18. september 2008 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarstjórnar
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Ólafs Sigurðssonar varðandi Markholt 2200809465
Í erindinu fer Ólafur fram á að kostnaður sem hann hefur orðið fyrir að upphæð kr. 1.500 þúsund verði bættur honum af Mosfellsbæ.
%0DTil máls tóku: HS, HSv og SÓJ.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarritara til skoðunar.
2. Frá Vorboðum - kór eldri borgara - vegna kóramóts 2008.200711209
Þakkar bréf Vorboðans vegna styrks sem kórinn fékk frá Mosfellsbæ.
%0D%0D%0DLagt fram þakkarbréf Vorboðans kórs eldriborgara.
3. Hljóðvist íbúðarhverfa í Mosfellsbæ200710145
Áður á dagskrá 897. fundar bæjarráðs. Bæjarverkfræðingur mætir á fundinn og fer yfir málið.
%0D%0D%0D%0DÁ fundinn mætti Jóhanna B. Hansen bæjarverkfræðingur.%0D %0DTil máls tóku: JBH, JS, HSv, KT, MM og HS.%0DBæjarverkfræðingur fór yfir framkvæmdaáætlun um hljóðvarnir í Mosfellsbæ.%0DÁætlunin lögð fram og jafnframt samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og bæjarverkfræðingi að ræða við Vegagerð ríkisins um málið.
4. Erindi íþróttafulltrúa Mosfellsbæjar varðandi inniaðstöðu fyrir golfara í Mosfellsbæ200808438
Drög að styrktarsamningi á milli Golfklúbbanna Kjalar og Bakkakots og Mosfellsbæjar liggur nú fyrir.
%0D%0D%0D%0D%0D%0DTil máls tóku: HSv, JS, KT, HS, MM og SÓJ.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita styrktarsamning við golfklúbbana í Mosfellsbæ um inniaðstöðu fyrir golfara í Mosfellsbæ í samræmi við fyrirliggjandi samningsdrög og umræður á fundinum.
5. Erindi Sambands ísl.sveitarfélaga varðandi stefnumótun í málefnum innflytjenda200809109
Tillögur vinnuhóps Sambands ísl. sveitarfélaga varðandi málefni innflytjenda.
%0D%0DTil máls tóku: HS, MM, JS og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að óska eftir umsögn fjölskyldunefndar og fræðslunefndar um framlögð drög að stefnumótun í málefnum innflytjenda og haldi framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs utan um umsagnarferlið og skili umsögnum til bæjarráðs
6. Stórikriki 23, umsókn um byggingarleyfi200609001
Handhafi lóðarinnar að Stórakrika 23 hefur skilað inn lóðinni og lagt er til að auglýsa lóðina lausa til umsóknar og gefa til þess stuttan frest. Sú auglýsing væri þá í samræmi við úthlutunarreglurnar.
%0D%0D%0DTil máls tóku: HS og HSv.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að auglýsa lóðina lausa til umsóknar.
7. Starfsáætlanir Mosfellsbæjar 2009200809341
Í samræmi við umræður á síðast fundi bæjarráðs ráðgerir Hildur Marta Hildur forstöðumaður bókasafns að mæta á fund bæjarráðs og kynna prófun sína á starfsáætlunarrammanum.
%0D%0D%0D%0D%0DÁ fundinn mættu Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs og Marta Hildur Richter forstöðumaður Bókasafns Mosfellsbæjar.%0D %0DTil máls tóku: MHR, BÞÞ, HSv, JS, HS, SÓJ og KT.%0DBjörn Þráinn og Hildur Marta fóru yfir og kynntu fyrstu hugmyndir að útfærslu starfsáætlana fyrir stofnanir Mosfellsbæjar.