Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

24. janúar 2008 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi - umsagnir og vísanir

    • 1. Að­staða fyr­ir MOTOMOS200605117

      Áður á dagskrá 818. fundar bæjarráðs, þar sem bæjarstjórar og bæjarverkfræðingi var falið að vinna áfram að málinu. Hér eru lögð fyrir drög til kynningar.

      Til máls tóku: HSv, MM, JS, JBM og HP.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar og um­hverf­is­nefnd­ar til um­sagn­ar. Bæj­ar­stjóra jafn­framt fal­ið að ræða er­ind­ið við Veiði­fé­lag Leir­vogs­ár.

      • 2. Drög að inn­kauparegl­um fyr­ir sveit­ar­fé­lög200711010

        Áður á dagskrá 852. fundar bæjarráðs þar sem bæjarritara var falið að vinna áfram að reglunum. Hér eru lögð fram drög bæjarritara, bæjarverkfræðings, fjármálastjóra og deildarstjóra tæknideildar til kynningar.

        Til máls tóku: SÓJ, JBM, HSv, MM, JS og HP.Drög­in lögð fram.

        • 3. Er­indi Aft­ur­eld­ing­ar varð­andi gist­ingu fyr­ir þátt­tak­end­ur Gogga gal­vaska200711166

          Áður á dagskrá 861. fundar bæjarráðs þar sem umsagnar íþróttafulltrúa var óskað. Umsögn hans fylgir.

          Til máls tóku: HSv og HP.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að verða við er­indi UMFA varð­andi gist­ingu fyr­ir þát­tak­end­ur á frjálsí­þrótta­mót­inu Gogga gal­vaska.

          • 4. Er­indi UMFA varð­andi Norð­ur­landa­mót ung­linga U19 í blaki200712037

            Áður á dagskrá 858. fundar bæjarráðs þar sem umsagnar íþróttafulltrúa var óskað. Umsögn hans fylgir.

            Til máls tóku: HSv, JS og HP.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að synja er­ind­inu þar sem að­staða er ekki fyr­ir hendi.

            Almenn erindi

            • 5. Er­indi Sorpa bs dags. 17. des­em­ber 2007200801024

              Til máls tóku: HSv og JS.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að stað­festa af­greiðslu stjórn­ar Sorpu bs. varð­andi 421 millj. kr. lán­töku sbr. lán­töku­áætlun fyr­ir árið 2008 vegna fjölg­un­ar end­ur­vinnslu­stöðva.

              • 6. Krika­skóli - hönn­un200801173

                Til máls tóku: HSv, JS og HP.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að ganga frá ráð­gjafa­samn­ingi við hönn­uði.

                • 7. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um sam­göngu­áætlun200801244

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til bæj­ar­verk­fræð­ings til um­sagn­ar.

                  • 8. Er­indi Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga varð­andi kjara­við­ræð­ur við KÍ200801250

                    Til máls tóku: HSv, JS og HP.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­rit­ara að til­kynna um þátt­tak­end­ur til SSH.

                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30