23. október 2008 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarstjórnar
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Nýtt menningarsvið Mosfellsbæjar2008091009
Áður á dagskrá 900. fundar bæjarráðs, þar sem óskað var umsagnar atvinnu- og ferðamálanefndar. Umsögn nefndarinner fylgir í hjálagðri bókun frá 69. fundi nefndarinnar.
%0DTil máls tóku: HS, MM, JS, KT og HSv.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að undirbúa erindisbréf fyrir nýja ferðamála- og þróunarnefnd Mosfellsbæjar og breytt hlutverk bæjarráðs í samræmi við umsögn atvinnu- og ferðamálanefndar.
2. Fjárhagsáætlun 20092008081564
Fjármálastjóri leggur fram endurskoðaða tímaáætlun vegna fjárhagsáætlanagerðar 2009.
%0D%0DTil máls tóku: HS, HSv og JS.%0DLagt fram til kynningar endurbætt tímaáætlun vegna vinnu við fjárhags- og starfsáætlanagerð.
3. Erindi Lagastoðar varðandi deiliskipulag í landi Lundar200809770
Áður á dagskrá 899. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar lögmanns bæjarins. Umsögnin fylgir hjálagt í formi svarbréfs.
%0D%0DTil máls tóku: Hsv, JS, KT og HS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni bæjarins að svara erindinu.
4. Erindi Lágafellskirkju varðandi styrk vegna æskulýðsstarfs200810330
Styrkbeiðni að upphæð kr. 500 þús vegna æskulýðsstarfs.
%0D%0DTil máls tóku: HS og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skoðunar vegna fjárhagsáætlanagerðar 2009.
5. Erindi Múr- og málningarþjónustunnar Hafnar ehf varðandi skil á lóðinni Desjamýri 2200810359
Múr- og málningarþjónustan óskar að skila inn lóðinni Desjamýri 2.
%0D%0DTil máls tóku: HSv, JS, HS og SÓJ.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela fjármálastjóra afgreiðslu mála varðandi skil lóða við Desjamýri.
6. Erindi Sorpu bs. varðandi rekstraráætlun 2009200810317
Hjálögð er rekstraráætlun Sorpu bs. sem samþykkt var af stjórninni þann 29. september 2008.
%0D%0D%0DTil máls tóku: HS, JS, HSv, KT, MM og SÓJ.%0DRekstraráætlunin lögð fram og frekari umræðu frestað.
7. Rekstrarskýrsla Tómstundaskóla Mosfellsbæjar200810344
Til kynningar frá Tómstundaskóla Mosfellsbæjar.
%0D%0D%0DTil máls tók: HS.%0DRekstrarskýrslan lögð fram og samþykkt að vísa henni til skoðunar við fjárhagsáætlanagerð 2009.
8. Gjaldskrárákvarðanir, álit lögfræðisviðs Sambands ísl. sveitafélaga200810220
Lagt fram til kynningar lögfræðiálit Sambands ísl. sveitarfélaga ásamt með minnisblaði verkefnisstjóra á fræðslusviði Magneu Ingimundardóttur.
%0D%0DLögfræðiálitið lagt fram og samþykkt með þremur atkvæðum að vísa því til fræðslunefndar til upplýsingar.
9. Íþróttamiðstöðin að Varmá - upplýsingar um framkvæmdir.200802191
Íþrótta- og tómstundanefnd vísar samþykkt sinni varðandi íþróttamiðstöðina að Varmá til bæjarráðs.%0DFramkvæmdastjóri umhverfissviðs mætir á fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.
Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Framkvæmdastjórinn fór yfir og upplýsti um fyrirhugaða framkvæmd við íþróttamiðstöðina að Varmá.
<br />
Til máls tóku: JBH, HS, HSv, JS, MM, KT og SÓJ.
10. Gönguleið milli Leirvogstungu og Varmárskóla200810415
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs mætir á fund bæjarráðs og fer yfir og útskýrir framkvæmdina.
%0D%0DJóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið.%0D %0DTil máls tóku: JBH, HS, HSv, JS, MM og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að fara í framkvæmd við endurgerð eldri stíga og nýrrar göngubrúar á Köldukvísl í samræmi við framlagt minnisblað framkvæmdastjórans.