Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

8. febrúar 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi - umsagnir og vísanir

    • 1. Er­indi Heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins, Hreyf­ing fyr­ir alla200610077

      Áður á dagskrá 797. fundar bæjarráðs. Fyrir liggur minnisblað bæjarstjóra og bréf sem íþróttafulltrúi sendi til ráðuneytisins.%0D

      Til máls tóku: RR%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að ganga til sam­starfs við Heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið og kostn­að­ur­inn 1 millj. kr. verði tek­inn af liðn­um ófyr­ir­séð.

      • 2. Er­indi Daða Run­ólfs­son­ar og fleiri varð­andi stofnskjöl lóða í landi Leir­vogstungu í Mos­fells­bæ200610175

        Áður á dagskrá 798. fundar bæjarráðs. Fyrir liggja drög að samkomulagi. Drögin hafa ekki ennþá verið samþykkt af bréfriturum, en óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til draganna.

        Til máls tóku: HSv, JS, MM og KT.%0DRagn­heið­ur Rík­harðs­dótt­ir vék af fundi und­ir af­greiðslu þessa dag­skrárlið­ar.%0D%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­rit­ara að ganga frá sam­komu­lagi við hlut­að­eig­end­ur á grund­velli fyr­ir­liggj­andi samn­ings­draga.

        Almenn erindi

        • 3. Helga­fells­byggð, um­sókn um fram­kvæmda­leyfi 1. ver­káfanga200612050

          Bæjarstjóri gerir munnlega grein fyrir samskiptum við UST vegna þessa erindis og þeirri umfjöllun sem átt hefur sér stað í fjölmiðlum að undanförnu.

          Til máls tóku: RR, MM, JS, HSv.%0DBæj­ar­stjóri gerði grein fyr­ir sam­skipt­um við Um­hverf­is­stofn­un vegna um­mæla lög­fræð­ings stofn­un­ar­inn­ar í fjöl­miðl­um, þess efn­is að Mos­fells­bær hefði brot­ið lög með því að leita ekki um­sagn­ar stofn­un­ar­inn­ar í tengsl­um við veit­ingu fram­kvæmda­leyf­is fyr­ir tengi­braut í Helga­fellslandi.%0DÞað varð sam­eig­in­leg nið­ur­staða Um­hverf­is­stofn­un­ar og Mos­fells­bæj­ar að að­ferða­fræði Mos­fells­bæj­ar í þessu máli hafi ver­ið í fullu sam­ræmi við lög og regl­ur.%0DEinn­ig sagði bæj­ar­stjóri frá til­hög­un boð­un­ar og um­ræð­um á kynn­ing­ar­f­und sem hald­inn var í gær varð­andi stöðu hönn­un­ar á Helga­fells­vegi.

          • 4. Styrk­umsókn vegna Ást­ráðs, for­varn­astarfs lækna­nema200701322

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa arind­inu til fjöl­skyldu­nefnd­ar til um­sagn­ar og af­greiðslu.

            • 5. Beiðni um styrk vegna kostn­að­ar við les­blindu­grein­ingu200701326

              Bréfritari óskar eftir styrk vegna lesblindugreiningar.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til bæj­ar­stjóra til um­sagn­ar og af­greiðslu.

              • 6. Um­sókn um styrk vegna verk­efn­is­ins Stöðv­um barnaklám á net­inu200702005

                Barnaheill óskar eftir 600 þús. kr. styrk undir kjörorðinu "stöðvum barnaklám á netinu".

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fjöl­skyldu­nefnd­ar til um­sagn­ar og af­greiðslu.

                • 7. Sam­þykkt­ir varð­andi nið­ur­greiðsl­ur á vist­un­ar­kostn­aði barna200702021

                  Minnisblað leikskólafulltrúa þar sem lögð eru fram drög að breytingum á samþykktum um niðurgreiðslur á vistunarkostnaði barna.

                  Til máls tók: RR.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fræðslu­nefnd­ar til um­sagn­ar.

                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:25