19. maí 2009 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. 5 ára deildir í leik- og grunnskólum 2009-2010200902264
%0D%0D%0D%0D%0D%0DFundurinn hófst í Varmárskóla. Skoðuð var útikennslustofa og þáðar þar veitingar. Fræðslunefnd lýsir hrifningu með þessa aðstöðu. Síðan var skoðuð aðstaða fyrir leikskóladeildina og farið yfir starfsemina þar.%0D %0DFundi var fram haldið í Kjarna.%0D %0DBúið er að kynna hugmyndir um tengsl leikskólans Hlíðar við leikskóladeild Varmárskólanns fyrir foreldrum.
2. Forvarnir í grunnskólum.200901775
%0D%0D%0DLögð voru fram forvarnarverkefni og viðbragðsáætlanir vegna eineltis og áfalla í leik- og grunnskólum, auk yfirlita yfir upplýsingaferla vegna nemenda með sérþarfir, m.a. þegar einstaklingar færast á milli árganga.%0D %0DSkólaskrifstofu var falið að fara yfir framlagðar upplýsingar, vinna samantekt og leggja fram í nefndinni.
3. Handbók sérkennslustjóra í leikskólum Mosfellsbæjar200905129
%0D%0DHandbókin kynnt og lögð fram. %0D %0DFræðslunefnd fagnar þessu framtaki sérkennslustjóra leikskólanna í Mosfellsbæ og sérfræðinga Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. Handbók þessi lýsir framsýni, metnaði og mikilli fagmennsku, sem mun gagnast vel í hagnýtu starfi leikskólanna í framtíðinni. Fulltrúar grunnskóla í fræðslunefnd lýsa yfir ánægju með verkefnið sem einnig mun nýtast í faglegu starfi þess skólastigs.
4. Skólastefna Mosfellsbæjar - endurskoðun200901761
Næstu skref ígrunduð.
%0D%0D%0DSkólaþing Mosfellsbæjar var haldið laugardaginn 16. maí. Nefndin lýsir yfir ánægju með hversu vel tókst til og hve mæting var góð. Þá þakkar nefndin samstarf við starfsmenn Mosfellsbæjar varðandi undirbúning og framkvæmd. Einnig færir nefndin hópstjórum og riturum sérstakar þakkir fyrir þeirra framlag. Síðast en ekki síst þakkar nefndin bæjarbúum fyrir þátttöku í þinginu.%0DFræðslunefnd leggur til að haldið verði sérstakt ungmennaþing um skólastarf í Mosfellsbæ. Skólaskrifstofu falið að vinna að málinu í samvinnu við unglinga og ungmenni.%0DEinnig kom fram ósk um að opna heimasíðu um skólaþingið og mótun skólastefnu Mosfellsbæjar og er óskað eftir að Skólaskrifstofa komi því í framkvæmd.