Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

17. apríl 2007 kl. 08:00,
bæjarstjórnarsalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Unnur V. Ingólfsdóttir félagsmálastjóri


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi

    • 1. Könn­un á við­horfi til ferða­þjón­ustu fatl­aðra í Mos­fells­bæ200701294

      Elín Matt­hild­ur Andrés­dótt­ir fé­lags­ráð­gjafa­nemi kynn­ir nið­ur­stöð­ur könn­un­ar­inn­ar og Unn­ur Erla Þórodds­dótt­ir fé­lags­ráð­gjafi kynnti sam­an­tekt af fundi starfs­manna fjöl­skyldu­sviðs við ferða­þjón­ustu­að­ila.%0DFjöl­skyldu­nefnd þakk­ar El­ínu fyr­ir vel unna rann­sókn og fram­setn­ingu. Einn­ig þakk­ar nefnd­in þeim starfs­mönn­um sviðs­ins sem komu að fram­kvæmd verk­efn­is­ins.

      • 2. Regl­ur um ferða­þjón­ustu fatl­aðra200704062

        Fjöl­skyldu­nefnd legg­ur til að regl­um um ferða­þjón­ustu fatl­aðra verði breytt í sam­ræmi við fram­lagð­ar til­lög­ur á minn­is­blaði fé­lags­mála­stjóra dags. 12. apríl 2007 og um­ræð­ur á fund­in­um.%0D%0DFull­trúi B-lista legg­ur fram til­lög­ur að bættri þjón­ustu við fatl­aða íbúa Mos­fells­bæj­ar. Upp­haf­leg­ar til­lög­ur voru lagð­ar fram fyr­ir fjár­laga­gerð árs­ins 2007, 10. og 24. októ­ber 2006 á 69. og 70. fundi fjöl­skyldu­nefnd­ar en hafa ekki hlot­ið hljómgrunn nema hvað varð­ar til­lögu að þjón­ustu­könn­un. Mik­il­vægt er að íbú­ar Mos­fells­bæj­ar eigi kost á sam­bæri­legri þjón­ustu og býðst ann­ars stað­ar, til dæm­is í Reykja­vík. Sú aukn­ing í fjár­magni sem lögð var í ferða­þjón­ustu við fjár­hags­áætlun fyr­ir árið 2007 er til­komin vegna aukn­ing­ar í þjón­ustu við íbúa Skála­túns­heim­il­is­ins en ekki vegna bættr­ar þjón­ustu. Full­trúi B-lista fagn­ar þeirri þjón­ustu­könn­un sem unn­in var og gef­ur hún vís­bend­ing­ar um lag­fær­ingu á ferða­þjón­ustu fatl­aðra sem ríma að vissu leyti við eft­ir­far­andi til­lög­ur. %0DTil­lög­ur að breyt­ingu á regl­um um ferða­þjón­ustu.%0D1) Ferð­um til einka­er­inda verði fjölgað að minnsta kosti í 18 ferð­ir á mán­uði. Heim­ilt verði að veita þeim er nota þjón­ust­una dag­lega til vinnu eða skóla kost á fleiri ferð­um en 60 alls.%0D2) Not­end­um verði heim­ilt að taka með sér ann­an far­þega en greiði hann fullt strætógjald.%0D3) Að­stoð­ar­menn ferð­ist frítt með.%0D4) Hægt verði að panta ferð­ir á laug­ar­dög­um frá 9-12. Kvöld­ferð­ir sé hægt að panta sam­dæg­urs til kl. 16 virka daga með 3 klst. fyr­ir­vara. Í jan. 2008 verði hægt að panta allt að 10 ferð­um sam­dæg­urs. %0DTil­lög­ur að breyt­ingu á regl­um um lið­veislu.%0D1) Not­andi geti sótt um lið­veislu óháð bú­setu­skil­yrð­um.%0D2) For­gangs njóta þeir sem búa ein­ir.%0D%0DFull­trú­ar D og V lista telja að ferða­þjón­usta fatl­aðra í Mos­fells­bæ sé sam­bæri­leg við önn­ur bæj­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og jafn­vel betri vegna ná­lægð­ar milli þjón­ustu­þega og þjón­ustu­gjafa. Breyt­ing­ar á regl­um verða rædd­ar þeg­ar skýrsla starfs­hóps um ferða­þjón­ustu fatl­aðra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu ligg­ur fyr­ir.%0D%0DUm­fjöllun og af­greiðsla fram­kom­inna til­lagna frestað þar til skýrsla starfs­hóps um ferða­þjón­ustu fatl­aðra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu ligg­ur fyr­ir.%0D %0DSam­þykkt.

        • 3. Ferða­þjón­usta fatl­að­ar í Mos­fells­bæ árið 2006200704063

          Lagt fram.

          • 4. Fjár­hags­að­stoð í Mos­fells­bæ árið 2006200704064

            Lagt fram.

            Fundargerðir til staðfestingar

            • 5. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 30200704003F

              Sam­þykkt.

              • 6. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 454200703027F

                Sam­þykkt.

                • 7. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 455200704002F

                  Sam­þykkt.

                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00