24. janúar 2008 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Aðstaða fyrir MOTOMOS200605117
Áður á dagskrá 818. fundar bæjarráðs, þar sem bæjarstjórar og bæjarverkfræðingi var falið að vinna áfram að málinu. Hér eru lögð fyrir drög til kynningar.
Til máls tóku: HSv, MM, JS, JBM og HP.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar og umhverfisnefndar til umsagnar. Bæjarstjóra jafnframt falið að ræða erindið við Veiðifélag Leirvogsár.
2. Drög að innkaupareglum fyrir sveitarfélög200711010
Áður á dagskrá 852. fundar bæjarráðs þar sem bæjarritara var falið að vinna áfram að reglunum. Hér eru lögð fram drög bæjarritara, bæjarverkfræðings, fjármálastjóra og deildarstjóra tæknideildar til kynningar.
Til máls tóku: SÓJ, JBM, HSv, MM, JS og HP.Drögin lögð fram.
3. Erindi Aftureldingar varðandi gistingu fyrir þátttakendur Gogga galvaska200711166
Áður á dagskrá 861. fundar bæjarráðs þar sem umsagnar íþróttafulltrúa var óskað. Umsögn hans fylgir.
Til máls tóku: HSv og HP.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að verða við erindi UMFA varðandi gistingu fyrir þáttakendur á frjálsíþróttamótinu Gogga galvaska.
4. Erindi UMFA varðandi Norðurlandamót unglinga U19 í blaki200712037
Áður á dagskrá 858. fundar bæjarráðs þar sem umsagnar íþróttafulltrúa var óskað. Umsögn hans fylgir.
Til máls tóku: HSv, JS og HP.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að synja erindinu þar sem aðstaða er ekki fyrir hendi.
Almenn erindi
5. Erindi Sorpa bs dags. 17. desember 2007200801024
Til máls tóku: HSv og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að staðfesta afgreiðslu stjórnar Sorpu bs. varðandi 421 millj. kr. lántöku sbr. lántökuáætlun fyrir árið 2008 vegna fjölgunar endurvinnslustöðva.
6. Krikaskóli - hönnun200801173
Til máls tóku: HSv, JS og HP.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að ganga frá ráðgjafasamningi við hönnuði.
7. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um samgönguáætlun200801244
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarverkfræðings til umsagnar.
8. Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi kjaraviðræður við KÍ200801250
Til máls tóku: HSv, JS og HP.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarritara að tilkynna um þátttakendur til SSH.