1. nóvember 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Svavars K. Garðarssonar varðandi lóð undir auglýsingaskilti200710160
Svavar K. Garðarsson óskar eftir lóð undir tölvustýrt ljósaskilti.
Til máls tóku: HSv, KT og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að ekki sé hægt að verða við beiðni um lóð undir auglýsingaskilti.
2. Starfsmannamál200710209
Minnisblað sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs varðandi starfsmannamál. Framlagning minnisblaðsins er trúnaðarmál á frumstigi umfjöllunar.
Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Björn Þráinn Þórðarson, mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið.%0D%0DTil máls tóku: HSv, JS, KT, HJ, HS, SÓJ og BÞÞ.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna að framgangi starfsmannamála í samræmi við framlagt minnisblað.
3. Heimsóknir bæjarráðs Mosfellsbæjar í stofnanir bæjarins200710117
Áður á dagskrá 850. fundar bæjarráðs. Bæjarverkfræðingur mætir á fundinn og fer yfir starfssemi tækni- og umhverfissviðs sem ekki náðist að gera á síðasta fundi.
Bæjarverkfræðingur, Jóhanna B. Hansen, mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið og fór yfir stöðu tækni- og umhverfissviðs.%0D%0DBæjarverkfræðingur fór almennt yfir rekstur tækni- og umhverfissviðs.