4. júní 2007 kl. 17:15,
bæjarráðssalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. 17. júní, 2007200705205
Á fundinn mætti Edda Davíðsdóttir tómstundafulltrúi og gerði grein fyrir dagskrá 17. júní hátíðarhaldanna árið 2007.%0D%0DNefndin staðfestir framlagða dagskrá.
2. Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2007 - fyrri umferð200705206
Lagðar voru fram tillögur að bæjarlistamönnum og þær ræddar. Kosið var samkvæmt reglum um tillögurnar.
3. Samningur milli Menntamálaráðuneytisins og Mosfellsbæjar um fornleifauppgröft og -rannsóknir við Hrísbrú200703154
Samningurinn lagður fram til kynningar. Menntamálaráðuneyti hefur ákveðið að leggja fram 24 milljónir til verkefnisins á næstu þremur árum. Menningarmálanefnd lýsir yfir ánægju sinni með þennan samning sem tryggja mun framgang fornleifaverkefnisins að Hrísbrú á þessum tíma.
4. Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2007 - seinni umferð200705277
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2007 verði Ólöf Oddgeirsdóttir myndlistarmaður.%0D%0DÓlöf Oddgeirsdóttir er fædd árið 1953. Hún lagði stund á myndlistarnám við Myndlistaskólann í Reykjavík og Handíða og myndlistaskóla Íslands á árunum 1989 til 1994. Frá árinu 1995 hefur Ólöf haldið fjölda sýninga á verkum sínum og hlotið listamannalaun. Verk Ólafar eru fjölbreytt og skapandi, m.a. innsetningar, myndbönd, málverk og teikningar.%0D%0DÓlöf er búsett í Mosfellsbæ og er með gallerí í Þrúðvangi sem hefur vakið mikla athygli á síðust árum. Þar hefur hún sýnt á síðustu árum, auk þess að hafa haldið sýningar í Listasal Mosfellsbæjar á sl. 2 árum, ein og með öðrum. Þá hefur hún verið þátttakandi í og driffjöður á bak við samsýningu erlendra listamanna hér í Mosfellsbæ.%0D%0DHún hefur um árabil sett mark sitt á menningarlíf og unnið markvisst að uppbyggingu myndlistar í Mosfellsbæ, bæði með sýningum og kennslu. Ólöf Oddgeirsdóttir er vel að titlinum Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar kominn og mun án efa bera hróður bæjarins sem listabæjar víða, nú sem fyrr.