1. júlí 2008 kl. 17:15,
fundarherbergi bæjarráðs
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Íþróttamiðstöðin að Varmá - upplýsingar um framkvæmdir.200802191
Á fundinn mætir Jón Þór Þorvaldsson, arkitekt og kynnir lokatillögu að þjónustubyggingu og anddyri við Íþróttamiðstöðina að Varmá.
Á fundinn mætti Jón Þór Þorvaldsson arkitekt og kynnti tillögu að þjónustubyggingu og anddyri við Íþróttamiðstöðina að Varmá á grundvelli áður framlagðar þarfagreiningar.%0D %0DÍþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarráð að haldið verði áfram með hönnun og framkvæmd við gerð þjónustubyggingar og anddyris við Íþróttamiðstöðina að Varmá á grundvelli framlagðra hönnunarhugmynda arkitekts.
2. Umsókn um styrk vegna ólympíufarar200806261
Íþrótta- og tómstundanefnd er mjög jákvæð fyrir erindinu og leggur til við bæjarráð að styrkja við bak ólympíufara frá Mosfellsbæ. Framkvæmdastjóra sviðs falið að fylgja málinu eftir við bæjarráð.