23. október 2006 kl. 17:15,
bæjarráðssalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Samvinna menningarmálanefndar og bæjarlistamanns um kynningu á sér og verkum sínum innan Mosfellsbæjar.200608268
Á fundinn mætir bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2006, Jóhann Hjálmarsson.
Á fundinn mætti bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2006, Jóhann Hjálmarsson. Rætt var um kynningu á bæjarlistamanni.%0D%0DSviðsstjóra og forstöðumanni Bókasafns falið að undirbúa dagsskrá í tilefni 50 ára útgáfuafmælis Jóhanns Hjálmarssonar.
2. Kaup á listaverkum200605274
Farið verður yfir hugmyndir um kaup á verkum eftir Snorra Ásmundsson.
Hugmyndir um kaup á listaverkum voru ræddar. Ekkert ákveðið að svo komnu máli.
3. Stefnumótun í menningarmálum200603117
Signý Pálsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu menningarmála Reykjavíkurborgar, mætir á fundinn og ræðir um stefnumótun og hugsanlegt samstarf milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur um menningarmál.
Á fundinn mætti Signý Pálsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála Reykjavíkurborgar, mætti á fundinn.%0D%0DRætt var um stefnumörkun í menningar- og ferðamálum.
4. Aðventutónleikar 2006200610149
Lagt er til að aðventutónleikarnir verði að þessu sinni þann 6. desember.