Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

10. apríl 2008 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarstjórnar


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi - umsagnir og vísanir

    • 1. Fugla­skoð­un­ar­hús í Leir­vogi.200711269

      Erindi frá atvinnu- og ferðamálanefnd þar sem óskað er eftir aukafjárveitingu vegna fuglaskoðunarhúss að fjárhæð kr. 600 þús.

      Til máls tóku: HS, KT og MM.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að veita auka­fjár­veit­ingu kr. 600 þús­und til upp­setn­ing­ar fugla­skoð­un­ar­húss við Leiru­vog og verði upp­hæð­in tekin af liðn­um ófyr­ir­séð.

      • 2. Er­indi Ólafs Ragn­ars­son­ar varð­andi fjár­veit­ingu til golfí­þrótta200802212

        Áður á dagskrá 873. fundar bæjarráðs þar sem bæjarritara var falið að undirbúa drög að svari.%0DSvardrög verða send í tölvupósti á morgun og jafnframt sett á fundargáttina.

        Til máls tóku: SÓJ, HS, MM, HSv og KT.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­rit­ara að senda bréf­rit­ara svar bæj­ar­ráðs við er­ind­inu.

        • 3. Er­indi Sig­ur­bjarg­ar Hilm­ars­dótt­ur varð­andi boð til Mos­fells­bæj­ar um kaup á lóð­inni Roða­móa 6200803147

          Áður á dagskrá 875. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var frestað.

          Til máls tóku: HSv, MM, SÓJ og KT.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að þekkjast ekki fram­kom­ið kauptil­boð.

          Almenn erindi

          • 4. Er­indi Mennta­mála­ráðu­neyt­is varð­andi lög­vernd­un starfs­heita og starfs­rétt­inda200804008

            Til máls tóku: HS, HSv, MM og SÓJ.%0DEr­ind­ið lagt fram. Jafn­framt er svið­stjóra fræðslu- og menn­ing­ar­sviðs fal­ið að koma upp­lýs­ing­um um efn­is­inni­hald bréfs­ins til grunn­skól­anna.

            • 5. Trún­að­ar­mál200804026

              Málið varðar lóðir við Skálahlíð, bæði meint mistök við nauðungarsölu og ágreining varðandi innheimtu byggingarréttar. Gögn eingöngu á fundargátt.

              Til máls tóku: SÓJ, HS, HSv og MM:%0DBæj­ar­rit­ari gerði grein fyr­ir ágrein­ingi sem uppi er í mál­inu.

              • 6. Er­indi Lýð­heilsu­stöðv­ar varð­andi nið­ur­stöð­ur könn­un­ar með­al leik- og grunn­skóla­stjóra200804064

                Er­ind­ið lagt fram. Jafn­framt sam­þykkt að senda er­ind­ið til fræðslu-, fjöl­skyldu-, íþrótta- og tóm­stunda­nefnda til kynn­ing­ar.

                • 7. Er­indi Guð­leif­ar Birnu Leifs­dótt­ur varð­andi styrk til for­eldra ungra barna200804126

                  Til máls tóku: HSv, MM, HS og KT.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til sviðs­stjóra fræðslu- og menn­ing­ar­sviðs og fjöl­skyldu­sviðs til um­sagn­ar.

                  • 8. Beiðni Lög­reglu­stjór­ans á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um um­sögn vegna rekstr­ar­leyf­is Hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar200804145

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar ger­ir ekki fyr­ir sitt leyti at­huga­semd við út­gáfu leyf­is, en vís­ar að öðru leyti til um­sagn­ar bygg­ing­ar­full­trúa Mos­fells­bæj­ar hvað varð­ar at­riði eins og bygg­ing­ar- og skipu­lags­skil­mála, loka­út­tekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.

                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:40