5. júlí 2007 kl. 17:00,
bæjarráðssalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Jóhanna B. Hansen bæjarverkfræðingur
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi íbúa við Urðarholt 5 varðandi sorpgáma og draslaragang við Nóatúnshúsið200705186
Til máls tóku:EK, GP og JBH.
Umhverfisnefnd þakkar bréfriturum ábendingu um slælega umgengi í kringum Nóatúnshúsið. Umhverfisnefnd leggur til að athugað verði með nýja staðsetningu fyrir grenndargáma.2. Erindi Landverndar um áframhaldandi samstarf við Mosfellsbæ200706119
Til máls tóku: EK, GP, OÞÁ og JBH.
Umhverfisnefnd leggur til að samningagerð við Landvernd verði frestað þar til nýr umhverfisstjóri hefur hafið störf.3. Umhverfisverðlaun 2007200706191
Umhverfisnefnd leggur til að eftirtaldir garðar og fyrirtæki fái víðurkenningu árið 2007:
Hlíðartún 12 - viðurkenning fyrir fallegan og vel hirtan garð
Hamratangi - fyrir fallegt yfirbragð og snyrtilega götu
Matfugl - viðurkenning fyrir snyrtilegt umhverfi fyrirtækis
Heiðarhvammur - viðurkenning fyrir ræktunarstörf
Þrastarhöfði 1,3,5 og 2,4,6 - viðurkenning til verktaka fyrir snyrtilegan frágang