17. desember 2009 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Marteinn Magnússon áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Tré-Búkka ehf. varðandi íbúðarhverfi í Bröttuhlíð200911175
Áður á dagskrá 958. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs. Umsögnin er hjálögð.
%0D%0D%0DTil máls tóku: HSv, SÓJ, HS, MM og JS.%0DLagt fram.
2. Engjavegur 11, beiðni um frestun álagningar gatnagerðargjalda og lækkun gjalds200901877
Umbeðin umsögn bæjarritara og byggingarfulltrúa er hjálögð.
%0D%0D%0DTil máls tók: SÓJ.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að ekki sé hægt að verða við frestun á álagningu gatnagerðargjaldsins né lækkun þess og er framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að öðru leyti falið að svara bréfriturum í samræmi við umræður á fundinum.
3. Erindi Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, umsagnarbeiðni vegna Magmatika200911476
Áður á dagskrá 960. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs. Umsögnin er hjálögð.
%0D%0D%0D%0D%0D%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við útgáfu leyfis hvað varðar opnunartíma eða önnur atriði eins og þau eru tilgreind í fyrirliggjandi umsókn, en vísar að öðru leyti til umsagnar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar hvað varðar atriði eins og byggingar- og skipulagsskilmála, lokaúttekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.
4. Erindi Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu vegna tímabundins vínveitingaleyfis200912164
%0D%0D%0D%0D%0D%0D%0D%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við útgáfu leyfis hvað varðar opnunartíma eða önnur atriði eins og þau eru tilgreind í fyrirliggjandi umsókn, en vísar að öðru leyti til umsagnar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar hvað varðar atriði eins og byggingar- og skipulagsskilmála, lokaúttekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.
5. Erindi Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála varðandi Háholt 14200912017
Kæra til úrskurðarnefndar til upplýsingar.
%0D%0D%0D%0DErindið lagt fram til kynningar, en framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs skilar inn greinargerð af hálfu Mosfellsbæjar.
6. 100 ára afmæli Kvenfélags Lágafellssóknar200912162
%0D%0D%0DTil máls tóku: HSv, HS, JS, MM og ÓG.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela menningarsviði, í samræmi við framlagt minnisblað, að aðstoða Kvenfélag Lágafellssóknar vegna 100 ára afmælis félagsins.
7. Leigusamningur að gæsluvallarhúsi fyri starfsemi dagforeldra200912166
%0D%0D%0D%0DTil máls tóku: HS og HSv.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila fræðslusviði að endurnýja leilgusamning um gæsluvallarhús við Njarðarholt.