Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. júní 2007 kl. 17:15,
bæjarráðssalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Björn Þráinn Þórðarson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi

    • 1. 17. júní, 2007200705205

      Á fund­inn mætti Edda Dav­íðs­dótt­ir tóm­stunda­full­trúi og gerði grein fyr­ir dagskrá 17. júní há­tíð­ar­hald­anna árið 2007.%0D%0DNefnd­in stað­fest­ir fram­lagða dagskrá.

      • 2. Bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar 2007 - fyrri um­ferð200705206

        Lagð­ar voru fram til­lög­ur að bæj­arlista­mönn­um og þær rædd­ar. Kos­ið var sam­kvæmt regl­um um til­lög­urn­ar.

        • 3. Samn­ing­ur milli Mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins og Mos­fells­bæj­ar um forn­leifa­upp­gröft og -rann­sókn­ir við Hrís­brú200703154

          Samn­ing­ur­inn lagð­ur fram til kynn­ing­ar. Mennta­mála­ráðu­neyti hef­ur ákveð­ið að leggja fram 24 millj­ón­ir til verk­efn­is­ins á næstu þrem­ur árum. Menn­ing­ar­mála­nefnd lýs­ir yfir ánægju sinni með þenn­an samn­ing sem tryggja mun fram­gang forn­leifa­verk­efn­is­ins að Hrís­brú á þess­um tíma.

          • 4. Bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar 2007 - seinni um­ferð200705277

            Menn­ing­ar­mála­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar árið 2007 verði Ólöf Odd­geirs­dótt­ir mynd­list­ar­mað­ur.%0D%0DÓlöf Odd­geirs­dótt­ir er fædd árið 1953. Hún lagði stund á mynd­list­ar­nám við Mynd­lista­skól­ann í Reykja­vík og Hand­íða og mynd­lista­skóla Ís­lands á ár­un­um 1989 til 1994. Frá ár­inu 1995 hef­ur Ólöf hald­ið fjölda sýn­inga á verk­um sín­um og hlot­ið lista­manna­laun. Verk Ólaf­ar eru fjöl­breytt og skap­andi, m.a. inn­setn­ing­ar, mynd­bönd, mál­verk og teikn­ing­ar.%0D%0DÓlöf er bú­sett í Mos­fells­bæ og er með gallerí í Þrúð­vangi sem hef­ur vak­ið mikla at­hygli á síð­ust árum. Þar hef­ur hún sýnt á síð­ustu árum, auk þess að hafa hald­ið sýn­ing­ar í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar á sl. 2 árum, ein og með öðr­um. Þá hef­ur hún ver­ið þátt­tak­andi í og driffjöð­ur á bak við sam­sýn­ingu er­lendra lista­manna hér í Mos­fells­bæ.%0D%0DHún hef­ur um ára­bil sett mark sitt á menn­ing­ar­líf og unn­ið mark­visst að upp­bygg­ingu mynd­list­ar í Mos­fells­bæ, bæði með sýn­ing­um og kennslu. Ólöf Odd­geirs­dótt­ir er vel að titl­in­um Bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar kom­inn og mun án efa bera hróð­ur bæj­ar­ins sem lista­bæj­ar víða, nú sem fyrr.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15