7. október 2008 kl. 17:15,
fundarherbergi bæjarráðs
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson, framkvæmdastjóri menningarsviðs einnig mætti á fundinn Teitur Björgvinsson, tómstundafulltrúi.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Íþróttamiðstöðin að Varmá - upplýsingar um framkvæmdir.200802191
Á fundinn mæta arkitektar og fara yfir teikningar
Kynntar voru teikningar af þjónustubyggingu og anddyri Íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá. Íþrótta- og tómstundanend leggur til við bæjarráð að hafnar verði framkvæmdir við þetta verkefnið í samræmi við framlagðar teikningar, enda búið að hafa samráð við alla hagsmunaaðila um útlit og hönnun í samræmi við þarfagreiningar sem áður hafa verið lagðar fram.
2. Stefnumótun á menningarsviði200810064
Farið yfir næstu skref í stefnumótun fyrir málflokkinn íþróttir- og tómstundir, og tengsl við aðra málaflokka á menningarsviði.
%0DLagt er til að stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum í framhaldi af stefnumótun Mosfellsbæjar hefjist með því að allar nefndir á menningarsviði búi til inngang að stefnumótun fyrir menningarsviðið í heild. Í kjölfar þess vinni hver nefnd að stefnumótun fyrir málaflokka nefndanna. Nefndin leggur til að ráðgjafi verði fenginn til að leiða nefndirnar í gegnum þetta ferli.
3. Frístundaávísanir 2007 - úthlutanir og nýting.200802190
Fundarboðinu fylgja tölfræðileg gögn frá árinu 2007-8. Farið verður nánar yfir þessi gögn á fundinum.
Lagt fram yfirlit yfir nýtingu frístundaávísana 2007-8.
4. Skýrsla um sumarstarf ÍTÓM200711265
Skýrsla verður lögð fram á fundinum.
Lögð fram skýrsla um sumarstarf ÍTÓM sumarið 2008.