stöð­ur skýrsl­unn­ar.%0D%0DTil máls tóku: HS,ASG,BÞÞ,EHÓ,HJ,SAP.

        • 3. Skóla­skrif­stofa - kynn­ing á starf­semi haust­ið 2006200609153

          Starfsmenn Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar kynna helstu verkefni haustið 2006.

          Starfs­menn Skóla­skrif­stofu mættu á fund­inn und­ir þess­um lið, Hulda Sól­rún Guð­munds­dótt­ir, sál­fræð­ing­ur, Guðríð­ur Har­alds­dótt­ir, sál­fræð­ing­ur og Ragn­heið­ur Jó­hanns­dótt­ir, kennslu­ráð­gjafi.%0D%0DKynnt voru helstu verk­efni Skóla­skrif­stof­unn­ar á haust­inu 2006.%0D%0D

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:45