8. febrúar 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Erindi Heilbrigðisráðuneytisins, Hreyfing fyrir alla200610077
Áður á dagskrá 797. fundar bæjarráðs. Fyrir liggur minnisblað bæjarstjóra og bréf sem íþróttafulltrúi sendi til ráðuneytisins.%0D
Til máls tóku: RR%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að ganga til samstarfs við Heilbrigðisráðuneytið og kostnaðurinn 1 millj. kr. verði tekinn af liðnum ófyrirséð.
2. Erindi Daða Runólfssonar og fleiri varðandi stofnskjöl lóða í landi Leirvogstungu í Mosfellsbæ200610175
Áður á dagskrá 798. fundar bæjarráðs. Fyrir liggja drög að samkomulagi. Drögin hafa ekki ennþá verið samþykkt af bréfriturum, en óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til draganna.
Til máls tóku: HSv, JS, MM og KT.%0DRagnheiður Ríkharðsdóttir vék af fundi undir afgreiðslu þessa dagskrárliðar.%0D%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarritara að ganga frá samkomulagi við hlutaðeigendur á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga.
Almenn erindi
3. Helgafellsbyggð, umsókn um framkvæmdaleyfi 1. verkáfanga200612050
Bæjarstjóri gerir munnlega grein fyrir samskiptum við UST vegna þessa erindis og þeirri umfjöllun sem átt hefur sér stað í fjölmiðlum að undanförnu.
Til máls tóku: RR, MM, JS, HSv.%0DBæjarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við Umhverfisstofnun vegna ummæla lögfræðings stofnunarinnar í fjölmiðlum, þess efnis að Mosfellsbær hefði brotið lög með því að leita ekki umsagnar stofnunarinnar í tengslum við veitingu framkvæmdaleyfis fyrir tengibraut í Helgafellslandi.%0DÞað varð sameiginleg niðurstaða Umhverfisstofnunar og Mosfellsbæjar að aðferðafræði Mosfellsbæjar í þessu máli hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur.%0DEinnig sagði bæjarstjóri frá tilhögun boðunar og umræðum á kynningarfund sem haldinn var í gær varðandi stöðu hönnunar á Helgafellsvegi.
4. Styrkumsókn vegna Ástráðs, forvarnastarfs læknanema200701322
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa arindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
5. Beiðni um styrk vegna kostnaðar við lesblindugreiningu200701326
Bréfritari óskar eftir styrk vegna lesblindugreiningar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjóra til umsagnar og afgreiðslu.
6. Umsókn um styrk vegna verkefnisins Stöðvum barnaklám á netinu200702005
Barnaheill óskar eftir 600 þús. kr. styrk undir kjörorðinu "stöðvum barnaklám á netinu".
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
7. Samþykktir varðandi niðurgreiðslur á vistunarkostnaði barna200702021
Minnisblað leikskólafulltrúa þar sem lögð eru fram drög að breytingum á samþykktum um niðurgreiðslur á vistunarkostnaði barna.
Til máls tók: RR.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fræðslunefndar til umsagnar.