Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

12. júní 2007 kl. 08:00,
bæjarstjórnarsalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Ragna B. Guðbrandsdóttir Yfirmaður fjölskyldudeildar


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi

    • 1. Er­indi Barna­vernd­ar­stofu v. samstölu­blöð vegna árs­skýrslu­gerð­ar200704178

      Lagt fram til kynn­ing­ar.

      • 2. Er­indi Femín­ista­fé­lag Ís­lands varð­andi styrk200704022

        Ekki er unnt að verða við beiðn­inni þar sem út­hlut­un styrkja fyr­ir árið 2007 hef­ur þeg­ar far­ið fram. Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar aug­lýs­ir eft­ir um­sókn­um um styrki til verk­efna á sviði fjöl­skyldu­þjón­ustu í Mos­fells­bæ í októ­ber ár hvert. %0DUm­sókn­ir fyr­ir árið 2008 skulu berast þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar Þver­holti 2, 1. hæð á þar til gerð­um eyðu­blöð­um í síð­asta lagi 30.nóv­em­ber 2007. Eyðu­blöðin má nálg­ast í þjón­ustu­ver­inu og á heima­síðu bæj­ar­fé­lags­ins www.mos.is.

        • 3. Nem­endaráð grunn­skól­anna sam­ráð200705254

          Full­trú­ar nem­enda­ráða Lága­fells­skóla og Varmár­skóla mættu á fund­inn. Mætt­ir voru: Her­mann Ingi, Helgi Björn, Gest­ur Þór, Erna Mar­grét, Stefán Örn,Una%0D%0DRætt var um fjöl­skyld­una sem ein­ingu sem teng­ist sér­stök­um bönd­um þarf ekki alltaf að vera um blóð­bönd að ræða.%0DGott fjöl­skyldu­líf er þeg­ar hægt er að vera sam­an og gera góði hluti sam­an.%0DFjöl­skyldu­vænt um­hverfi þarf að vera til stað­ar til þess að fjöl­skyld­an geti átt það gott sam­an. Gott að­gengi að leik­skóla og skóla nauð­syn­legt. Fjöl­skyld­an þarf að hafa tíma sam­an. Tak­marka hætt­ur í um­hverf­inu fyr­ir börn. Góð­ir at­vinnu­mögu­leik­ar. Tengslanet fjöl­skyldu mik­il­vægt og sam­skipti við skyld­fólk. Full­trú­ar Lága­fells­skóla ræddu hug­mynd­ir sín­ar um úti­bú frá fé­lags­mið­stöð. Krakk­arn­ir höfðu góða hug­mynd um starf barna­vernd­ar­nefnd­ar og gerðu sér grein fyr­ir skyld­um og störf­um henn­ar. For­varn­ar­starf könn­uð­ust þau vel við og töl­uð­um um Ma­rita fræðslu. Vin­irn­ir hjálpa mest ef eitt­hvað kem­ur upp á og oft­ast byrj­að að leita til þeirra. Vímu­efni og óregla geta sundrað fjöl­skyld­um. Slæm sam­skipti og of­beldi hafa nei­kvæð áhrif á fjöl­skyldu­líf­ið. Sam­vera með fjöl­skyld­unni er af því góða og mætti alltaf vera meiri. Krakk­arn­ir þekkja til­vik um tölvu­notk­un þar sem kom­ið er í óefni en flest­um til­vik­um er þetta í lagi. %0D%0DFjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar þakk­ar full­trú­um nem­enda­ráða skól­anna fyr­ir þátt­tök­una.

          Fundargerðir til staðfestingar

          • 4. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 35200705030F

            Funda­gerð sam­þykkt.

            • 5. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 462200705026F

              Sam­þykkt.

              • 6. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 463200706001F

                Sam­þykkt.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30