19. nóvember 2007 kl. 17:15,
bæjarráðssalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Vinabæjarmálefni 2007-8200709063
Skýrsla frá vinnufundi í Skien lögð fram.
2. Tendrun jólaljósa og árleg jólatrésskemmtun200711165
Lagt er til að kveikt verði á jólatréi Mosfellsbæjar 1. desember 2007. Þá er lagt til að jólaball menningarmálanefndar fari fram í Hlégarði 27. desember, 2007. Verð 700 kr á manninn.
3. Menningarhús í Mosfellsbæ200711161
Fjallað var um menningarhús í miðbæ Mosfellsbæjar og uppbyggingu menningarstofnana í Mosfellsbæ. %0D%0DMenningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að fræðslu- og menningarsviði verði falið að leita til utanaðkomandi aðila um gerð þarfagreiningar fyrir menningarhús. Þá verði hugað að framtíðarhlutverki annarra félagsheimila og samkomuhúsa í bæjarfélaginu, svo sem Hlégarðs og Brúarlands. Einnig verði hugað að þörfum Listaskóla og Leikfélags Mosfellssveitar og framtíðarhúsnæðisþörf þessa aðila.%0D%0DMenningarmálanefnd leggur áherslu á að leitað verði til breiðs hóps, því menningarhús snertir alla bæjarbúa, en jafnframt sótt eftir umsögnum tengiliða stofnana, félags- og menningarstarfssemi. Í framhaldi af því verði gerð samantekt sem yrði lögð fyrir menningarmálanefnd.%0D%0D
4. Menningarráð í Mosfellsbæ200711160
Fjallað var um hugmyndir um menningarráð í Mosfellsbæ. Hér er um að ræða menningar- og listráð, sem er hugsað sem vettvangur, þar sem einstaklingar úr lista- og menningargeira geti haft samráð og verið bæjarfélaginu til ráðgjafar varðandi menningu og listir í sem víðustum skilningi.