6. desember 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Impru varðandi "Brautargengi"200708251
Áður á dagskrá 840. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var vísað til umsagnar atvinnu- og ferðamálanefndar og fjölskyldunefndar til umsagnar. Umsagnir þeirra fylgja með.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela félagsmálastjóra að vinna að málinu.
2. Erindi Skattaþjónustunnar ehf. varðandi nýbýlið Sólheima í Mosfellsbæ200709138
Áður á dagskrá 843. fundar bæjarráðs þar sem bæjarstjóra var falið að ræða við bréfritara. Bæjarstjóri kynnir efni viðræðana sinna.%0DErindinu var frestað á 856. fundi bæjarráðs.
Til máls tóku: HSv, MM og JS.%0DBæjarstjóri fór yfir erindi Skattþjónustunnar ehf.
3. Erindi Reykjavíkuborgar varðandi uppgjör viðskiptaskulda vegna skíðasvæðanna200711258
Þessu erindi var frestað á 856. fundi bæjarráðs.
Til máls tóku: HSv, JS, SÓJ, MM og HS. %0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela fjármálastjóra að ganga frá uppgjöri við Reykjavíkurborg og kostnaðurinn verði tekinn af liðnum ófyrirséð.
4. Starfsmannamál200710209
Til máls tóku: HSv, HS, SÓJ, KT, JS og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum aðgerðir í starfsmannamálum sbr. framlagt minnisblað þar um.
5. Rafræn þjónusta í Mosfellsbæ200711305
Athugið að skýrslu ParX er að finna á nefndargáttinni.
Til máls tóku: HSv, HS, KT, JS, MM og SÓJ.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að halda áfram á braut rafrænnar þjónustu í samræmi við úttekt ParX og minnisblað bæjarstjóra þar um, og felur bæjarstjóra verkefnið.
6. Erindi Umhverfisráðuneytisins varðandi starfsreglur um svæðisskipulag200711278
Erindið lagt fram. Erindið jafnframt sent skipulags- og byggingarnefnd til upplýsingar.
7. Erindi Lánasjóðs sveitarfélaga varðandi fasteignafélag sveitarfélaga200711289
Erindið lagt fram og bæjarstjóra falið að fylgjast með málinu.
8. Erindi Barnaheillar varðandi umsókn um styrk til verkefnisins Stöðvum Barnaklám á netinu200711294
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
9. Erindi Dóms- og kirkjumálaráðuneytis varðandi reglugerð um lögreglusamþykktir200712013
Erindið lagt fram.
10. Þakkarbréf Salome Þorkelsdóttur heiðursborgara200712036
Til máls tóku: HS, HSv, KT, JS og MM.%0DLagt fram þakkarbréf Salome Þorkelsdóttur heiðursborgara Mosfellsbæjar.