Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. september 2008 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarstjórnar


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi

    • 1. Er­indi Ólafs Sig­urðs­son­ar varð­andi Mark­holt 2200809465

      Í erindinu fer Ólafur fram á að kostnaður sem hann hefur orðið fyrir að upphæð kr. 1.500 þúsund verði bættur honum af Mosfellsbæ.

      %0DTil máls tóku: HS, HSv og SÓJ.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til bæj­ar­rit­ara til skoð­un­ar.

      • 2. Frá Vor­boð­um - kór eldri borg­ara - vegna kór­a­móts 2008.200711209

        Þakkar bréf Vorboðans vegna styrks sem kórinn fékk frá Mosfellsbæ.

        %0D%0D%0DLagt fram þakk­ar­bréf Vor­boð­ans kórs eldri­borg­ara.

        • 3. Hljóð­vist íbúð­ar­hverfa í Mos­fells­bæ200710145

          Áður á dagskrá 897. fundar bæjarráðs. Bæjarverkfræðingur mætir á fundinn og fer yfir málið.

          %0D%0D%0D%0DÁ fund­inn mætti Jó­hanna B. Han­sen bæj­ar­verk­fræð­ing­ur.%0D %0DTil máls tóku: JBH, JS, HSv, KT, MM og HS.%0DBæj­ar­verk­fræð­ing­ur fór yfir fram­kvæmda­áætlun um hljóð­varn­ir í Mos­fells­bæ.%0DÁætl­un­in lögð fram og jafn­framt sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra og bæj­ar­verk­fræð­ingi að ræða við Vega­gerð rík­is­ins um mál­ið.

          • 4. Er­indi íþrótta­full­trúa Mos­fells­bæj­ar varð­andi inni­að­stöðu fyr­ir golfara í Mos­fells­bæ200808438

            Drög að styrktarsamningi á milli Golfklúbbanna Kjalar og Bakkakots og Mosfellsbæjar liggur nú fyrir.

            %0D%0D%0D%0D%0D%0DTil máls tóku: HSv, JS, KT, HS, MM og SÓJ.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að und­ir­rita styrkt­ar­samn­ing við golf­klúbb­ana í Mos­fells­bæ um inni­að­stöðu fyr­ir golfara í Mos­fells­bæ í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi samn­ings­drög og um­ræð­ur á fund­in­um.

            • 5. Er­indi Sam­bands ísl.sveit­ar­fé­laga varð­andi stefnu­mót­un í mál­efn­um inn­flytj­enda200809109

              Tillögur vinnuhóps Sambands ísl. sveitarfélaga varðandi málefni innflytjenda.

              %0D%0DTil máls tóku: HS, MM, JS og KT.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að óska eft­ir um­sögn fjöl­skyldu­nefnd­ar og fræðslu­nefnd­ar um fram­lögð drög að stefnu­mót­un í mál­efn­um inn­flytj­enda og haldi fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs utan um um­sagn­ar­ferl­ið og skili um­sögn­um til bæj­ar­ráðs

              • 6. Stórikriki 23, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi200609001

                Handhafi lóðarinnar að Stórakrika 23 hefur skilað inn lóðinni og lagt er til að auglýsa lóðina lausa til umsóknar og gefa til þess stuttan frest. Sú auglýsing væri þá í samræmi við úthlutunarreglurnar.

                %0D%0D%0DTil máls tóku: HS og HSv.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að aug­lýsa lóð­ina lausa til um­sókn­ar.

                • 7. Starfs­áætlan­ir Mos­fells­bæj­ar 2009200809341

                  Í samræmi við umræður á síðast fundi bæjarráðs ráðgerir Hildur Marta Hildur forstöðumaður bókasafns að mæta á fund bæjarráðs og kynna prófun sína á starfsáætlunarrammanum.

                  %0D%0D%0D%0D%0DÁ fund­inn mættu Björn Þrá­inn Þórð­ar­son fram­kvæmda­stjóri fræðslu- og menn­ing­ar­sviðs og Marta Hild­ur Richter for­stöðu­mað­ur Bóka­safns Mos­fells­bæj­ar.%0D %0DTil máls tóku: MHR, BÞÞ, HSv, JS, HS, SÓJ og KT.%0DBjörn Þrá­inn og Hild­ur Marta fóru yfir og kynntu fyrstu hug­mynd­ir að út­færslu starfs­áætl­ana fyr­ir stofn­an­ir Mos­fells­bæj­ar.

                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:55