25. október 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Desjamýri, útboð gatnagerðar200709198
Áður á dagskrá 843. fundar bæjarráðs. Tæknideild óskar heimildar til töku lægsta tilboðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila tæknideild að ganga til samninga við lægstbjóðanda Heimir og Þorgeir ehf.
2. Hitaveita í Helgadal200703074
Áður á dagskrá 817. fundar bæjarráðs. Óskað er heimildar til töku lægsta tilboðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila tæknideild að ganga til samninga við lægstbjóðanda Jarðmótun ehf.
3. Erindi Umtaks varðandi lóðir Langatanga 3 og 5200709108
Áður á dagskrá 842. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar bæjarverkfræðings og fylgir hún hér með.
Til máls tóku: HSv, KT, JS og JBH.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að ekki sé hægt að verða við erindinu.
4. Erindi Stróks ehf. varðandi efnistöku í Hrossadal í landi Miðdals og breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar200707092
Áður á dagskrá 841. fundar bæjarráðs þar sem óskað var eftir því að bæjarverkfræðingur ynni drög að svari.
Til máls tóku: HS, JS, JBH, HS, KT, SÓJ%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að svara bréfritara þar sem afstaða bæjarráðs til erindisins komi fram.
5. Námavinnsla í Seljadal200710125
Til máls tóku: HS, KT, JBH og HSv.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarverkfræðingi að kanna þær ábendingar sem fram hafa komið og gera ráðstafanir ef með þarf.
6. Erindi Sambands Ísl. sveitarfélaga varðandi fjármálastefnu sveitarfélaga 2007200710130
Dagskrá fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 5. og 6. nóvember nk. lögð fram.
7. Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi umsókn um styrkveitingu til sérstakra átaksverkefna200710137
Til máls tóku: HSv og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísar erindinu til bæjarstjóra til skoðunar.
8. Hljóðvist íbúðarhverfa í Mosfellsbæ200710145
Til máls tóku: HS, KT, JBH, HSv og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila tækni- og umhverfissviði að hanna útfærslu á hljóðvörnum á þeim stöðum sem þess gerist þörf.
9. Fyrirkomulag hundaeftirlits200710147
Til máls tóku: HS, HSv, JBH, KT og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila tæknideild að koma á hundaeftirlitsvöktum í áhaldahúsi tímabundið. Einnig samþykkt að fela bæjarverkfræðingi að koma á fundi með lögreglunni varðandi málefni hundaeftirlits í Mosfellsbæ.
10. Erindi Foreldrafélags knattspyrnudeildar Aftureldingar varðandi þorrablót í íþróttamiðstöðinni að Varmá200710148
Til máls tóku: HSv, KT og JS.%0DBæjarráð er jákvætt fyrir erindinu og felur bæjarstjóra framgang málsins.
11. Losunarsvæði fyrir jarðveg á landi Mosfellsbæjar í Sogum200710153
Til máls tóku: HS, JBH, %0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila tæknideild að unnin verði losunar- og uppgræðsluáætlun. %0DÁætlunin verði síðan kynnt fyrir umhverfisnefnd og skipulags- og byggingarnefnd um leið og hún eru tilbúin.