21. desember 2006 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Í landi Laxness, fyrirspurn vegna endurbyggingar200509150
Bæjarverkfræðingur fylgir úr hlaði umsögn sinni varðandi erindið, en erindið er og hefur verið til umfjöllunar í skipulags- og byggingarnefnd.%0D
Til máls tóku: HSv, JBH, RR, JS, MM, SÓJ og ÓG.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarverkfræðingi að vinna áfram að málinu í samræmi við umræðum á fundinum.
2. Þrastarhöfði 34, varðar hæð götu og dýpt niður á vatnsrör200611019
Áður á dagskrá 800. fundar bæjarráðs þar sem beðið var um umsögn bæjarverkfræðings. Bæjarverkfræðingur mun gera grein fyrir umsögn sinni á fundinum.%0D
Til máls tók: JBH. %0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að svara bréfritara.
3. Beiðni Daða Einarssonar um afnot af Íþróttahúsinu Varmá undir þorrablót200612047
Áður á dagskrá 805. fundar bæjarráðs. Kynnt verður ákvörðun Daða um að draga erindið til baka. Engin undirgögn fylgja erindinu að þessu sinni.%0D
Bréfritari hefur afturkallað umsókn sína.
4. Staða viðræðna Félags ísl. náttúrufræðinga við launanefnd sveitarfélaga200611167
Bæjarstjóri og bæjarritari kynna stöðuna í kjarasamningi LN og FÍN. Engin undirgögn fylgja erindinu að þessu sinni.%0D
Til máls tók: SÓJ.%0DBæjarritari fór yfir stöðu samningaviðræðna LN og FÍN.
Almenn erindi
5. Greiðsludreifing fasteignagjalda og lágmarksupphæð200612121
Minnisblað fjármálastjóra lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fara að tillögum fjármálastjóra í samræmi við framlagt minnisblað.
6. Beiðni lögreglustjórans í Reykjavík um umsögn vegna brennu200612122
Lögreglustjórinn í Reykjavík óskar umsagnar bæjarráðs vegna fyrirhugaðrar áramótabrennu Kyndils.
Samþykkt með þremur atkvæðum að Mosfellsbær gerir ekki athugasemdir við umsókn um brennuna.
7. Beiðni lögreglustjórans í Reykjavík um umsögn vegna þrettándabrennu200612150
Lögreglustjórinn í Reykjavík óskar umsagnar bæjarráðs vegna fyrirhugaðrar þrettándabrennu Kyndils.
Samþykkt með þremur atkvæðum að Mosfellsbær gerir ekki athugasemdir við umsókn um brennuna.
8. Erindi Pálmatrés og Verklands um aðkomu að Rauðumýri, Grænumýri og Hamratúni200612167
Til máls tóku: RR, JBH og HSv.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að svara bréfritara. Jafnframt er bæjarverkfræðingi falið að undirbúa úrbætur af hálfu bæjarfélagsins.
9. Erindi Pálmatrés og Verklands v. gatnagerð íbúðahverfis að Grænumýri, Rauðumýri og Hamratúni200612168
Til máls tóku: JBH, HSv, RR og ÓG.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarverkfræðingi að gefa umsögn um erindið og leggja fyrir bæjarráð.