26. september 2006 kl. 08:00,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir félagsmálastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Endurskoðun jafnréttisáætlunar Mosfellsbæjar200503115
Kynnt lög nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, ásamt hlutverki jafnréttisnefnda sveitarfélaga. Kynnt námsstefna félagsmálaráðuneytisins og Jafnréttisstofu sem haldið var í Hveragerði 21. og 22. september s.l. Námsstefnuna sóttu formaður, varaformaður, aðalmaður B-lista og félagsmálastjóri. Þá var farið yfir jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar 2006-2009 og rætt um næstu skref við framkvæmd verkefna.