10. apríl 2008 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarstjórnar
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Fuglaskoðunarhús í Leirvogi.200711269
Erindi frá atvinnu- og ferðamálanefnd þar sem óskað er eftir aukafjárveitingu vegna fuglaskoðunarhúss að fjárhæð kr. 600 þús.
Til máls tóku: HS, KT og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að veita aukafjárveitingu kr. 600 þúsund til uppsetningar fuglaskoðunarhúss við Leiruvog og verði upphæðin tekin af liðnum ófyrirséð.
2. Erindi Ólafs Ragnarssonar varðandi fjárveitingu til golfíþrótta200802212
Áður á dagskrá 873. fundar bæjarráðs þar sem bæjarritara var falið að undirbúa drög að svari.%0DSvardrög verða send í tölvupósti á morgun og jafnframt sett á fundargáttina.
Til máls tóku: SÓJ, HS, MM, HSv og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarritara að senda bréfritara svar bæjarráðs við erindinu.
3. Erindi Sigurbjargar Hilmarsdóttur varðandi boð til Mosfellsbæjar um kaup á lóðinni Roðamóa 6200803147
Áður á dagskrá 875. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var frestað.
Til máls tóku: HSv, MM, SÓJ og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að þekkjast ekki framkomið kauptilboð.
Almenn erindi
4. Erindi Menntamálaráðuneytis varðandi lögverndun starfsheita og starfsréttinda200804008
Til máls tóku: HS, HSv, MM og SÓJ.%0DErindið lagt fram. Jafnframt er sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs falið að koma upplýsingum um efnisinnihald bréfsins til grunnskólanna.
5. Trúnaðarmál200804026
Málið varðar lóðir við Skálahlíð, bæði meint mistök við nauðungarsölu og ágreining varðandi innheimtu byggingarréttar. Gögn eingöngu á fundargátt.
Til máls tóku: SÓJ, HS, HSv og MM:%0DBæjarritari gerði grein fyrir ágreiningi sem uppi er í málinu.
6. Erindi Lýðheilsustöðvar varðandi niðurstöður könnunar meðal leik- og grunnskólastjóra200804064
Erindið lagt fram. Jafnframt samþykkt að senda erindið til fræðslu-, fjölskyldu-, íþrótta- og tómstundanefnda til kynningar.
7. Erindi Guðleifar Birnu Leifsdóttur varðandi styrk til foreldra ungra barna200804126
Til máls tóku: HSv, MM, HS og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og fjölskyldusviðs til umsagnar.
8. Beiðni Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um umsögn vegna rekstrarleyfis Hestamannafélagsins Harðar200804145
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við útgáfu leyfis, en vísar að öðru leyti til umsagnar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar hvað varðar atriði eins og byggingar- og skipulagsskilmála, lokaúttekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.