4. september 2018 kl. 16:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Katrín Sif Oddgeirsdóttir varaformaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) áheyrnarfulltrúi
- Þórunn Magnea Jónsdóttir (ÞMJ) áheyrnarfulltrúi
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Berglind Ósk B. Filippíudóttir fjölskyldusvið
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskydusviðs
Í upphafi fundar var samþykkt með þremur atkvæðum að taka á dagskrá fundarins fundargerð 1112. trúnaðarmálafundar. Þorbjörg I. Jónsdóttir vék af fundi að lokinni umfjölllun um trúnaðarmál. Varamenn fjölskyldunefndar, Anna Sigríður Guðnadóttir, Guðrún Þórarinsdóttir og Bryndís Björg Einarsdóttir sátu fundinn við umfjöllun kynningar á málaflokkum fjölskyldusviðs máls nr.2018084802. Ennfremur starfsmenn fjölskyldusviðs Berglind Ósk B. Filippíudóttir, Kristbjörg Hjaltadóttir, Eva Rós Ólafsdóttir og Una Dögg Evudóttir.
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Trúnaðarmálafundur 2018-2022 - 1211201808039F
Fundargerð 1211. trúnaðarmálafundar afgreidd á 271. fjölskyldunefndarfundi eins og einstök mál bera með sér.
2. Trúnaðarmálafundur 2018-2022 - 1212201809006F
Fundargerð 1212. trúnaðarmálafundar afgreidd á 271. fjölskyldunefndarfundi eins og einstök mál bera með sér.
Fulltrúar C og S lista geta athugasemd við þá málsmeðferð að setja mál sem þetta á dagskrá með afbrigðum í stað þessa að gefa nefndarmönnum eðlilegan tíma til þessa að kynna sér málið þannig að hægt væri að taka upplýst afstöðu til málsins.
Fulltrúar D og V lista benda á að í upphafi fundar var samþykkt að taka þetta mál á dagskrá af meirihluta nefndarinnar. Ekki síst þar sem málið varðar mikilvæga hagsmuni einstaklings og þolir illa bið.
Almenn erindi
3. Kynning á málaflokkum fjölskyldusviðs2018084802
Kynning starfsmanna fjölskyldusviðs á málaflokkum sviðsins. Gögn í máli verða lögð fram á fundinum.
Starfsmenn fjölskyldusviðs kynntu málaflokka sviðsins.