17. apríl 2007 kl. 08:00,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir félagsmálastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Könnun á viðhorfi til ferðaþjónustu fatlaðra í Mosfellsbæ200701294
Elín Matthildur Andrésdóttir félagsráðgjafanemi kynnir niðurstöður könnunarinnar og Unnur Erla Þóroddsdóttir félagsráðgjafi kynnti samantekt af fundi starfsmanna fjölskyldusviðs við ferðaþjónustuaðila.%0DFjölskyldunefnd þakkar Elínu fyrir vel unna rannsókn og framsetningu. Einnig þakkar nefndin þeim starfsmönnum sviðsins sem komu að framkvæmd verkefnisins.
2. Reglur um ferðaþjónustu fatlaðra200704062
Fjölskyldunefnd leggur til að reglum um ferðaþjónustu fatlaðra verði breytt í samræmi við framlagðar tillögur á minnisblaði félagsmálastjóra dags. 12. apríl 2007 og umræður á fundinum.%0D%0DFulltrúi B-lista leggur fram tillögur að bættri þjónustu við fatlaða íbúa Mosfellsbæjar. Upphaflegar tillögur voru lagðar fram fyrir fjárlagagerð ársins 2007, 10. og 24. október 2006 á 69. og 70. fundi fjölskyldunefndar en hafa ekki hlotið hljómgrunn nema hvað varðar tillögu að þjónustukönnun. Mikilvægt er að íbúar Mosfellsbæjar eigi kost á sambærilegri þjónustu og býðst annars staðar, til dæmis í Reykjavík. Sú aukning í fjármagni sem lögð var í ferðaþjónustu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 er tilkomin vegna aukningar í þjónustu við íbúa Skálatúnsheimilisins en ekki vegna bættrar þjónustu. Fulltrúi B-lista fagnar þeirri þjónustukönnun sem unnin var og gefur hún vísbendingar um lagfæringu á ferðaþjónustu fatlaðra sem ríma að vissu leyti við eftirfarandi tillögur. %0DTillögur að breytingu á reglum um ferðaþjónustu.%0D1) Ferðum til einkaerinda verði fjölgað að minnsta kosti í 18 ferðir á mánuði. Heimilt verði að veita þeim er nota þjónustuna daglega til vinnu eða skóla kost á fleiri ferðum en 60 alls.%0D2) Notendum verði heimilt að taka með sér annan farþega en greiði hann fullt strætógjald.%0D3) Aðstoðarmenn ferðist frítt með.%0D4) Hægt verði að panta ferðir á laugardögum frá 9-12. Kvöldferðir sé hægt að panta samdægurs til kl. 16 virka daga með 3 klst. fyrirvara. Í jan. 2008 verði hægt að panta allt að 10 ferðum samdægurs. %0DTillögur að breytingu á reglum um liðveislu.%0D1) Notandi geti sótt um liðveislu óháð búsetuskilyrðum.%0D2) Forgangs njóta þeir sem búa einir.%0D%0DFulltrúar D og V lista telja að ferðaþjónusta fatlaðra í Mosfellsbæ sé sambærileg við önnur bæjarfélög á höfuðborgarsvæðinu og jafnvel betri vegna nálægðar milli þjónustuþega og þjónustugjafa. Breytingar á reglum verða ræddar þegar skýrsla starfshóps um ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu liggur fyrir.%0D%0DUmfjöllun og afgreiðsla framkominna tillagna frestað þar til skýrsla starfshóps um ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu liggur fyrir.%0D %0DSamþykkt.
3. Ferðaþjónusta fatlaðar í Mosfellsbæ árið 2006200704063
Lagt fram.
4. Fjárhagsaðstoð í Mosfellsbæ árið 2006200704064
Lagt fram.
Fundargerðir til staðfestingar
6. Trúnaðarmálafundur - 454200703027F
Samþykkt.
7. Trúnaðarmálafundur - 455200704002F
Samþykkt.