19. janúar 2010 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Eva Magnúsdóttir (EMa) varaformaður
- Karl Tómasson aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Atli Guðlaugsson fræðslusvið
- Símon Helgi Ívarsson áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Aðalsteinsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Gyða Vigfúsdóttir áheyrnarfulltrúi
- María Rán Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heimsókn í Krikaskóla201001305
Fræðslunefnd fór í vettvangsskoðun í byggingu hins nýja Krikaskóla.
2. Starfsáætlanir 2010 - Listaskóli200911284
Starfsáætlun Listaskóla lögð fram.
3. Grunnskólabörn í Mosfellsbæ200912099
Lögð fram gögn um skólavist allra grunnskólabarna í Mosfellsbæ, bæði í skólum bæjarins og í skólum utan sveitarfélags.
4. Mötuneyti og frístund, fjöldi barna201001182
Lögð fram gögn um fjölda barna í mötuneytum og frístund grunnskólanna.
5. Niðurstöður samræmdra prófa haustið 2009201001186
Lögð fram gögn um niðurstöður samræmdra prófa skólaárið 2009-10. Deildarstjórar grunnskólanna, Ásta Steina Jónsdóttir úr Lágafellsskóla og <SPAN style="mso-bidi-font-style: normal; mso-fareast-language: EN-US" lang=IS>Annelise Larsen-Kaasgaard úr Varmárskóla fóru yfir þær.</SPAN> Upplýst var að skólarnir hafa unnið vel með niðurstöður prófanna undanfarin ár. Niðurstöður prófanna í ár eru mjög ásættanlegar og fræðslunefnd færir skólunum þakkir fyrir vel unnin störf. Jafnframt felur fræðslunefndin Skólaskrifstofu að kynna þennan ágæta árangur grunnskóla Mosfellsbæjar.