23. ágúst 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Gjaldskrá gatnagerðargjalda200708067
Vísað til bæjarráðs frá 472. fundi bæjarstjórnar.
Til máls tóku: HSv, SÓJ, HBA, RR, KT og MM.%0DFram fór umræða um drög að gjaldskrá.
2. Útboð skólaaksturs 2007200706094
Áður á dagskrá 832. fundar bæjarráðs, þar sem útboð var heimilað.%0DÓskað er heimildar bæjarráðs til að taka tilboði lægstbjóðanda Hópferðabílum Jónatans.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila fræðslu- og menningarsviði að semja við lægstbjóðanda, Hópferðabíla Jónatans.
3. Erindi frá Mörkin lögmannsstofa hf varðandi gatnagerð við Reykjahvol200704053
Áður á dagskrá 822. fundar bæjarráðs. %0DKynnt er bréf bæjarstjóra til bréfritara.
Til máls tók: RR.%0DBæjarstjóri gerði grein fyrir erindinu og því svari sem sent hefur verið.
4. Hönnun og gerð færanlegra kennslustofa fyrir leik- og grunnskóla200703135
Áður á dagskrá 825. fundar bæjarráðs.%0D%0DÓskað er heimildar bæjarráðs til færslu stofu, aukafjárveitingar 3.5 millj. kr. vegna flutninga, frágangs lóðar o.fl.
Til máls tóku: HSv og RR.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila flutning á færanlegri kennslustofu á Varmársvæðið og að kostnaður því samfara kr. 3,5 verði tekinn af liðnum ófyrirséð.
5. Erindi Sæbergs Þórðarsonar fh.landeigenda Suðurreykja 1 varðandi skiptingu úr jörðinni200708001
Áður á dagskrá 836. fundar bæjarráðs. Fyrir liggur umsögn bæjarritara og byggingarfulltrúa.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð gerir ekki athugasemd við skiptingu úr jörðinni og að byggingarfulltrúa verði falið að ganga frá málinu þegar umsækjandi hefur lagt fram fullnægjandi gögn.
Almenn erindi
6. Erindi Ingibjargar B. Jóhannesd. varðandi kröfu um bætur fyrir lóð200708106
Til máls tóku: HSv, RR, MM og SÓJ.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarritara að skoða erindið.
7. Umsókn kennara um launalaust leyfi skólaárið 2007-2008.200704181
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umbeðið launalaust leyfi tímabilið 1.8.2007 til 31.7.2008.
8. Umsókn starfsmanns um launalaust leyfi200708117
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umbeðið launalaust leyfi tímabilið 15.8.2007 til 31.7.2008.
9. Umsókn um lóð200708129
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarritara að svara erindinu.
10. Erindi Löggarðs varðandi lóð úr landi Úlfarsfells, landnr. 125474200708130
Til máls tóku: HSv, MM, KT, RR og SÓJ.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarritara að skoða erindið.
11. Úrskurðarnefnd kæra vegna Hamrabrekkur200708132
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að gæta hagsmuna bæjarins.
12. Erindi Stætó bs. varðandi verkefnið Frítt í strætó200708158
Til máls tóku: HSv, RR, KT, MM og HBA.%0DLögð fram greinargerð framkvæmdastjóra Strætó bs. varðandi verkefnið "Frítt í strætó", þ.e. að gefa nemendum í framhalds- og háskólum frítt í strætó, en um er að ræða tilraunarverkefni sem samþykkt hefur verið í stjórn Strætó bs. og hefur bæjarstjórn Mosfellsbæjar staðfest þátttöku bæjarins í tilraunaverkefninu.
13. Veituframkvæmdir í landi Helgafells200708164
Til máls tóku: HSv, HBA, MM og RR.%0DLagt fram minnisblað bæjarverkfræðings varðandi veituframkvæmdir í landi Helgafells.