Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

24. október 2006 kl. 17:00,
bæjarstjórnarsalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Björn Þráinn Þórðarson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi

    • 1. Heim­sókn í leik­skól­ann Huldu­berg200610127

      ATH. - ATH. - ATH. MÆTING Á HULDUBERG KL. 17:00%0D%0DFundurinn heldur áfram í Kjarna, 4. hæð kl. 18:00 að afloknum fyrstu 2 málum, sem farið verður yfir á leikskólanum.

      Fræðslu­nefnd fékk kynn­ingu á starf­semi leik­skól­ans Huldu­bergs og skoð­aði hús­næði.

      • 2. Náms­skrár leik­skóla Mos­fells­bæj­ar - Huldu­berg og Hlíð200610133

        Námskrár Huldubergs og Hlíðar sendar með rafrænu fundarboði. Prentuð eintök verða afhend fundarmönnum á fundinum.

        Náms­skrár Huldu­berg og Hlíð­ar voru kynnt­ar af skóla­stjór­um leik­skól­anna og starfs­fólki.%0D%0DNáms­skrárn­ar lagð­ar fram.

        • 3. Opin hús fyr­ir for­eldra í Mos­fells­bæ vet­ur­inn 2006-7200610132

          Grunn­skóla­full­trúi kynnti opin for­eldra­hús eða fræðslu­kvöld fyr­ir for­eldra í Mos­fells­bæ. 7 fund­ir verða haldn­ir í vet­ur frá 1. nóv­em­ber til 2. maí.

          • 4. Þroska­hjól­ið - kynn­ing á fræðslu­efni fyr­ir for­eldra 3 mán­aða - 5 ára barna200610129

            Lagt fram fræðslu­efni sem starfs­fólk Skóla­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar hef­ur búið til. Um er að ræða fræðslu­efni um þroska barna og hvað for­eldr­ar og fjöl­skylda get­ur gert til að tryggja barni þroska­væn­legt upp­eld­is­um­hverfi.%0D%0DAll­ir for­eldr­ar leik­skóla­barna í Mos­fells­bæ fá af­hent þroska­hjól­ið.

            • 5. Dag­mæð­ur - staða mála haust­ið 2006.200610130

              Leik­skóla­full­trúi lagði fram minn­is­blað um dag­gæslu í heima­hús­um í Mos­fells­bæ haust­ið 2006. Í augna­blik­inu er nokk­uð gott fram­boð dag­for­eldra. 17 börn á aldr­in­um eins til tveggja ára eru nú á leik­skól­um Mos­fells­bæj­ar, en það er einkum vegna til­komu nýrra deilda á leik­skól­an­um Huldu­bergi að svo hátt hlut­fall úr þess­um ár­gangi er nú þeg­ar kom­inn inn á leik­skóla. Í Mos­fells­bæ eru 62 börn í vist­un hjá dag­for­eldr­um. Þá eru 9 börn í vist­un hjá dag­for­eldr­um í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um. Í Mos­fells­bæ starfa alls 14 dag­for­eldr­ar haust­ið 2006.%0D%0D

              • 6. Kynn­ing á mál­efn­um dag­mæðra í ná­granna­lönd­um200610131

                Lögð fram skýrsla frá náms­ferð 12 dag­gæslu­full­trúa frá 7 sveit­ar­fé­lög­um á stór-höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Dag­gæslu­full­trú­arn­ir heim­sóttu Malmö í Sví­þjóð og Brons­höj í Dan­mörku og grein­ir skýrsl­an frá marg­vís­legri þró­un mála í þess­um sveit­ar­fé­lög­um.

                • 7. Árs­skýrsla leik­skóla­sviðs 2005-6200610128

                  Með fundarboðinu fylgir prentuð Ársskýrsla

                  Árs­skýrsl­an lögð fram.

                  • 8. Leik­skól­ar Mos­fells­bæj­ar - vist­un­ar­form og fjöldi barna á leik­skól­un­um haust­ið 2006.200610134

                    Lagt er fram yf­ir­lit yfir fjölda barna í leik­skól­um Mos­fells­bæj­ar í sept­em­ber 2006. Í leik­skól­um Mos­fells­bæj­ar haust­ið 2006 eru 483 börn, en það er 25 börn­um fleira en á sama tíma sl. ár. Þá hef­ur heils­dagspláss­um fjölgað úr 87% í 95%.

                    • 9. Allt hef­ur áhrif, einkum við sjálf200602019

                      Lögð fram drög að aðgerðaráætlun fyrir Mosfellsbæ 2006-8.

                      Fræðslu­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að fram­lagðri að­gerðaráætlun í verk­efn­inu "Allt hef­ur áhrif einkum við sjálf" verði hrint í fram­kvæmd.

                      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 20:15