Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

19. nóvember 2007 kl. 17:15,
bæjarráðssalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Björn Þráinn Þórðarson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi

    • 1. Vina­bæj­ar­mál­efni 2007-8200709063

      Skýrsla frá vinnufundi í Skien lögð fram.

      • 2. Tendr­un jóla­ljósa og ár­leg jóla­trés­skemmt­un200711165

        Lagt er til að kveikt verði á jóla­tréi Mos­fells­bæj­ar 1. des­em­ber 2007. Þá er lagt til að jóla­ball menn­ing­ar­mála­nefnd­ar fari fram í Hlé­garði 27. des­em­ber, 2007. Verð 700 kr á mann­inn.

        • 3. Menn­ing­ar­hús í Mos­fells­bæ200711161

          Fjallað var um menn­ing­ar­hús í mið­bæ Mos­fells­bæj­ar og upp­bygg­ingu menn­ing­ar­stofn­ana í Mos­fells­bæ. %0D%0DMenn­ing­ar­mála­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að fræðslu- og menn­ing­ar­sviði verði fal­ið að leita til ut­an­að­kom­andi að­ila um gerð þarf­agrein­ing­ar fyr­ir menn­ing­ar­hús. Þá verði hug­að að fram­tíð­ar­hlut­verki ann­arra fé­lags­heim­ila og sam­komu­húsa í bæj­ar­fé­lag­inu, svo sem Hlé­garðs og Brú­ar­lands. Einn­ig verði hug­að að þörf­um Lista­skóla og Leik­fé­lags Mos­fells­sveit­ar og fram­tíð­ar­hús­næð­is­þörf þessa að­ila.%0D%0DMenn­ing­ar­mála­nefnd legg­ur áherslu á að leitað verði til breiðs hóps, því menn­ing­ar­hús snert­ir alla bæj­ar­búa, en jafn­framt sótt eft­ir um­sögn­um tengi­liða stofn­ana, fé­lags- og menn­ing­ar­starfs­semi. Í fram­haldi af því verði gerð sam­an­tekt sem yrði lögð fyr­ir menn­ing­ar­mála­nefnd.%0D%0D

          • 4. Menn­ing­ar­ráð í Mos­fells­bæ200711160

            Fjallað var um hug­mynd­ir um menn­ing­ar­ráð í Mos­fells­bæ. Hér er um að ræða menn­ing­ar- og listráð, sem er hugsað sem vett­vang­ur, þar sem ein­stak­ling­ar úr lista- og menn­ing­ar­geira geti haft sam­ráð og ver­ið bæj­ar­fé­lag­inu til ráð­gjaf­ar varð­andi menn­ingu og list­ir í sem víð­ust­um skiln­ingi.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00