13. desember 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Erindi Gefjunar ehf. varðandi innheimtu á byggingargjöldum200608019
Áður á dagskrá 855. fundar bæjarráðs og þá frestað. Bæjarritari gerir grein fyrir framkomnum minnisblöðum í málinu.
Til máls tóku: SÓJ, MM, JS, HS og HSv.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarritara að ganga frá svari til Gefjunar ehf. á grundvelli umræðu á fundinum og álits bæjarritara.
2. Erindi Dýralæknafélags Íslands varðandi stofnun örmerkjagagnagrunns gæludýra200711115
Áður á dagskrá 853. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar bæjarverkfræðings og Heilbrigðiseftirlits Kjósarsýslu. Umsagnirnar fylgja með.
Samþykkt með þremur atkvæðum að synja erindinu.
3. Erindi Monique van Oosten varðandi framleigu á leigusamningi Selholts200711201
Áður á dagskrá 856. fundar bæjarráðs, þar sem bæjarritara var falið að ræða við bréfritara. Bæjarritari gerir grein fyrir þeim viðræðum og með fylgir uppkast að breyttum leigusamningi.
Til máls tóku: HS, HSv, SÓJ, MM og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarritara að endurnýja leigusamning í samræmi við framlögð drög.
Almenn erindi
4. Endurskoðun á samkomulagi um leikskóladvöl barna, sem flytjast milli leikskóla á höfuðborgarsvæðinu200702135
Til máls tóku: HSv, HS og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila leikskólafulltrúa að staðfesta samkomulagið sbr. meðfylgjandi drög.
5. Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi þjónustu- og viðhorfskönnun200711266
Niðurstaða þjónustu- og viðhorfskönnunar til kynningar.
Niðurstaða þjónustu- og viðhorfskönnunarinnar lögð fram.
6. Húsnæðismál bæjarskrifstofa200712026
Til máls tóku: HSv, SÓJ, JS, KT, MM og HS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarritara að ganga til samninga um leigu 2. hæðar í kjarna í samræmi við umræður á fundinum og fyrirliggjandi álit húsnæðishóps.
7. Erindi Neytendasamtakanna varðandi styrkveitingu200712031
Samþykkt með þremur atkvæðum að synja erindinu.
8. Erindi Aftureldingar varðandi áskorun til bæjarstjórnar200712033
Til máls tóku: HSv, HS, KT, JS og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar og afgreiðslu.
9. Erindi UMFA varðandi Norðurlandamót unglinga U19 í blaki200712037
Til máls tóku: HSv, KT, %0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til íþróttafulltrúa til umsagnar.
10. Greiðsludreifing fasteignagjalda og lágmarksupphæð200712050
Samþykkt með þremur atkvæðum að staðfesta minnisblað fjármálastjóra varðandi greiðsludreifingu fasteignagjalda og lágmarksupphæð vegna ársins 2008.
11. Reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega200712051
Samþykkt með þremur atkvæðum reglur um afslátt af fasteignagjöldum elli- og örorkulífeyrisþega sbr. minnisblað fjármálastjóra þar um.
12. Erindi Björgunarsveitarinnar Kyndils varðandi flugeldasýningar200712058
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð geri ekki athugasemdir við fyrirhugaðar flugeldasýningar Björgunarsveitarinnar Kyndils. Bæjarráð beinir þeim tilmælum til björgunarsveitarinnar að hafa samráð við hestamannafélagið um tilhögun flugeldasýninganna.
13. Erindi Fróða Jóhannssonar varðandi skiptingu á landi.200712060
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð gerir ekki athugasemd af sinni hálfu við skiptingu landsins eins og það er lagt upp í erindinu.
14. Staðsetning færanlegra kennslustofa austan Vesturlandsvegar200711039
Til máls tóku: HS, JS, HSv og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila tæknisviði að bjóða út færanlegar kennslustofur sbr. minnisblað bæjarverkfræðings. %0D