3. janúar 2008 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi íbúa við Þrastarhöfða 2-12 varðandi hraðahindrun200711202
Áður á dagskrá 856. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar bæjarverkfræðings. Umsögnin er hjálögð.
Jóhanna B. Hansen bæjarverkfræðingur sat fundinn undir þessum dagskrárlið.%0D%0DTil máls tók: JBH.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarverkfræðingi að svara bréfriturum í samræmi við framlagt minnisblað.
2. Erindi Aftureldingar varðandi gistingu fyrir þátttakendur Gogga galvaska200711166
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til íþróttafulltrúa til umsagnar.
3. Lýðheilsuverkefni - erindi Eldingar um nýtingu þreksalar við Íþróttamiðstöðina að Varmá200712160
Til máls tóku: HS, KT, HSv, MM og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ganga frá samningnum í samræmi við umræður á fundinum.
4. Erindi Mosverja varðandi nýtt skátaheimili200712163
Herdís Sigurjónsdóttir formaður vék af fundi undir þessum dagskrárlið og við fundarstjórn tók Karl Tómasson varaformaður.%0D%0DTil máls tóku: KT, HSv, JS og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjóra til frekari skoðunar í tengslum við fyrirhugaðan ævintýra- og útivistargarð í Hvömmum.
5. Minnisblað bæjarritara varðndi framlög til stjórnmálaflokka o.fl.200712168
Til máls tóku: HS, HSv, SÓJ, KT, JS og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að greiða framlög í samræmi við framlagt minnisblað bæjarritara og verði upphæðin kr. 1.500 þúsund tekin af liðnum ófyrirséð.
6. Erindi Forsætisráðuneytis varðandi samstarf vegna uppbyggingar móttökuhúss og Laxnessseturs við Gljúfrastein200712185
Frestað.
7. Erindi IceAid varðandi samstarf við Mosfellsbæ um rekstur bækistöðvar200712194
Frestað.