18. janúar 2007 kl. 17:00,
bæjarráðssalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Jóhanna B. Hansen bæjarverkfræðingur
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Landgræðslu ríkisins varðandi uppgræðslu á Mosfellsheiði, Hengilssvæði og nágrenni200611164
Málinu vísað til umsagnar frá bæjarráði.
Umhverfisnefnd er jákvæð fyrir erindi Landgræðslunnar enda er áætlað fyrir verkefninu í fjárhagsáætlun ársins 2007.
2. Græni trefillinn - skýrsla200611052
Umhverfisnefnd tekur undir þær hugmyndir sem settar eru fram í skýrslunni. Nefndin leggur til að sérstaklega verði hugað að heildstæðu stígakerfi í gegnum græna trefilinn. Ennfremur leggur nefndin til að umhverfisdeild verði falið að taka saman kostnað við æskilegar endurbætur og nýframkvæmdir við stíga innan Mosfellsbæjar.
3. Umhverfisáætlun 2006-2010200602059
Umhverfisnefnd lýsir ánægju sinni með framlagða Umhverfisáætlun fyrir 2006-2010. Jafnframt leggur umhverfisnefnd til að unnið verði í samræmi við áætlunina.