29. ágúst 2006 kl. 07:00,
bæjarráðssalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Deiliskipulag fyrir lóð Skálatúns200504247
Framhald umfjöllunar á síðasta fundi þar sem tillaga að deiliskipulagi var kynnt.
Framhald umfjöllunar á síðasta fundi þar sem tillaga að deiliskipulagi var kynnt.%0DNefndin tekur jákvætt í tillöguna að öðru leyti en því sem varðar íbúðabyggð sem ekki tengist starfsemi Skálatúns.
2. Athugun á hugsanlegum stöðum fyrir framhaldsskóla í Mosfellsbæ.200603092
Framhald umræðu á síðasta fundi, þar sem greinargerð Batterísins arkitekta var lögð fram.
Framhald umræðu á síðasta fundi, þar sem greinargerð Batterísins arkitekta var lögð fram.%0DNefndin felur starfsmönnum að boða til fundar með skipulags-og byggingarnefnd, fræðslunefnd og bæjarfulltrúum um málið n.k. þriðjudag.
3. Skálahlíð 38,40,42,44 - ósk um breytingu á skipulagsskilmálum200606138
Grenndarkynningu á tillögu að breytingu á skipulagsskilmálum lauk 25. ágúst, 3 athugasemdir bárust, frá Steinunni Marteinsdóttur, Ragnheiði Gunnarsdóttur og Haraldi Sverrissyni, dags. 22. ágúst 2006, frá Ólafi Sigurðssyni og Svövu Ágústsdóttur, dags. 22. ágúst 2006 og frá Níels Olgeirssyni og Ragnheiði Valdimarsdóttur, dags. 24. ágúst 2006
Grenndarkynningu á tillögu að breytingu á skipulagsskilmálum lauk 25. ágúst, 3 athugasemdir bárust, frá Steinunni Marteinsdóttur, Ragnheiði Gunnarsdóttur og Haraldi Sverrissyni, dags. 22. ágúst 2006, frá Ólafi Sigurðssyni og Svövu Ágústsdóttur, dags. 22. ágúst 2006 og frá Níels Olgeirssyni og Ragnheiði Valdimarsdóttur, dags. 24. ágúst 2006.%0DFrestað.
4. Helgafellsland, deilskipulag síðari áfanga (3+)200608200
Fulltrúi landeigenda og arkitekt mæta á fundinn og gera grein fyrir stöðu skipulagsvinnu.
Á fundinn komu Gestur Ólafsson arkitekt og Hannes Sigurgeirsson frá Helgafellsbyggingum ehf. og gerðu grein fyrir stöðu deiliskipulagsvinnu.
5. Íþróttasvæði við Varmá, deiliskipulag200608201
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi, unnin af Landmótun, dagsett 22. ágúst 2006, þar sem m.a. er sýndur byggingarreitur fyrir nýtt anddyri við íþróttamiðstöð og mannvirki umhverfis nýjan gervigrasvöll.%0D(Meðf. eru drög að tillögu, endurskoðuð drög verða lögð fram á fundinum.)
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi, unnin af Landmótun, dagsett 22. ágúst 2006, þar sem m.a. er sýndur byggingarreitur fyrir nýtt anddyri við íþróttamiðstöð og mannvirki umhverfis nýjan gervigrasvöll.%0DNefndin felur starfsmönnum að koma sjónarmiðum hennar á framfæri við höfunda skipulagsins.%0D
6. Bjartahlíð 27, fyrirspurn um byggingu vinnustofu200608119
Jón Kalman Stefánsson og María Karen Sigurðardóttir leggja fram nýja fyrirspurn og 2 tillögur í framhaldi af því að fyrri tillögu var hafnað á 170. fundi.
Jón Kalman Stefánsson og María Karen Sigurðardóttir leggja fram nýja fyrirspurn og 2 tillögur að viðbyggingu í framhaldi af því að fyrri tillögu var hafnað á 170. fundi.%0DNefndin fellst á að tillaga A verði sett í grenndarkynningu.
7. Bjargartangi 14, fyrirspurn um byggingu vinnuskúrs og áhaldageymslu200608082
Stefán Pálsson og Kristín Lilliendahl óska eftir heimild til þess að setja niður 20 m2 bráðabirgðahús á lóðarmörkum milli Bjargartanga 12 og 14. Á 170. fundi hafnaði nefndin tillögu um byggingu áhaldarýmis og vinnustofu í SV-horni lóðarinnar.
Stefán Pálsson og Kristín Lilliendahl óska eftir heimild til þess að setja niður 20 m2 bráðabirgðahús við lóðarmörk milli Bjargartanga 12 og 14. skv. meðfylgjandi skissum. Á 170. fundi hafnaði nefndin tillögu um byggingu áhaldarýmis og vinnustofu í SV-horni lóðarinnar.%0DNefndin heimilar að tillaga að vinnustofu skv. erindinu verði grenndarkynnt þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
8. Litlikriki 76, fyrirspurn um frávik frá skipulagi200608078
Jón Hrafn Hlöðversson byggingafræðingur óskar f.h. lóðarhafa eftir áliti nefndarinnar á fjölgun íbúða úr 15 í 18, gerð sólskála á svölum og öðrum frávikum frá skipulagi.
Jón Hrafn Hlöðversson byggingafræðingur óskar f.h. lóðarhafa eftir áliti nefndarinnar á fjölgun íbúða úr 15 í 18, gerð sólskála á svölum og öðrum frávikum frá skipulagi.%0DNefndin leggur áherslu á að farið verði að skipulagsskilmálum að því er varðar bílastæði og stöllun hússins og felur byggingarfulltrúa að kynna lóðarhafa sjónarmið nefndarinnar um önnur atriði í samræmi við umræður á fundinum.
9. Litlikriki 21, umsókn um byggingarleyfi200607076
Arkitektar Ólöf og Jon ehf. sækja f.h. lóðarhafa um að færa hús 0,7 m út fyrir byggingarreit til suðurs í því skyni að fá lengra bílastæði frammi við götu. Byggingarfulltrúi gerði athugasemd við að bílastæði væri of stutt, en skipulagsskilmálar kveða ekki greinilega á um lágmarkslengd þess.
Arkitektar Ólöf og Jon ehf. sækja f.h. lóðarhafa um að færa hús 0,7 m út fyrir byggingarreit til suðurs í því skyni að fá lengra bílastæði frammi við götu. Byggingarfulltrúi gerði athugasemd við að bílastæði væri of stutt, en skipulagsskilmálar kveða ekki greinilega á um lágmarkslengd þess.%0DNefndin fellst á að tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 26. gr. s/b-laga.
10. Brattahlíð 12, ósk um breytingu á deiliskipulagi200608156
Níels Olgeirsson og Ragnheiður Valdimarsdóttir óska eftir að fá að skipta lóðinni í tvennt og reisa 350 m2 einnar hæðar einbýlishús á vestari hlutanum.
Níels Olgeirsson og Ragnheiður Valdimarsdóttir óska eftir að fá að skipta lóðinni í tvennt og reisa 350 m2 einnar hæðar einbýlishús á vestari hlutanum.%0DFrestað.
11. Kópavogsbær, breyting á svæðisskipulagi - Glaðheimar200608140
Kópavogsbær óskar eftir umsögn um fyrirhugaða breytingu á svæðisskipulagi, sem felst í því að 11,5 ha opnu svæði til sérstakra nota (hesthúsahverfi Gusts)verði breytt í verslunar og þjónustusvæði þar sem byggja megi 150 þús. m2 húsnæðis. Bæjarstjórn Kópavogs telur að breytingin falli undir óverulega breytingu á svæðisskipulagi.
Kópavogsbær óskar eftir umsögn um fyrirhugaða breytingu á svæðisskipulagi, sem felst í því að 11,5 ha opnu svæði til sérstakra nota (hesthúsahverfi Gusts)verði breytt í verslunar og þjónustusvæði þar sem byggja megi 150 þús. m2 húsnæðis. Bæjarstjórn Kópavogs telur að breytingin falli undir óverulega breytingu á svæðisskipulagi.%0DSkipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar lítur svo á að umrædd breyting geti ekki talist óveruleg.