24. október 2006 kl. 17:00,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heimsókn í leikskólann Hulduberg200610127
ATH. - ATH. - ATH. MÆTING Á HULDUBERG KL. 17:00%0D%0DFundurinn heldur áfram í Kjarna, 4. hæð kl. 18:00 að afloknum fyrstu 2 málum, sem farið verður yfir á leikskólanum.
Fræðslunefnd fékk kynningu á starfsemi leikskólans Huldubergs og skoðaði húsnæði.
2. Námsskrár leikskóla Mosfellsbæjar - Hulduberg og Hlíð200610133
Námskrár Huldubergs og Hlíðar sendar með rafrænu fundarboði. Prentuð eintök verða afhend fundarmönnum á fundinum.
Námsskrár Hulduberg og Hlíðar voru kynntar af skólastjórum leikskólanna og starfsfólki.%0D%0DNámsskrárnar lagðar fram.
3. Opin hús fyrir foreldra í Mosfellsbæ veturinn 2006-7200610132
Grunnskólafulltrúi kynnti opin foreldrahús eða fræðslukvöld fyrir foreldra í Mosfellsbæ. 7 fundir verða haldnir í vetur frá 1. nóvember til 2. maí.
4. Þroskahjólið - kynning á fræðsluefni fyrir foreldra 3 mánaða - 5 ára barna200610129
Lagt fram fræðsluefni sem starfsfólk Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar hefur búið til. Um er að ræða fræðsluefni um þroska barna og hvað foreldrar og fjölskylda getur gert til að tryggja barni þroskavænlegt uppeldisumhverfi.%0D%0DAllir foreldrar leikskólabarna í Mosfellsbæ fá afhent þroskahjólið.
5. Dagmæður - staða mála haustið 2006.200610130
Leikskólafulltrúi lagði fram minnisblað um daggæslu í heimahúsum í Mosfellsbæ haustið 2006. Í augnablikinu er nokkuð gott framboð dagforeldra. 17 börn á aldrinum eins til tveggja ára eru nú á leikskólum Mosfellsbæjar, en það er einkum vegna tilkomu nýrra deilda á leikskólanum Huldubergi að svo hátt hlutfall úr þessum árgangi er nú þegar kominn inn á leikskóla. Í Mosfellsbæ eru 62 börn í vistun hjá dagforeldrum. Þá eru 9 börn í vistun hjá dagforeldrum í nágrannasveitarfélögum. Í Mosfellsbæ starfa alls 14 dagforeldrar haustið 2006.%0D%0D
6. Kynning á málefnum dagmæðra í nágrannalöndum200610131
Lögð fram skýrsla frá námsferð 12 daggæslufulltrúa frá 7 sveitarfélögum á stór-höfuðborgarsvæðinu. Daggæslufulltrúarnir heimsóttu Malmö í Svíþjóð og Bronshöj í Danmörku og greinir skýrslan frá margvíslegri þróun mála í þessum sveitarfélögum.
7. Ársskýrsla leikskólasviðs 2005-6200610128
Með fundarboðinu fylgir prentuð Ársskýrsla
Ársskýrslan lögð fram.
8. Leikskólar Mosfellsbæjar - vistunarform og fjöldi barna á leikskólunum haustið 2006.200610134
Lagt er fram yfirlit yfir fjölda barna í leikskólum Mosfellsbæjar í september 2006. Í leikskólum Mosfellsbæjar haustið 2006 eru 483 börn, en það er 25 börnum fleira en á sama tíma sl. ár. Þá hefur heilsdagsplássum fjölgað úr 87% í 95%.
9. Allt hefur áhrif, einkum við sjálf200602019
Lögð fram drög að aðgerðaráætlun fyrir Mosfellsbæ 2006-8.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að framlagðri aðgerðaráætlun í verkefninu "Allt hefur áhrif einkum við sjálf" verði hrint í framkvæmd.