29. apríl 2010 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varamaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Marteinn Magnússon áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Félags- og tryggingamálaráðuneytisins varðandi málefni fatlaðra200911277
Áður á dagskrá 959. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs. Umsögn hjálögð.
%0D%0D%0DÁ fundinn undir þessum dagskrárlið er mætt Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs.%0D %0DTil máls tóku: UVI, ÓG, MM, JS og HP.%0DFyrir fundinum lá minnisblað framkvæmdastjórans þar sem lagt er til að Mosfellsbær fari leið eitt þ.e. að Mosfellsbær verði með sína eigin þjónustu varðandi málefni fatlaðra þegar yfirfærsla á málaflokknum færist yfir til sveitarfélaganna. Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að koma þessari afstöðu Mosfellsbæjar til félags- og tryggingarmálaráðuneytisins.
2. Erindi Emils Péturssonar varðandi Lækjarnes201002245
Áður á dagskrá 973. fundar bæjarráðs, þar lá fyrir umsögn skipulags- og byggingarnefndar og var framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs falið að svara erindinu. Nú liggur fyrir að gefa formlega umsögn vegna umsóknar um lögbýlisrétt.
%0D%0D%0D%0DTil máls tóku: SÓJ, HP og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að Mosfellsbær gefi jákvæða umsögn varðandi umsókn Emils Péturssonar og Ólafíu Bjarnadóttur lögbýli að Lækjarnesi.
3. Erindi Hjalta Árnasonar varðandi Icelandic health and fitness expo 2010201004104
Áður á dagskrá 976. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs. Umsögn hjálögð.
%0D%0D%0D%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að verða við ósk Hjalta Árnasonar um afnot af íþróttamiðstöðinni að Varmá fyrir Icelandic health and fitness expo 2010 í samræmi við erindi hans þar um, enda rúmist kostnaðurinn innan fjárhagsáætlunar íþróttamiðstöðvarinnar sbr. minnisblað framkvæmdastjóra menningarsviðs.
4. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til húsaleigulaga201004199
%0D%0D%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til umsagnar og afgreiðslu.
5. Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfi - Þrumur og eldingar201004220
%0D%0D%0D%0D%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar gerir ekki athugasemd við framkomna umsókn um tímabundið áfengisveitingaleyfi.