20. apríl 2022 kl. 14:15,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kvíslartunga 134 - breyting á deiliskipulagi202202077
Skipulagsnefnd samþykkti á 559. fundi sínum að kynna og auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina Kvíslartungu 134, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var aðgengileg á vef sveitafélagsins sem og kynnt með bréfum grenndarkynningar sem send voru á eigendur Kvíslartungu 53, 120, 122, 124, 126, 128, 130, 132 og 134. Athugasemdafrestur var frá 24.02.2022 til og með 30.03.2022. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við tillöguna með vísan í 3. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa, skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast gildistöku hennar skv. 42.gr. skipulagslaga. Málsaðili skal greiða þann kostnað sem af breytingunni hlýst.